Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 9

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 9
FRÆKO RN. 16í raun láta sér litlu skifta, þegar á reynir, hvort hann fær »huggun í hörmunum« og »styrk í þjáningum« eða ekki, og vafa- laust er það, að honum og hverjum öðr- um manni er mikilsvert að hafa »hug- rekki til þess að halda að hinum miklu, ókunnu leikslokum, dauðanum. « Og viss getur höf. verið um það, að þau trúar- brögð, sem ekki veita þetta, þau verða aldrei »framtíðartrúarbrögð«. En einmitt þetta hafa hin kristnu trúarbrögð vor veitt oss öld eftir öld, og svo langt frá því að þetta sé ókostur við þau, eins og hr. Ervast hugsar, er þetta það, sem með öðru verður hið frambúðar-bezta í þeim. I öðru lagi veita hin kristnu trúar- brögð hverjum, sem tileinkar sér þau, einmjtt það, sem hr. Ervast heimtar Og þykist ætla »framtíðartrúarbrögðunum« að veita mönnum. Kristnu trúarbrögðin fá oss t. d. sannarlega »hugsjón til að berjast fyrir«. Hver er sú hugsjón, sem geti verið hærri en þessi: að göfga með- bræður vora með kærleika og ósíngirni, eins og Tegnér svo snilldariega kemst að orði: »Vet du pá din lefnads gáta Nágot tröstligare svar, Án att álska och förláta Sönerna af samma far?«* En þetta er Krists hugsjón, og hana hefur hann fengið oss. Framtíðartrúar- brögðin munu ekki geta fengið mönnum neina betri. »Takmark til að keppa eftir.« Það fá kristnu trúarbrögðin oss, og það takmark er þetta: »Þar til vér allir erum komnir til . . . þekkingar á guðs syni, til fullorðins ára, til aldurshæðar Krists fyllingar.« Ef. 4, 13. Og: »Það vitum vér, að þegar hann birtist, munum vér verða honum * Á íslenzku: Qetur þú við gátu lífsins gefið svar, sem huggar meir: „Brotum gleymdu bræðra kífsins! börn þíns föður eru þeir?" líkir, því vér munum sjá hann, eins og hann er.« I. Jóh. 4, 2. Hærra takmark en þelta mun hr. Ervast eigi geta bent á og »Framtíðartrúarbrögðin« ekki heldur. »Skýring á tilganginum með lífinu.« — Sú skýring, sem hin kristnu trúarbrögð gefa á því, er þessi: »Guð (tilverunnar innsta rót) er kærleikur«; guð er óeigin- gjarn kærleikur, en í kærleika er fólgin sæla og líf. »Hver, sem er stöðugur í kærleikanum, sá er stöðugur í guð, og guð í honum.« 1. Jóh. 4, 16. Líf guðs er líf í sælu. »Gnótt fagnaðar er fyrir þínu auglíti og sæla við þína hægri hönd eilíflega,« segir skáldið hebreska, sem kristnir menn kannast við sem guðinn- blásið. Hr. Ervast virðist hafa rámað eitthvað i það, að þetta, sem hann heimtar, veiti Kristur. Hann segir: »Að vísu er ein kenning kristnu trúar- bragðanna, eins og kirkjan prédikar þau, fær um að fylla upp lífið, en það er þessi kenning Krists : Elska skaltu guð yfir alla hluti fram og náunga þinn eins og sjálfan þig.« Já, það er satt! — En hví þá dæma þau trúarbrögð, eins og hr. Ervast gerir? »Þessi kening hefur ekki gagntekið kristi- legt líferni sem skyldi,« segir höf. — Hví þá ekki gera allt til þess að það verði í lífinu í stað þess að bjóða oss hina þokukenndu Buddatrú til þess að blanda trúarbrögðum kristninnar með? Herra Ervast finnur að ýmsu í kirkju- trúnní. Og margt orð er þar satt hjá honum. En ráðið við því er sannarlega ekki: Buddha, heldur: aftur til hinnar einföldu, kraftmiklu kenningar Krists! Þegar höf, fer að skýra frá »hinni nýju trú,« þá kemst hann einatt út í stað- leysur. Því það, sem hann kallar nýtt, er æfinlega (að svo miklu Ieyti, sem það er nokkurs virði) — hin gamla trú Krists. T. d. þetta, að »trúin og lífernið eru það sanna.« — Annað en þetta kennir Kristur ekki, eins og aliir vita, sem þekkja orð hans. Og á sama veg fer um margt í bók Ervasts. Mikill hluti bókarinnar gengur út á það, að mæla með hinum austrænu og sérstaklega með hinum indversku trúar-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.