Frækorn - 04.12.1903, Qupperneq 5

Frækorn - 04.12.1903, Qupperneq 5
FRÆKORN. 157 trú, er Júlíanus komst að völdum; um- skifti þeirra voru líkust því, að skifta um yfirhöfn.« Hagenbach I, bls. 593, 594. Það er engin furða, að menn, sem voru orðnir »kristnir« á shkan hátt, hneigðust mjög að því að rífast og stæla um trúarmál. Þannig segir Gregorius frá Nyssa frá því, að á hans tíma hafi »naumast verið hægt að kaupa brauð eða skifta peningum án þess að komast upp í deilu um það, hvort sonurinn (Kristur) væri fæddur eða ekki fæddur og aðrar guðfræðisspurningar.« Og hversu átakanlega sýna ekki allir hinir kaþólsku kirkjufundir fram á hið sama, þessir fund- ir með sinum heitu deilum og guðfræð- islegu hártogunum, sem oft voru bæði grátiegar og hlægilegar. Sagnaritari einn nefnir t. d., að hinir æruverðugu menn hinnar andlegu stéttar einu sinni bæði lengi og vel héldu umræður um það, — hvort rotta, sem af tilviljun hafði dottið í vígsluvatn, gæti skoðast sem skírð! Sverðið heyrði auðvitað með til þess konar kristindóms og það hæfir líka bezt við þessháttar stríðs- og stælu-æði, Vér höfum tilfært orð Jesú til Péturs. Fox gefur oss í bók sinni »Acts and Monu- ments« gott dæmi upp á skoðun páfa- dæmisins í þessu tilliti. Hann tilfærir eftirfarandi orð Nikolásar páfa: »Ef prelátar kirkjunnar nefnast og virð- ast sem guðir af Konstantínusi, þá hlýt eg, sem öllum prélátum meiri, líka vera öllum guðum meiri. Því getur enginn undrast, að eg á val(J til að losa menn við hvað eina, já, jafnvel við skipanir Krists. Því að meðan Kristur skipar j Pétri að sliðra sverð sitt og áminnir lærisveina sína að hefna sín ekki með I ytra valdi, þá skipa eg, Nikolás páfi, þvert á móti í bréfum rnínum biskupun- j um á Frakklandi að grípa til sverðs- | ins.« Og blóð margra milljóna kristinna í manna vitnar um það, að páfadæmið hefur líka gripið til sverðsins. En um það munum vér tala seinna í þessari rit- gjörð. Buddha og Buddha-trú. Einstakir menn hér á landi munu hall- ast að Budda-trú. Og nýútgefin bók, nefnd »Framtíðartrúarbrögð«, sem minnst er á‘ á öðrum stað hér í blaðinu, mun vera til þess ætluð að mæla með þess- um trúarbrögðum. Því væri ekki af vegi að segja svo lítið frá stofnanda þessara trúarbragða og frá því, sem einkennir þau. Buddha er eiginlega heiðurstítill og þýðir: hinn fróði eða menntaði. Seinna varð það einkennisnafn stofnanda trúar- bragðanna, en nafn hans var fyrst Sidd- harta. Hann fæddist árið 62 3 f. Kr. í Kap- illavastu, norðanverðu við Ganges-fljótið. Faðir hans var konungur. Buddha hneigð- ist snemma að alvarlegri íhugun og leit- aði út í einveru; því fékk hann nafnið Sákjamuni, sem hann líka oft er nefnd- ur. Hann sagði frá sér konungstigninni og öllum auð og upphefð, sem henni fylgdi. Ekkert orð er til skrifað eftir hann; en það, sem nefnist kenning hans, er skrif- að af eftirfylgjendum hans. Aðalatriðin í kenningu hans eru þessi 4 »sannindi« : 1. Tilvera mannsins er aðeins hyll- ing. 2. Sársaukinn leiðir af tilverunni, af girndinni eftir tilverunni, af því að seðja lyst sína. 3. Sársaukinn hverfur með því að girnd- in eftir að vera til slokknar, með því að lystin fái ekki að lifa; hann hættir með því, að tilveran endar. 4. Vegurinn til þessa takmarks er: ekki að finna nokkra nautn í tilverunni. Buddhístar trúa á sálarflakk (sjæle- vandring); þeir trúa því, að áður en menn ná takmarki því, sem áður er nefnt, verði þeir að lifa í einni tilverunni eftir aðra, til þesk að fullkomnast betur og betur, m. ö. o. til þess að missa eigingirnina og löngunina til þess að njóta unaðar í líf- inu. Sá, sem nær þessu tilfinningarlausa ástandi hefur náð fullkomnuninni —

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.