Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 7
159 FRÆ.KO Rl\ Ferðálýsingf brenndur og hægri hendin kolbrunnin. Með vinstri hendinni hélt hann um stýrið og stóð eins og klettur inn í miðjum eldinum og reyknum og stýrði skipinu upp á land. Öllum var bjargað, körlum og konum og börnum, en Jón Maynard hneig niður, er hann kom á land, og þar yfirgaf andi hans hið brunna líkamshreysi. — Hann dó fyrir oss! Vér stóðum kringum líkið með sárum trega, en augun full af þakklætistárum. Hér huldum vér moldu hinar jarðnesku leifar hans. Öll skipshöfnin og farþegar og því nær allir bæjarbúar fylgdu hon- um til grafar. Þegar kistan var látin síga niður í gröfina, gátu margir ekki tára bundist. Þenna minnisvarða höfum vér reist honum, og hann mun eyðast og hverfa með tímanum, en minning hans lifir í hjörtum vorum. — Ó, vér getum aldrei gleymt honum, því að hann dó fyrir oss. Lesari góður! rerindu huga þínum til Golgata, þar sér þú standa þrjú kross- tré. A því trénu, sem í miðju stendur, hangir maður, sem var kvalinn og þjáður vegna vor, eins og spámaðurinn kemst að orði um hann: »Hann var þjáður fyrir afbrot vor og fyrir vor illvirki lemstraður. Hegning lá á honum, svo vér skyldum fá frið, og fyrir hans sár heilbrigðir verða.« Minning hans lifir í hjörtum vorum, honum getum vér aldrei gleymt, því að hann dó fyrir oss. J. B. þýddi. SÓL. ímynd minar andlátsstundar ertu, sól, þá niður sígur, og eg minnist uppheimsfundar upp á morgni þá þú stígur. ímynd ertu uppheimsbarna, á þá ljómar siðla degi, lítla, skæra, leifturstjarna, ljós á heimsins þyrnavegi. G. Margir lesendur »Fræk.« munu vilja heyra eitthvað um ferð mína hér um land, og þar sem eg á mörgum þeirra mikið að þakka fyrir hjálp og aðstoð, vil eg nota tækifærið til þess að senda þeim hjartans þakklæti mitt, um leið og eg segi frá ýmsu, sem eg hef tekið eftir. Ferð minni er ekki enn lokið, en eg vil segja frá því, sem komið er. Eg lagði á stað frá Akureyri fótgang- andi í' byrjun marzmán. og hélt áfram gegn um 4 sýslur: Eyjafjarðar,- Skaga- fjarðar- Húnavatns- og Strandasýslu. I þrem hinum síðarnefndu sýslum hef eg heimsótt flesta bæi. Og því hefur ferðin orðið lengri en ella, og leiðin hefur orð- ið æði krókótt og seinfarin, þareð eg oft hef ferðast um löng nes og oft langt inn í landið meðfram dölum og fljótum, sem eg oft hef fylgt mílu langt l)áðu megin. Erindi mitt hefur verið að safna áskrif- endumað »Fræk.« Þetta hefur líka heppn- ast vel. Til allra þeirra, sem hafa sýnt mér góðvild í þessu tilliti, vil eg hér með votta kæra þökk. Ýmislegt hef eg reynt á ferðinni. í byrjun gekk það hálfilla fyrir mér að gera mig skiljanlegan; en með því að heyra til og umgangast menn, hefur þetta lag- ast nokkuð. Og alstaðar hafa menn um- liðið vankunnáttu mína í íslenzkunni með I þolinmæði. Það, sem um fram allt hefur gert ferð- ina skemmtilega, er vinarlegt viðmót og velvild, sem menn alstaðar hafa keppst um að auðsýna mér. Gestrisnari þjóð, en Islendingar eru, held eg sé ekki til. Eitthvað mismunandi hefur það verið á ýmsum stöðum. A æði mörgum stöðum fylgja menn hinum forna sið að taka ekki borgun fyiir næturgistingu og mat. En þetta þarf þó ekki að aftra ferðamann- inum frá því að sýna viðurkenningu sína á annan hátt. Varla kemur það fyrir, að nokkrum manni sé neitað um gistingu. Ekki verð- ur heldur gerður mannamunur; hvað Is- lendingar gera hver fyrir annan, það gera

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.