Frækorn - 22.04.1909, Side 5

Frækorn - 22.04.1909, Side 5
FRÆKORN 61 gildi 1. jan. 1912, og verður þá líka öll sala áfengra drykkja í landinu bönnuð; en þeir vín- salar, sem þá liggja með áfeng- isbyrgðir óseldar, geta sent þær út úr landinu á 12 mánaða fresti. Geri þeir það ekki, verður það áfengi sem þeir á þeim fresti ekki senda út úr landinu, gert upptækt. Rær áfengisbyrgðir, sem ein- stakir menn kunna að hafa í vörzlum sínum 1. janúar 1912 er ekki skylt að flytja úr landinu. En eigendur þvílíkra byrgða eru tafarlaust skyldir að segja hlut- aðeigandi lögreglustjórum til þeirra, og skulu þeir eða um- boðsmenn þeirra rannsaka þær þá þegar, sémjanákvæmaskýrslu yfir þær og merkja öll áíengis- ílát glöggu heimildarmerki á þann hátt, er stjórnarráðið skiparfyrir um. Þessi rannsókn áfengis- byrgða skal endurtekin á 6 mán- aða fresti, meðan nokkrar því- líkar áfengisbýrgðir eru til, og skulu þá jafnframt ónýtt heimild- armerki á þeim ílátum, er tæmd eru. Afengi það ér hér ræðir um, má aldrei flytja burt af heimili eiganda, nema hann flytji sjálfur búferlum eða það sé áður gert óhæft til drykkjar. »Nú sést maður ölvaður, og skal þá heimilt að leiða hann fyrir dómara. Skal hann skyld- ur til að skýra frá, á hvern hátt hann hafi ölvaður orðið, og sé það af áfengi, þá hvernigoghjá hverjum hann hafi fengið það. Óhlýðnist hann að mæta fyrir dómara, eða svara spurningum, er dómari leggur fyrir hann, skal dómari halda honum til hlýðni með hæfilegum sektum, þó ekki lægri en 10 krónum í hvert skifti.« Kaþólsku prestarnir ferigjusér- stakt leyfi til þess að láta flytja frá útlöndum messuvín, er nauð- synlegt sé til altarisgöngu í kirkj- um þeirra, þó í því sé meir af vínanda en 2l/4°/0- Rjóðkirkjan, fríkirkjan og s. a. söfnuðurinn hafa ekki óskað eftirslíkumund- anþágum handa sér, og er það þeim auðvitað til sóma. Meðan á umræðunum stóð í þinginu, heyrðum vér einn með- al áheyrenda segja, að það »væri munur á þessu fyrir kaþólsku prestana, því að þeir drykkju alt niessuvínið sjálfir«. Athuganir við þau orð gerast hæglega af hverjum og einum. A umræðunum var í þetta skifti lítið að græða. JóníMúla sagðist hafa verið svo heppinn að ná í skýrslu frá Ameríku yfir bannlögin. Væri skýrslan frá 1906, og þótti sjálfum honum mikill fengur að henni. En mikill galli var á henni, að framfarir hinna síðustu 3 ára voru eðlilega ekki í henni. Og því var margt herfilega vitlaust hjá þingmanninum, eins og til að mynda það, að aðeins 3 fylki hefðu nú bannlög, með- an sannleikurinn er sá, að rúm- ur helmingur allra Bandaríkja- manna lifir nú undir bannlögum, og að fylgi þeirra vex daglega stórum. Bannlögin fengu allgott fylgi í deildinni, og er það gleðilegt. Sérstaklega tókum vér eftir því, að 1. þingmaður Reykvíkinga, dr. Jón Rorkelsson, nú greiddi at- kvæði með þeim úr deildinni. Varla var von á svo góðu. Nú vona bannvinirnir, að efri deild fari eins vel með málið og raun er á orðin um neðri daild. Rcglur um kirkjusókn. 1. Farðu til sætis með inni- legri bæn um, að orðið verði þér til uppbyggingar. 2. Fjarlægðu allar óhreinar hugsanir úr huganum. 3. Séu áheyrendar fáir, er gott að vera nær ræðustólnum, og þar eð maður ekki veit, hve margir munu koma, er ætíð bezt, að þeir, sem fyrst koma, taki sæti næst ræðustól. 4. Komdu aldrei of seint! F*að truflar aðra. 5. Ef gangur erí miðrikirkju, er mjög æskilegt, að sá, sem fyrst kemur, fari inst í bekkinn; þeir, sem síðar koma, ættu ekki að þurfa að fara fram hjápðrum til þess að fá sæti. Alt slíkt trufl- ar. 6. Far ekki út meðan á guðs- þjónustunni stendur. 7. Hræktu ekki á gólfið í kirkjunni. Rað er ætíð óvið- kunnanlegt, og sérstaklega á það illa við í guðs húsi. 8. Sýndu hina mestu athygli því, sem guðsþjónustunni tilheyr- ir, sérstaklega bæn og prédikun. 9. Sýngdu með, þegar sung- ió er! Söngmenn eru ekki til þess hafðir, að þeir syngi í stað safnaðarins, heldur eiga þeir að hjálpa honum að syngja. 10. Talaðu ekki við neinn, meðan guðþjónustan fer fram. 11. Regar þú ferð út úr kirkju, áttu með fjálgleikaaðhugsa um þau sannindi sem þú hefir heyrt, og leitast við að gera þau að virkilegleika í lífi þínu.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.