Frækorn - 25.12.1908, Qupperneq 1

Frækorn - 25.12.1908, Qupperneq 1
56 lallóa. Guði dýrð og foldu frið flutti drottins englalið: frið um óttu, frið um dag, frið á eftir sólarlag, frið á milli morgna óg kvelds, milli barna lífs og hels. Syng oss enn þá sigurspá, sveitin drottins hæðum frá. Syng svo hátt, að hver ein sál heyri lífsins friðarmál. Hærra, hærra, helgu ljóð, heyrnarsljó er Adams þjóð. Enn þá skortir ást og grið, enn þá ró og sálarfrið, enn, sem fyrri, himinn hár hrópar til þín synd og fár, ánauð, kúgun, ógn og blóð: Ómið hærra, Zíons Ijóð ! Þeir, sem ala vopnavöld, valda fornri sverðaöld; þeir, sem firnum safna seims, sulti pína þjóðir heims; þeir, sem s'herra!« hrópa mest, heilög boð guðs rækja verst. Kristur, sem í Betl’hemsborg barn ert fætt að græða sorg, t'æðst’ í oss og þroskast þar, þú ert leiðin frelsunar; aldrei fæst vort friðarhnoss, fyr en þú ert, guð, — í — oss. Matth. ]ochumsson,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.