Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 10

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 10
IQ2 FRÆKORN. brögðum. En ef höf. er jafn-ónákvæm- ur í skýringu sinni á þeim, eins og hann er það í því, sem hann talar um Krist og hans kenningar, t. d. í kaflanum um Nikódemus, þá er ástæða til þess að vara menn við að leggja nokkurn trún- að á orð hans. Margt er Jesú og Nikó- demusi eignað í bók Ervasts, sem enginn heilvita maður getur tekið hvorki sem rétthermi né tilfærslu, og þó vitnar höf. í Jóh. 3. kap. sem heimild! Menn, er fara þannig með efnið, sem þeir taka til umræðu og skýringar, hafa engan rétt til þess að ætla, að þeim sé trúað. Þegar höf. t. d. fer að segja, að Buddha hafi kennt það sama og Jesús, »en ef til vill enn þá ljósara og fullkomn- ara en hann,« þá er þetta svo mikil botnleysa, að það er alveg ótækt að bjóða lesandi og hugsandi mönnum ann- að eins. Vilji menn fræðast um Buddha, en ekki villast um hann, þá eru margar bækur betri en þessi. Og varla mun hún hafa nein veruleg áhrif til þess . að breyta neinu í trúarmeð- vitund manna. Til þess er hún allt of þokukennd og »út í bláinn«. Þýðingin virðist vera vel af hendi leyst. Illa kann eg þó við, að sænska orðið »jag« er þýtt með »menni« á nokkrum stöðum. Eins er óviðeigandi og eg held rangt að viðhafa orðið »sannleikur« í fleirtölu. Þýð. talar um »fjóra sannleika«. Hér hefði orðið »sannindi,« sem er fleir- töluorð, verið það rétta að nota. Frágangur bókarinnar af hendi prent- ara er prvðilegur. Málfundur í Reykjavík 15. des. 1902 um vínsölubann og aðflutningsbann. Reykja- vík 1903. Umdæmisstúkan no. 1. (af I. O. G. T.) gaf út. — Prentsmiðja Rvíkur. Rit þetta, sem býðst alþýðu, er eink- ar-merkilegt fyrir þá sök, að það setur fram málið frá báðum hliðum, þ. a. e. s. þeirn, sem móti spursmálinu eru, er gert jafnhátt undir höfði í ritinu, eins og þeim, sem tala bindindismanna megin. Eins og gefur að skilja, inniheldur ritið umræður þær, sem fóru fram um málið á umræðufundinum í Reykjavík 15. des. 1902. Inngangsræðu hélt hr. kand theol. Haraldur Níelsson. Auk hans voru með- mælendur þessir: Indriði Einarsson end- urskoðari, Guðmundur Björnsson héraðs- læknir, Bjarni Jónsson kennari, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, og Pétur Jóns- son. Andmælendur voru þeir kaupmað- ur Brynjólfur H. Bjarnason og konsull Dillev Thomsen. Ræður þeirra eins vel og ræður bindindismannanna eru »yfir- lesnar og leiðréttar af ræðumönnunum sjálfum«. Enginn þarf því að óttast, að nokkurs manns máli sé hallað í neinu. Ritið er því þannig, úr garði gert, að það hlýtur að vera jafnkært andstæðing- um málsins og hinum, sern fylgja því. Báðir flokkar hafa í ritinu beztu röksemd- irnar um hvora hlið málsins. Niðurstaðan, sem hlauzt af umræðun- um, var sú, að mæla eindregið með að- flutningsbanni til framkvæmdar svo fljótí, sem það er komið í ljós, að það mál hafi fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar. Ritið er 41 bls. í stóru 8 bl. broti. Verðið er 25 au. Til sölu í afgreiðslu »Frækorna.« D. Ö. —©<X> Lifðu vel. Lifðu vel, sem ljúfur fugl á kvist, sem lilja, sveipuð morgun daggar tárum. I þér sé tendruð trú á Jesúm Krist, sú trú, sem læknar menn af böli’ og sárum. Þ.J. Bæn Drottinn! Láttu ljósið þitt lýsa upp aftur hjarta mitt, Svo jeg fái að sjá mig þar, Sjái hvað eg áður var. G.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.