Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 11

Frækorn - 04.12.1903, Blaðsíða 11
FRÆ.KORN. 163 Quðs musteri 11. Vér höfum talað um fyrri hluta Opinb. 11,19 og skilið að nokkru leyti þýðingu þess, að musterið varð opnað. Vér erum þá komnirað síðari hluta versins, sem talar um refsidóma, með þessum orðum: „urðu þá eldingar, hvellir, reiðarþrumur, jarðskjálfti og mikið hagl." Kristur kom ekki til þess að dæmaheiminn, heldur til þess, að heimurinn frelsaðist fyrir hann. En guðs orð er annaðhvort ylmur lífs- ins eða ylmur dauðans. Sá, sem ekki trúir á guðs son, er þegar dæmdur. Því þetta er dóm- urinn, að ljósið kom í heiminn. Menn bera ábyrgð eftir því Ijósi, sem þeir hafa meðtekið. Hafi guð ekki sent mönnum ljós ogsannleika, þá mundi hann ekki geta látið refsidóma koma yfir þá. Og þar sem hin síðasta kynslóð á jörð- unni mun hreppa hinar sjö síðustu plágur og verða fyrir þyngri refsidómum en nokkur önnur kynslóð, þá Ieiðir af því, að drottinn hefur sent þessari kynslóð meira ljós en nokkurri annari kynslóð. Opinb. 11,19 (síðari hluta versins) bendir einmitt á hina sömu viðburði, sem fram eiga að koma við enda heimsins, í hinni sjöundu plágu, sem er lýst í Opinb. 16. kap. Þar er sagt, að þegar hinn sjöur.di engill hellti úr sinni skál, komu eldingar, hvellir, reiðarþrumur, jarðskjálftar, og að vættarþungt hagl féll yfir mennina. Ekkert tímabil er gefið milli viðburða þessara. Allir kraftar himnanna munu komast í hreif- ingu og himinn og jörð munu skakast á sama tíma. Ritningin talar um eldingar í sambandi við regn (Jer. 10,13), og líka í sambandi við hagl (Sálm. Dav. 18, 7-15). Þegar talað er um eldingar og regn, er stundum talað um regnið sem guðsblessan yfir jörðina; en í teksta vor- nm er átt við viðburði í náttúrunni, sem hafa refsidóma í för með sér. „Vættarþungt hagl" er ekki hægt áð skoða öðruvísi. Þeir „hvellir", sem tekstinn talar um, virðist vera rödd drottins í náttúruviðburðunum, sem boða, að drottinn er sá, sem dæmir, og að drottinn og hans smurði hefur fengið vald yfir heiminum og mun ríkja að eiltfu (vers 15.) Já, þegar dagurinn breytist í nótt, sólin byrgist af niðdimmum skýjum, himininn verður eins og eldur, með því að þrumur og eldingar geisa, og vættarþungt hagl fellur á mennina, þá munu í sannleika heyrast hvellir, svo sterkir, skýrir og ógurlegir, að menn munu deyja af angistarfullri eftirvæntingu þess, er yfir allan heiminn mun koma. Þá er það, að „drottinn hrópar frá Síon og lætur rödd sína heyrast frá Jerúsalem, og himinn og jörð skelfast." Þá munu kraftar himnanna hrærast (Lúk. 21,26). Viðburðirnir, sem nefndir eru í hinu sjötta innsigli (Opinb. 6, 14), koma einnig heim við teksta vorn. Síðast í hinu sjötta innsigli mun himininn hverfa eins og samanvafið bókfell og hvert fjall og hver ey færast úr stöðvum sínum. Það, að himininn skakist, gengnr rétt á undan því, að hann umbreytist (Sjá. Heb. 1, 12 og 12,27) Einnig kemur það atriði í hinu sjötta innsigli, að „hvert fjall og hverey færðist úr stöðvum sínum", vel heim við hinn mikla jarðskjálfta, sem talað er um við sjöundu pláguna. Þessi eyðilegging er svo alger, að allt á jörðu hlýtur þá að umhverfast. Rétt í þessu kemur Jesús til Iausnar sínu fólki; þá upprísa hinir dauðu og þeir, sem Iifa, íklæð- ast, ásamt hinum upprisnu, óforgengilegri dýrð. IJá munu allar kynslóðir jarðarinnar kveinaog skelfast fyrir honum. (Opinb. 1,7). Þá munu konungar jarðarinnar, höfðingjar og hershöfð- ingjar, auðmenn og rikismenn, þegnar og þrælar fela sig í hellum og hömrum fjalla og segja til hamranna: „Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu þess, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; því nú er kominn sá mikli dagur hans reiði, hver fær nú staðist?"

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.