Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 14

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 14
166 FRÆ.KORN. Þú ert ljós og Ijómi dýrðar, lífsins málar friðarboga; sælu tími, sálarfriður, saknaðarins slökkur loga. JVUVw Fréttabálkur. e) Þú ert engill guðs úr geimi, grátið sinni mannsins hrekur; þú forsmekkur friðarlandsins: »fógnuð þann ei burt neinn tekur.« Engin tunga, ekkert hjarta, enginn þig að fullu lofar, þú sem býrð í byggðum engla beztu inanna hugsun ofar. Qáta. Hvað er það, sem dauðir menn eta, en sem mundi verða lifandi mönnum að bana, ef þeir ætu það? Hirðisbréf. Píus X, hefur nú gefið út hina fyrstu encykliku sína, það er bréf til kaþólskra manna og þá séistaklega til andlegrar stéttar manna kirkjunnar. Píus páfi vill vera friðarins og kærleikans páfi og segir, að nauðsynlegt sé að endurreisa Krists ríki í hjörtum manna. Þetta hljómar vel í eyrum. Ofurlítið af póli- tík fylgir þessum evangelísku kenningum páfans, þar sem hann segir, að eins og kirkjan er byggð á Kristi, verði hún að vera laus við þegnlegar skyldur, og að hún vilji sjá um hið bezta handa þjóð- unum ekki að eins í trúarbragðalegu til- liti, heldur líka í öðrum greinum. Á Balkanskasranum Biblíugáta. Hver er móðir og hver er móður-móðir dauðans ? Svarið finnst í ritningargrein. Hver er sú grein? Sá af áskrifendum »Fræk.«, sem fyrst sendir inn rétta ráðning á þessari biblíu- gátu, fær sér sent I eintak af nýja-testa- mentinu. Utg. Benzons cacao. Þessi cacaotegund er vafalaust bæði hin bezta og ódýrasta, sem auðið er að fá. Hún samsvarar í gæðum fyllilega hinum beztu ensku cacao-tegundum, en er þó næstum helmingi ódýrari. Æskilegt væri því, að menn almennt færu að nota þetta cacao til drykkjar í staðinn fyrir kaffi. í'að veikir ekki taugarnar, en það nærir og styrkir líkamann og ns jabezti matur. Hér á Seyðisfirði fæst það hjá lyfsalanum. halda Tyrkir og uppreisnarmenn áfram að myrða og ræna. Blóð flýtur þar dag- lega í straumum. I Rastog voru þannig allir kristnir menn myrtir um mánaða- mótin sept.—okt, síðastl.; þar var tala myrtra 3,200 manns. Seinna hafa upp- reisnarmenn brennt um 20 tyrkneska bæi, meðal annars bæinn Banko, og allir íbúar hans, um 2,000, voru drepnir. — Neyðinni og pyntingunum er auðvitað ómögulegt að lýsa. ■— Tala uppreisnar- manna vex með degi hverjum. Lynchningar (aftökur án dóms og laga) vill forseti Bandaríkjanna afnema, Og skorar því á þegna sína að hætta þeim. Múhamed risinn frá dauðum. I Medina ganga sögur um það, að Mú- hamed hafi risið upp úr gröf sinni og kallað: »AUah, frelsaðu fólk þitt!« Menn- irnir, sem héldu vörð við gröfina, er sagt að hafi fallið til jarðar, dauðir af ótta. Þessi skröksaga hefur vakið mikla óró, af því ástæða er til þess að óttast, að hún verði til þess, að ofsóknin móti kristn- um mönnum af hendi Múhamedsmanna verði enn ægilegri en fyn

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.