Frækorn - 04.12.1903, Side 6

Frækorn - 04.12.1903, Side 6
I5s FRÆKOR N. sameiningunni við heimssálina — hefur slokknað sem tilvera út af fyrir sig — misst persónuleikann, og því er það, að þetta ástand oft nefnist »hinn eilífi svefn«: Nirvana. Buddha var jafnaðarmaður og kenndi, að þeir, sem fátækir eru og neyð líða, eru þeir, sem fyrst eru kallaðir til frelsis. Því fékk hann brátt marga fylgismenn. Kenning hans var seinna umbreytt í ýmsum greinum og blönduðust inn í hana hinir og þessir afguðasiðir. Buddha neitaði tilveru persónulegs guðs, en efíirfylgjendur hans komu mcð trúna á bæði illa og góða anda og á meðal hinna góðu var Buddha gerður að hinum æðsta guði. Skyldi nokkur vinningur vera í þessum þoku-trúarbrögðum? Hvað segja þeir, sem hafa lært að þekkja drottinn Jesúm Krist? Þeir segja: »Drottinn, til hvers eigum vér aðfara? Þú hefur orð eilffs lífs.« <X>g> -‘&&0- Hann dó fyrir oss! (Saga.) í kirkjugarði einum í Buffalo stendur skrautlegur marmarakross. A bekknum beint á móti má oft sjá öldung sitja hvítan fyrir hærum, og halda að sér höndum og stara á marmarakrossinn, á meðan heit tár renna niður kinnar hans. Oft sitja þar hjá honum margir menn, sem eru að sjá innilega hrærðir. Ef spurt er að því, hvað því valdi, að þeir sitji þarna, þá bentu þeir á mar- maraplötuna undir aurslánni (sokkelen); á henni stendur með gyltu letri: »Reistur af þakklátum farþegum af gufuskipinu »Svalan« til minningar um Jón Maynard stýrimann. Hann dó fyrir oss.« Spyrji menn enn fremur, þá segja þeir með titrandi vörum og tárvotum augum á þessa leið: »Jón Maynard var stýrimaður á gufu- skipi, sem fór frá Detroit til Buffalo, og vér vorum farþegar. Veður var hið bezta, og skipið var fullt af fólki. En allt í einu sáu menn reyk gjósa upp aftur á skijfinu. Skipstjóri skipaði ein- um af hásetunum, Simpson að nafni, að fara niður og gá að, hvað um væri að vera. Hann kom aftur að vörmu spori náfölur og sagði skipstjóra, að eldur væri kominn upp í skipinu, og strax á eftir heyrðist neyðarópið: eldur! um allt skipið. Allir voru kallaðir uppá þilfar, og allt var gert til þess að slökkva eldinn, en árangurslaust. I skipinu var mikið af tjöru og harpix, og eldurinn læsti sig út á vitfangi. Farþegarnir æddu upp til stýrimanns- ins Og spurðu: »Hve langt er héðan til Buffalo?* »HáIfönnur mjla.« »Hve lengi verðum vér þá leið?« »Vér verðum þrjá fjórðunga stundar, ef vér höldum þeim hraða, sem vér höfum nú.« »Er nokkur hætta á ferðum?« spurðu þeir enn fremur.« »Hætta, já«. »Þér sjáið, hvernig reykurinn gýs upp. Flýtið yður, ef þér viljið varðveita líf yðar.« Allir æddu fram á skipið, farþegar og hásetar, karlar, konur og börn. En Jón Maynard var kyr við stýrið. Eldurinn æddi áfram og svartir reykjar- bólstrar lögðust yfir skipið. Skipstjórinn kallaði í málpi'pu sína: »Jón Maynard!« »Eg er hér, herra skipstjóri.« »Eruð þér við stýrið?« »Já, herra skipstjóri.« »Hvert stefnið þér?« »Nær því í austur, herra skipstjóri.« »Stýrið í landsuður og stefnið beint á ströndina,« Skipið nálgaðist nú óðum ströndina, og aftur hrópaði skipstjóri: »Jón Maynard.« Hann svaraði með veikri röddu: »Eg er hér, herra skipstjóri.« »Haldið þér, að þér þolið við ennþá í fimm mínutur, Jón?« »Eg ætla að reyna það«, sagði hann, »með guðs hjálp.« Hárið var brunnið af binum gamla manni, og líkaminn allur sviðinn og

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.