Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 12

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 12
IÓ4 FRÆKORN. Á þessum tíma, þegar hinar sjö plágurgeisa um jörðina, þegar menn eru sviftir burt eins og frumburðir egypzkra forðum — munu guðs börn frelsast úr öllum hættum. Þá munu hinir trúuðu komast að raun um, að drottinn frelsar í sex hættum og að í h'tmi sjöundu skal ógæfan ekki ná til þeirra (Jób. 5, 19). Þegar óvinir drottins kveina og æpa: æ, oss auma, æ, oss auma (Es. 24, 16), mun líka heyrast annað óp, en það verður gleðióp hinna lifandi trúuðu, sem fagna komu lausnarans; því að fyrir komu hans geta þeir sungið sigur- söng yfir dauða og gröf. — Guðs heilagir safnast þá af einlgunum og verða teknir upp til húss föðursins (Jóh, 14,3), til brúðkaups lambsins í hinni himnesku Jerúsalein. Þá byrjar þúsund ára ríkið, sem drottinn hefur ákveðið til þess að halda dóm yfir hin- um óguðlegu. Sbr. Opinb. 20,1-4. Við enda hinna þúsund ára rísa allir óguðlegir upp og hreppa þá hegningu, sem þeir hafa verið dæmdir til. Opinb. 20, 9. I'á hreinsast jörðin og endurnýjast; því væntum vér eftir fyrirheiti guðs nýrrrar jarðar, sem réttlætið mun búa á (2 Pét. 3,13), oghann, sem á hásætinu situr, segir: Sjá, eg geri allt nýtt. Opinb. 21, 5. Þegar allt þetta nálgast æ meir og meir — mættum vér þá með heilagri breytni og guð- rækilegu líferni stunda eftir að verða fundnir án flekkja og lýta fyrir honum. N. A. Heimsókn Margir ungir menn og stúlkur hugsa þannig,að ef þau eigi að geta skemmt sér, verði þau að leita sken mtunarinnarannar- staðar en heima hjá sér. Þannig hugsaði líka ungur maður, sem blað eitt í New York skýrir frá. Hann vann á daginn inni í borginni, þar til kl. 6 á kvöldin, var svo van- ur að borða kvöldverð á veitingahúsi nokkru og fara síðan á leikhúsið, eða eyða meiri hluta næturinnar út í borginni með kunningjum sínum. Einu sinni kom faðir hans inn til hans og spurði, hvort hann hefði ákveðið að fara nokkuð í kvöld, en sonurinn svaraði, að svo væri ekki. »Mér þætti mjög vænt um, efþúgætir verið með mér í heimsókn í kvöld,« sagði faðir piltsins. »A11 right, en hvar eigum við að mætast?« sagði sonurinn. Faðir hans hélt, að þeir gætu mæzt á vetingahúsinu »Columbia« kl. ý1^. Pilturinn bjóst við að heyra ræðu um það, að hann væri of mikið úti um næt- ur; stðan mundi faðir hans fara með hann á leikhúsið, hugsaði hann. Feðgarnir mættust á »Columbia« á ákveðnum tíma. »Við eigum að heimsækja stúlku, sem eg þekkti mjög vel á yngri árum mínum,« sagði faðir piltsins. Ungi maðuriun fór með föður sínum, en furðaði sig á því, að þeir fóru heim á leið, »Hún á heima í húsinu okkar«, sagði faðirinn, þegar þeir höfðu gengið um stund, en piltinum þótti það mjög undar- Iegt, að faðir sinn skyldi hafa ákveðið að þeir skyldu mætast á »Columbia«. Hann sagði þó ekkert. Þegar geir komu heim, gerði faðirinn son sinn kunnugan móðurinni og systur hans, eins og þau hefðu aldrei þekkst. Unga manninum þótti þessi viðburður mjög kynlegur og fór að hlægja, en bros- ið dó á vörum hans. Enginn hinna þriggja brosti einu sinni. En bæði móðir hans og systir heilsuðu honum með handa- bandi og hin fyrnefnda sagði, að hún hefði þekkt hann sem lítinn dreng, en hefði séð hann sjaldan nú í seinni tíð, og svo bauð hún honum sæti. »Það var ekki lengur neitt til að hlægja að«, sagði pilturinn, þegar hann varð eldri, »þó eg geti nú hlegið að þessu. Eg settist niður, og móðir mín sagði mér nokkrar skrítlur frá æskuárum mínum; þá hlóum við öll og ekki sízt eg. Síðan skemmtum

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.