Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 1

Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 1
Heimilisblað með myndum RITSTJÓRI : DAVID ÖSTLUND. 3. árgangur. Seyðisfirði, 15. des. 1902. 21.-22. tölublað. »AðaIatriðið.« Eftir að spekingurinn mikli hefur tal- að nieð mikilli snilld um hið yfirstand- andi líf, umbreytingar þess og hverful- leika og um, hversu áríðandi það er að leita guðs í tíma og seilast eftir því, sem er eilíft og gerir mennina vísa, segir hann að niðurlagi : »Aðalatriði efnisins, þegar al'.t er at- hugað, verður þetta: »óttastu guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra.« Orðs. 12, 13. 14. Það er hægt að tala margt og mikið og sýna mikla snild í því að færa fram röksemdir í tilliti til trúarbragðanna, en það eina sem um er að gera, er þetta: að lifa lífi í guðsótta og hlýðni við boð drottins. Þetta er aðalatriði efnisinc, þegar allt verður athugað., »Því guð mun leiða alla hluti fyrir dóminn yfir öllu, sem er hulið, hvort það er gott eða illt.« Það eru ekki orð vor og fagrar um- ræður, heldur líf vort, hvað vér höf- um að hafst hér í heimi, sem mun skera úr máli fyrir hinum æðsta dómi. En hinsvegar mun guðrækilegt líf hafa það með sér, að tal vort verður gott og göfugt og leiðir huga manna til hins háleita og heilaga. Hjarta, beygt til hlýðni við hin heilögu boðorð guðs, hina einu réttu reglu fyrir guðrækilegu lífi, það er þetta, sem hefur gildi fyrir guð og menn. Og það eru hæðir að ná til, í vísdómi, þekkingu og skilningi á tilgangi lifsins, sem geta fyllt sálina kyrlátri gleði og aðdáun og vakið hina dýpstu lotningu fyrir speki og mikilleika drottins. Enginn getur þjónað guði án þess að halda boðorð hans. Þetta tvennt er að halda boðorð hans. Hvernig gæti mað- ur óttast guð og þjónað honum og á sama tíma sýnt óhlýðni móti vilja hansr eins eitt og hið sama. Sá, sem í sannleika óttast drottin, elskar hann og vill svo innilega gjarnan hlýðnast honum og njóta velþóknunar hans; þetta eitt er löngun hans og gleði. Þetta er aðalatriðið, þeg- ar allt er sagt, sem sagt verður. Að þessu starfar guð með anda sínum: að fá mennina til þess að elska og óttast hann og ganga á vegi boðorða hans. Þá, er þeir læra þetta, eru þeir á vegi til himinsins og mega innganga um borgarhliðin, inn í borgina hina nýju. »Það (að óttast guð og halda hans boðorð) á hver maður að gera.« Það er skylda hvers manns, og enga aðra skyldu hefur guð lagt á menn. Og eig- um vér ekki heldur að kalla það forrétt? Hvað segir þú, sem hefur smakkað gleði frelsunarinnar og fundið til afleiðingar hennarr Hinn sannkristni maður mun skoða það sem forrétt, að fá að ganga veg guðs boðorða. En það er . skylda allra. Sá, sem ganar áfram í óhlýðni móti guði, mun í dóminum mæta afleið- ingum þess. Allt, sem er hulið, skal þá birtast í ljósinu. Er það nokkuð af boðorðum guðs, sem dregur þig burt frá að hlýðnast þeim ? Vinur, ef svo er, þá ert þú í hættu staddur, að missa gleði og laun hins sanna og rétta. Kemur það í bága við það, sem er þér kært hér í lífinu,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.