Breiðablik - 01.12.1909, Síða 14

Breiðablik - 01.12.1909, Síða 14
I io BREIÐABLIK H u g b o b i b. Eftir MARCEL PRÉVOST. AÐ er einung-is stutt saga og undur-létt á metum, svo létt í rauninni, að eg óttast, a8 yndj hennar og ilmur hverfi íhöndum mér, er eg fer aö setja hana á pappírinn. Hvernig stób á því, spyr eg sjálfan mig oft, að hún skyldi hafa jafn-ógleym- anleg áhrif á okkur, þegar hún var sögö í dýrlegum munaði viö dögurðarborö aö kveldi til, af yndislegu konunni, sem er söguhetjan sjálf, og veröa í því horni Parísarheimsins, er við vorum, ein af þeim fyrirmyndar-sögum, sem hvert mannfélag á eitthvað af og ávalt er hug- ljúf og hugðnæm, þegar á er vikið. Eg ímynda mér,aö það hafi verið vegna þess hún gerði ofurlitla glufu í kvik- söguskvaldrið og væmið stjórnmála og og bókmentanagg, er sífelt ómar í eyrum vorum. Stundum er líka lítil hreyfing eða bending nóg til að gefa hugmvnd um líkamsfegurð undir þykkum feldi. Og ef tii vill hafa þessi fáu og látlausu orð, sem töluð voru af góöri og yndislegri konu, verið fulinóg við þetta tækifæri ti^ ■ að birta oss sálargöfgi hennar og hrein- leika. Við höfðum verið að tala um þau furðu- legu fyrirbrigði, sem vísindin eru nú tek- in að telja fram og flokka saman og fæst- ir hinna yngri manna hafa farið öldungis varhluta af—ósjálfráðar hvatir, sem koma oss til að telja rósirnar á veggfóðrinu eða bækurnar í bókaskápnum, eða eitthvað annað í nánd, sem hægt er að telja. Hvatir, sem kriýja aðra til að vera endi- lega komnir að gasljósastaurnum, er þeir eru ágangi á strætum úti, áöur vagninn, sem kemur á eftir, hefir náð þeim, eða áður stundaklukkan í gretidinni er hætt að slá. Eða hvatir, sem neyða suma á hverju kveldþáöur þeir fara að sofa, til að raða öllum hlutum í herberginu með ný- — jum og fáránlegum hætti, eða fara að skoða tilteknar myndir eða söfn. í stuttu máli, við vorum að tala um alla þessa smávegis útúrdúra heilans með nú- tíðarmönnum,eins konar geðsturlunarfræ^ sem ein kynslóð tekur í arf eftir aðra, unz

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.