Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 11
ERÆKOR N
tals 88 manns; en 1898 voru þeir orðnir
120 að tölu. Þar var einnig rússnesk-
ur prestur og lélegur læknir.
Nú eru þar tvær nýlendur. Hin stærri
nefnist Karmenkúla og samanstendur af
3 stórum timburhúsum, einni kirkju og
prestsetri, vörugeymsluhúsi, baðstöð og
6— 12 kofum úr skinnum, þar sem hin-
ir innfæddu Samójedar búa. I hinni ný-
lendunni búa eingöngu innfæddir Sam-
ójedar í 8 húðarhreysum. Hún liggur í
nokkurra rasta* fjarlægð frá mynninu á
Matostjinsundinu, þessum einkennilega
sjálfgjörða skurði, er skiftir eynni í tvo
hluti. Sund þetta er djúpt og skipgengt,
þegar ís ekki hindrar, og sumstaðar er
það rúmar 3 rastir á breidd.
Nú gengur skip til eyjarinnar tvisvar
á hverju ári, í júlí og september, og ligg-
ur 1—2 daga við hverja nýlenduna fyrir
sig. En að þessu frátöldu eru engar
samgöngur milli meginlandsins og eyjar-
innar, enda má enginn lenda þar nema
með sérstöku leyfi. Stafar það af óhæfu
þeirri, er átti sér stað eitt sinn, er ókunn-
ugt fiskiskip kom þangað. Skipverjar
gáfu Samójedunum brennivín og höfðu
síðan út af þeim alla ársveiði þeirra fyr-
ir nokkrar flöskur af »vodka« (áfengi).
Þessvegna sendir nú landstjórinn, þegar
hann ekki getur farið sjálfur, skrifara
sinn árlega til eyjarinnar, til þess að
standa fyrir viðskiftutn við eyjarskeggja.
Veiði hvers einstaks manns er flutt til
Arkangel og færð þar inn í reikning
hans. Sé um fátækann mann að ræða
eða óheppinn, hjálpar landstjórinn hon-
um; hver fær sína peningaupphæð og
getur svo pantað hjá skrifaranum þær
vörur, er hann þarfnast. Vörupantanirnar eru
svo sendir með næsta skipi Sem dærni
upp á árstekjur eyjarskeggja má nefna,
að einn þeirra — veiðimaður, sem hafði
verið framúrskarandi heppinn — hafði
innunnið sér 700 rúblur (1 260 kr.) ýfir árið.
En annar — sem sagður var Ietingi —
hafði aðeins innúnnið sér 50 kopek (90
aura). Eftir að hver einstakur hafði selt
húðir sínar og skinn, fékk hann að vita
hvernig reikningur hans stóð og síðan
panta.ði hann nauðsynjar sínar. Af vör-
* Röst metri: 530 faðmar.
»7*
um er seldar voru eyjarskeggjanum, mdaðal-
lega telja púður,blý, te, sykur, mjöl, postu-
línsbollapör (sem voru í mjög háu verði),
hnífa, salt, álnavöru, nálar, hunda, nef-
tóbak, munntóbak o. fl. Einn heyrði eg
panta sér konu fyrir innieign sína. Gjörði
hann það í fullri einlægni,enda var sú pönt-
unhans bókfærð ásamt öðrum pöntunum.
Með næsta skipi sendi landstjórinn hon-
um stúlku frá Samójedanýlendunni á
Petitioga. Hann varð mjög ánægður með
sendinguna, en í næsta skifti, er skipið
fór þar um, sendi hann stúlkuna aftur
með þeirri orðsendingu til landstjórans,
að hann mætti til að skifta um og láta
sig fá aðra konu, þareð þessi væri svo
níðlöt og kynni ekki svo mikið sem að
elda mat. Skrifarinn varð að taka ves-
lings kvennmanninn heim með sér og
senda eyjarbúanum aðra konu. I þetta
skifti tókst betur til, enda lét landstjór-
inn þau boð fylgja þessari seinni brúður,
að framvegis mundi hann ekki skiftaum
konur, þó heim væru sendar. Öðrum
til viðvörunar refsaði hann þessum hjóna-
leysum með því, að senda þau eins og
í pílagrímsferð til Sólívetskiklausturs og
vera þar yfir sæludaga hjónabandsins
(»hveitibrauðsdagana « ).
Mig furðaði mjög er, eg sá, lað Samójed-
arnir á Novaja Semlja eru nettari í
framgöngu og hyggnari menn, en kyn-
bræður þeirra á meginlandinu. Þetta
stafar af hinum heilnæmu lifnaðarháttum,
er þeir búa við, þar sem þeir eru laus-
ir við áfengisfreistinguna, sem stendur
bræðrum þeirra á meginlandinu fyrir þrif-
um. Einn þeirra sagði þannig við mig, um
leið og hann þreif með ötuðum höndun-
um upp í fiókinn hárlubbann ásér: »Höf-
uð Samójedans er ó'gáfulegt og óhrein-
legt, en ekki innihaldslaust«. Hann jók
áherzluna á þessu með því að skella
saman lófunum við hvert orð, sem ann-
ars kvað vera einkenni ;siður Samójed-
anna.
Frh.
»Hvað er eilífðin ? litli Kristj án?«
Kristján' »Æfi drottns.«