Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 8
FRÆKO RN. i6o þeir líka fyrir útlendinga. Það hefur naumast komið fyrir, að mér hafi verið synjað um næturgistingu á allri ferðinni. Ekki aðeins hef eg án borgunar fengið að vera um nótt hjá mönnum, heldur hef eg líka oft fengið frían hest til næsta bæjar. Ekki virðist heldur vera hætt við því, að maður þurfi að svelta hér á landi, jafnvel þó maður hafi ekki peninga, sé að eins matur til; því hér bjóða allir það, sem þeir hafa til. Naumast hef eg heim- sótt nokkurn bæ, án þess að þiggja vel- gjörðir, svo framarlega eg hef þurft þeirra með. Heiður og þökk sé hverjum hús- föður og húsmóður, sem hafa opnað heim- ili sitt fyrir mér! í öllum þessum sýslum voru góðar, viðkunnanlegar húsabyggingar. Og þetta ekki hvað sízt í Strandasýslu, sem sök- um staðhátta virðist vera óheppilegar stödd en hinar. Þeir, sem geta, byggja upp gömlu híbýlin og gera þau bjartari og rúmbetri. A flestum bæjum sjást eldavélar, og vel kunna íslenzkar húsmæð- ur að búa til mat. A hverju heimili sést stærra eða minna safn af góðum bókum. Og Islendingum er lesturinn kærkom- inn í tómstundunum. En æskilegt er, að biblían væri meira lesin, en hún er. — Menntunin er víða góð, og allir kunna að skrifa Og lesa. í þremur hinum fyrnefndu sýslum búa menn yfirleitt vel á jörðum sínum. Beit er líka oft um vetrartímann fyrir skepnur. í Strandasýslu leggur meiri snjó, og hann liggur líka lengur, því verður skepnu- fóðrið dýrara. En þegar snjórinn fer, grænkar jörð ótrúlega fljótt, oggrasspretta er hin ágætasta. Hafísinn er óskemmtilegur gestur þar nyrðra. En stundum kemur hann líka með eldivið handa fólldnu, ef eg má svo segja um rekatrén, sem stundum kemur heil mikið af. Selveiðar eru oft miklar. A sumum stöðum hafa menn veitt um 200 seli. Töluvert fiskast af þorski, og á sumum stöðum líka hákarl. Æðarvörpin eru fleiri í Strandasýslu en í Hunavatnssýslu, I þrem hinum fyrnefndu sýslum liggja bæirnir drcifðir bæði út með sjávarsíðu og innan með fljótum og dölum í land- inu. í Strandasýslu Iiggja bæirnir mest- megnis meðfram hafsströndinni. — Mik- ilfengleg er náttúran í öllum þessum sýsl- um. Það er fögur tilbreytni af blómleg- um dölum, fossandi ám og háum tignar- legum fjöllum. Fyrir utan Iiggur hafið, umgirt af skerjum og mörgum undarleg- um fjallamyndunum, og fyrir utan fjöldi af eyjum og hólmum, sem eru aðhald fyrir sel og fugl. Niels Andrésson. Bækur. Pekka Ervast: Framtíðartrúarbrögð- Hug- Ieiðingar og reynzla. Ólafur Davíðsson þýddi. Akureyri 1903. Kostnaðarmaður: Oddur Björnsson. Kver þetta er þýtt úr sænsku. Höf- undurinn er Finni, hingað til fremur lítt þakktur maður, enda hefur hann Iítið annað skrifað en þessa bók. Aðalinntak bókarinnar er feigðarspá um gömlu trúarbrögðin og spádómur um, hvernig hinum komandi verði háttað. Höf. byrjar með að spyrja: »Hvaðer það, sem vér heimtum af trúarbrögðun- um?« Hann lætur í veðri vaka, að trú- arbrögðin, sem nú eru í metum höfð, veiti alls ekki þetta, sem rétt er að heimta af þeim. Það, sem þau veita, er að hans ætlan »að eins huggun í hörm- um vorum, styrkur í þjáningum vorum, hugrekki til þess að halda að hinum miklu, ókunnu leikslokum, dauðanum?« Þetta, sem óneitanlega er mikið, nægir þó ekki þessurn herra. Það, sem hann segist gera sem kröfu til trúarbragðanna, er það, »að þau fái oss hugsjón til þess að berjast fyrir, takmark til þess að keppa eftir, og að þau skýri fyrir oss tilgang- inn með lífinu.« Það, sem er að þessari staðhæfingu hr. Ervasts, er það,aðhún byggist á því, sem ekki er satt. Fyrst og fremst er það, að enginn maður, ekki einusinni hr. Ervast sjálfur,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.