Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 15

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 15
FRÆKORN. 167 Járnbraut til Genezaret á nú að leggja. Höfuðstöðvar þess- arar járnbrautar verða við Nazaret, bær rúmlega eins stór og Reykjavík. Trúarbragðaleg stefna, er nefnist »Kesvick-konferensen,« hef- ur einnig í ár (í okt.) verið haldin í Söd- ertelje í Svíþjóð. Oskar prinz Berna- dotte tekur með áhuga þátt í þessum fundarhöldum. Innflutnínsar til íslands frá Noregi. Herra Vilhelm Krag, skáldið norska, sem heimsótti ísland í sumar með rannsóknarskipinu »Michael Sars,« hefur ritað rækilega um ferðina í Kristianíublaðinu »Morg- enbladet.« Eitt, sem greinir þessar að lík- indum munu áorka, er að vekja athygli Norð- manna á þvi, hve miklu betra það gæti verið fyrir marga þeirra að flytja hingað í stað þcss að flytja sig í stórhópum til Vesturheims, þar sem atvik og kringumstæður oft eru á móti þeim, og öil menning og þjóðlíf svo langt um öðruvísi en heima. Krag er hrifinn af því, hve vel Norðmenn eru settir hér á landi, þar sem þeir mjög oft brj(')ta sér betri veg en heima og ná fram til virðingar og góðra sfaða langt um léttara en heima fyrir, þar sem þeir svo að segja hverfa í fjölmennið. Félagið ,Thore‘ hefur nýlega keypt nýtt skip, er nefnist »Scotland,« hraðskreytt og stórt, jafngott og beztu skip hins sameinaða gufuskipafélags, sem fara hér um slóðir. »ScotIand« á að fara milli Kaupmannahafnar, Reykjavíkur og Vest- urlandsins. Fargjöld á því skipi munu verða lægri en á skipum hins sameinaða; milli landa t. d. á i. farrúmi 65 kr. á 2. 35 kr. og er það hvort um sig 25 kr. lægra en á skipum hins sameinaða. »Kong Inge,« skipið, sem félagið »Thore« keypti í vor, er ætlast til að fari næsta ár milli útlanda og Austurlandsins, og er það mikil bót frá því, sem áður var. A »Mjölni« er nú kominn nýr skipstjóri, danskur maður, Ankersen að nafni, og láta farþegar mjög vel af honum. Hann er reglusamur og gerir sitt ýtrasta til þess að fylgja áætlun, og mun að líkindum vinna sér traust og álit manna meira en Endresen gerði upp á síðkastið. Endresen liggur sjúk- ur heima hjá sér nú sem stendur. Matarhaldið er í fremur góðu meðallagi, og verðið á matn- um hið sama sem á »Agli«, 2 kr. 50 au. á dag. Heitan mat fá menn þrisvar sinnum á dag, og er það betra en venja er til á skip- unum hér við Iand, Vatnsleiðslan á Seyðisfirði er fyrir nokkru fullger; hef- ur nú verið notuð um tíma og rejmzt ágæt- lega vel. Hún er sannarlega herra Friðriki Gíslasyni til heiðurs og bætir fyllilega úr þeim vandræðum, sem vatnsskortur og lélegt vatn hafa bakað bænum að undanförnu. - Herra Fr. Gíslason hefur líka nýlega lagt litla vatnsleiðslu fyrir þá Sig. Johansen verzlunar- stjóra og Jón Jónsson lækni á Vopnafirði. Sú leiðsla er »privat« og mun varla geta orðið fleirum að verulegu gagni, þar sem vatns- magnið er lítið. Kostnaður við vatnsleiðsluna á Seyðisfirði mun vera um 10,000 kr., þar af kostar bærinn til um 8,800 kr. hitt borga bæjarmenn privat. Vatnsleiðslan á Vopna- firði ca. 800 kr. Eyfirðingar hafa einnig lagt vatnsleiðslur hjá sér í ár og í fyrra, bæði á Akureyri og Oddeyri. Akureyrarleiðslan hefur reynzt vel; þar á móti hefur gengið fremur illa með Oddeyrar- leiðsluna. Kostnaður við þær vatnsleiðslur er áætlaður um 18,000 kr„ þar af um 13,000 fyrir Oddeyri, en 5,000 fyrir Akureyri. Á ísafirði var Iögð vatnsleiðsla fyrir 2 árum. Allir 3 kaupstaðirnir úti um landið hafa þá séð um að útvega sér vatn á þann hátt, sem nú er almennur úti um hinn siðaða heim. Bara Reykjavík — höfuðstaðurinn — er enn látin sitja á hakanum. Reyndar er þar kostnaðarmeira og vandasamara að fá vatns- leiðslu en í hinum kaupstöðunum, en ókleyft er það alls eigi, og vafalaust mundi það borga sig ágætlega, og hafa meiri þrifnað og hrein- læti í för með sér. Genginn úr hjálpræðishernum. Sigurbjörn Sveinsson og kona hans, sem um nokkurundanfarin ár hafa starfað í Hjálpræðis- hernum sem undirforingjar, hafa sagt sig úr hernum. Sigurbj. Sveinsson cr vel gáfaður maður og hefur áhuga á því að efla kristin- dóm og siðgæði, og vonum vér, að starf hans framvegis í þá átt megi bera góðan ávöxt. Sálmar eftir Sigurbjörn Sveinsson. Akureyri 1903. 10 au. Þessir sálmar bera fiestir vott um, að höf. sé heldur hagmæbur. Sjónarhæðar sálmasafn. Svo nefnist Iítið kver með sálmum þýddum úr ensku, er hr. trúboði Friðrik H. Jones á Akureyri hefur gefið út. Þýðinarnar eru flestallar eftir herra Sigurbjörn Sveinsson og þykja einkar vandaðar, málið lipurt og kveð- skapurinn góður, Vqrðið er 20 au.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.