Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 4
164
F R Æ K O R N.
ORÐ DROTTINS.
—o—
Hve dýrmætt orð vor Drottinn kvað :
Kom, dapra sái, til mín;
eg vil ei neinum vísa burt,
sem villu grætur sín!"
Hver helzt sem koma kýs, :,:
eg vil ei frá mér hrekja hann,
hver helzt sem vera kann.
Hve dýrmætt orð vor Drottinn kvað :
„Sjá dyrnar, það em eg,
og hver er frjáls að fara inn
og finna lífsins veg."
:,: Hann finnur lífsins veg
Ef dyrnar fer og fylgir mér,
hann finnur lífsins veg,
Hve dýrmætt orð vor Drottinn kvað: ■
„Ef dvínar lífs þíns fró:
tak okið mitt, þá, færðu frið
og fulla hjartans ró."
:.: Ef dvínar lífs þíns fró :,:
tak okið mitt, þá færðu frið
og fulla hjartans ró.
Hve dýrmætt orð vor Drottinn kvað:
„Sjá, dauðann sigraði' eg.
og þóttú veikur hrasir hér,
þitt hellubjarg er eg." -
:,: Sjá dauðann sigraði’ eg, :,:
og þóttú veikur hrasir hér,
þitt hellubjarg er eg!
ÍÞýtt úr ensku af Matth. Joch.)
Hjálp við biblíurannsókn-
—o —
Hvernic; Kristur kemur.
i. Skal Kristur birtast í annað
sinn ?
»Eins og mönnum er fyrirsett eitt sinn
að deyja, en eftir það er dómurinn,
þannig er og Kristur eitt sinn fórnfærður
til þess að burttaka margra syndir, en í
annað sinn mun hann birtast, án þess
að vera syndafórn, öllum sem hans vænta
til frelsunar« Heb. 9, 27, 28.
2. Hvað mun Kristur gera við til-
komu sína?
«Mannsins sonur mun koma með dýrð
síns föður og einglum sínum, og þá
mun hann gjalda sérhverjum eftir hans
verkum.« Mett. 16, 27.
3. Hvað getum vér lært um endur-
komu Jesú frá sögu ritningarinnar um
himnaför hans?
»Og í því hann sagði þetta varð hann
uppnuminn, að þeim ásjáandi, og ský
nam hann frá augum þeirra. Nú sem
þeir störðu til himins, þá hann fór
frá þeim, sjá þá stóðu tveir menn hjá
þeim í hvítum klæðnaði; þeir sögðu:
Galíleisku menn, hví standið þér og
horfið til himins? þessi Jesús sem upp-
numinn er frá yður til himins, mun
koma á sama hátt og þér sáuð hann
fara til himins.« Postg. 1, 9—11.
4. Hve rnargir munu sjá Krist, þegar
hann kernur?
»Sjá hann kémur í skýunum, og hvert
auga mun sjá hann. Opinb. 1, 7.
5. Hvaða rödd mun heyrast við
komu drottins ?.
»Því sjálfur drottinn mun með ákalli,
með höfuðengils raust og með guðs lúðri,
af himni niður stíga, og þeir sem í
Kristi eru dánir, munu fyrst upp rísa.>
1, Tess. 4. 16.
6. Hvað mun þá eiga sér stað?
»Sjá, eg segi yður leyndardóm: vér
munum ekki alilr sofna, en allir umbreyt-
ast í vetfangi, við hinn síðasta lúður
þyt (því lúðuinn mun gella, og hinir
dauðu upp rísa óforgengilegir en vér
umbreytast).« I Kor, 15, 51.52.
7. Hvenær munu eftirbreytendur
Jesú fá laun ?
»Nær þú gjörir heimboð, þá bjóð þú
fátækum, vönuðum, höltum og blindum,
og sæll ert þú, því þeir hafa ekkert að
endurgjalda þér með, en það mun verða
þér endurgoldið í upprisu réttlátra.« Lúk.
14, 13- 14-
8. Hvaða tilgang hefur drottinn með
komu sinni ?