Frækorn - 15.12.1902, Page 5

Frækorn - 15.12.1902, Page 5
F R Æ K O R N. 165 »Þegar ég er burt farinn og hefi til- búið yður stað, þá mun ég koma aftur og taka yður til mín, svo að þér séuð þar sem eg er.« Jóh. r4, 3. 9. Trúði Enok á þetta? »Um þetta spáði og Enok, sjöundi maður frá Adam, segandi: Sjá drottinn kemur með sínum heilögu þúsundum.« Júd. 14. 15. 10. Hvað var von Davíðs í þessu efni? »Hann kemur til að dæma jörð- ina, hann kemur að dœma jarðríkið með réttvísi, og þjóðirnar með sinni sannsýni.« Sálm. Dav. 96, 13. 11. Hvað vitnar Daníel um tilkomu drottins ? »Á þeim tíma mun Mikael höfuðeng- ill fram ganga og á þeim tíma munu landsmenn Jjínir frelsaðir verða, allir þeir sem skráðir finnast í bókinni.« Dan. 12, 1. 12. Hversu dýrðleg verður tilkoma drottins ? »Hann kemur í dýrð sinni og föður síns og helgra engla« Lúk. 9, 26. 13. Hvað er oss sagt af dýrð Krists, meðan hann var hér á jörðu? »Og‘, hann ummyndaðist að þeim ásjá- andi, og ásýnd hans skein, sem sól, en klæði hans urðu björt eins og ljós«. Matt. 17, 2. 14. Hvað segir ritningin um dýrð eins engils? »Líkami hans var sem gullsteinn, hans ásjóna sem leiftur, hans augu sem elds- logar, armleggirnir og fæturnir sem skygður eirmálmur og rómurinn yfir máli hans sem manngnýr«. Dan. io, 6. 15. Hvað vitnar Daníel um dýrð Guðs ? »Nú sá eg, að stólar voru settir fram og hinn Gamli settist niður, hans klæði voru hvít sem snjór, og hans höfuðhár sem hrein ull, hans hásæti var eldslogi og hjólin undir því eldur brennandi, framundan honum gekk út fljótandi elds- straumur; honum þjónuðu þúsundirþús- unda og frammi honum stóðu 10 þús- undir þúsunda«. Dan. 7, 9, 10, 16. Hvað er von allra þeirra, sem clska dýrðlega tilkomu drottins ? »Að öðru leyti er handa mér afsíðis lögð kóróna réttlætisins, sem drottinn, sá hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim (ákveðna) degi, en ekki einung- is mér, heldur og öllum, sem þráð hafa tilkomu hans.« 2 Tim. 4, 8. 17. Hvaða umbreyting mun verða á guðs börnum, þegar þau sjá frelsara sinn? Ælskanlegir, nú þegar erum vér guðs börn, en það er enn þá ekki opinbert, hvað vér verða munum, en það vitum vér, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér mun- um sjá hann. eins og hann er«. 1 Jóh. 3, 2. 18. Hvað mun Kristur segja til allra sinna á þeim degi ? »Komið, þér ástvinir míns föður, og eignist það ríki, sem yður er fyrirbúið frá upphafi veraldar« Matt. 25, 34. UNDRAVERK HEILBRIGÐINNAR. Eftir Dr. Med. J. H. Kellogg. —o— F.nginn niaður hefur kraft til að lækna. Guðs kraftur einn gettir gert það, því lækning er sköpun. Ef einhver óskar að fá betri taugar, þá verður hann að útvega sér nýjar taugar. Ef einhver óskar að fá betri maga, þá verður hann að fá sér nýjan niaga, fá hann skapaðan nýjan. Hinn mikli guðdóntskraflur, sem verkar í alheintinum, mun lækna og reisa við þá, sem þurfa lækningar og viðreisnar. Allt það, sem nokkur mannleg vera getur gert í þessu efni, er að leiða athygli til þessarar lífsuppsprettu og kenna mönnum, hvernig þeir eiga að komast í samræmi og samvinnu við hana. En vandinn hjá svo mörgunt er sá, að þeir stríða gegn guði. Þeir rífa sjálfa sig niður fljótar en guð getur byggt þá upp. Hugsum oss tnann, sent hefur lítið sár á arntlegg sín- um. A hverjum degi rífur hann burt hrttðrið, sem náttúran hefur niyndað á nóttunni. Með því móti verður sárið aidrei læknað. Vér

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.