Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.12.1902, Blaðsíða 8
F R Æ K O R N. 168 Jfamar. —o— Það var í fyrra vetur skömmu eftir jól. Yfir fjöll og firnindi fór eg dag eftir dag með örskreiðri járnbrautarlestinni gegnum mest- an hluta Noregs. Fannfergjan var fádæmi. Háir skaflar báðu megin við brautarteinana, miklu hærri en sjálf eimvagnaröðin. Skógar og hæðir, klettar og klungur þutu fram hiá, og skuggarnir gægðust glannalega forvitnir inn um vagngluggana til okkar, sem sátum þar inni og drógum ferðateppin fast- ara og betur að okkur. - Frá Rörós, háfjallabæ Noregs, gekk það létt og leikandi niður á við að Austurdal. Dökkgrænt skógarhaf með hvítum botni — bylgjandi í risavöxnum öldum - yfir ása og hóla. Oláma, breið og lygn undir álnar íss DÓMKIRKJURÚSTIRNAR VID HAMAR. Snjóplógseimvagnarnir höfðu líka orðið að vera á ferðinni dag og nótt til þess að halda brautinni opinni, og hafði þó ekki dugað, því oft stóðu þeir fastir í sköflunum og þurftu þá ærinn mannsöfnuð til þess að moka þá lausa. Snjórinn marraði og hvein í frosthörkunni — 30 -35 stiga frosti — og það ómaði eins stórfelldur kuldasöngur — nistandi napur — út yfir snæþakin fjöllin, fljótandi og skjálfandi í draugsbleiku tungsljósi. með ógurlega timburíleka á hryggnum, sem hún í vorleysingunum átli að bera marga tugi mílna til sjávar. Áfram, áfram — gegnum greni- og furuskóga — í opnum sleða, vafinn bjarnar- feldi -- yfir ár og vötn, yfir ása og sléttur. Og seint eitt kvöld komum við að Hamri. Þángað hafði mig leingi langað að koma, því þar voru dómkirkjurústirnar frægu meðal annars, er eg þurfti að sjá og kynna mér. En tíminn var stuttur. Daginn eftir átti eg

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.