Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 13

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 13
FRÆ.KORN. við okkur um stund við ýmislegt. Þegar eg fór að hátta var eg áminntur um að heimsækja þau aftur. Og mér fannst eg vera svo lítill, þegar eg fór upp að hátta. Eg lá lengi hugsandi, þar til eg sofnaði. »Tókstu nokkra ákvörðun?« spurði vinur hans. »Jeg var ákveðinn í því með sjálfum már, að móðir mín væri skemmtileg kona og að eg ætti líka góða systur. Jeg heimsótti þær reglulega eftir þetta og kynntist þeim vel.« — Kæru ungu vinir! Verið ekki ókunn- og föðurhúsunum og foreldrum yðar. Sorglega margir hafa liðið tjón á sálu sinni fyrir þá sök. »Herold.«—T, Á. þýddi Lífsskoðun og: trú. Mótlæti, von, sigur, fögnuður. Úr »Hörpu« eftir Baldvin Bergvinsson. MÓTLÆTI. 11 T Var er Sleðin? himnafaðir! m Hvar er ró og hvar er friður? Cýij 2 Hví er þessi hryggð og mæða ? Hvar ert þú, sem auma styður ? Hér er djúpur dalur sorgar! Dimmur virðist vegur jarðar! Lífið grætur — geðs á línu grafnar dular rúnir harðar. Þyrnar vaxa — vegir slitna — veröld byrgir þokumyrkur — hætta búin hjálparlausum! Hér er gefinn ferðastyrkur. Hann er blíða, bjarta vonin best sem leiðir vegfaranda yfir lífsins eyðimörku, og á braut til fegri stranda. 165 VONIN. Þegar berst í barmi hjarta, blóðið finnst í æðum þjóta, ó, þá virðist veikum manni vonar blíðrar sælt að njóta. Hún er lífsins leiðarvísir — leiðir mann og veginn greiðir, Hún er engill æðri heima; yfir jörðu mátt sinn breiðir. Hún er ljúfust lækning meina, leiðir þrótt í veikan huga; styður mann á brautir bjartar, blíða stjarnan almáttuga. Hana má ei heimur missa, hún er leiðarsteinninn fríði; og til sigurs leiðir lúna lífs úr hörðu jarðar stríði. SIGURINN. Hér er friður! Hér er blíða! Hér er hvíld og ró og yndi! Nú er hjarta heilbrigt orðið — heilög rósemd styrkir lyndi. Hér er sárið heilt og gróið, himnesk sunni skín á völlinn; sverðin lögð til síðu brotin; signir lognið táraföllin. O, þann sæla sigur fenginn sannarlega þökkum guði; hann sem gefur hjarta friðinn — hann vér lofum í fögnuði. FÖGNUÐURINN. Þú ert eilíf ástar sæla — unaðs- röðul!, sálarfriður — þú ert mannsins mesta yndi — munastrengja sætur kliður. Þú ert blíður, sorgir svæfir, særðu hjarta gleði veitir; þú burt sníður þyrna sára, þú í sælu harmi breytir,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.