Frækorn - 22.04.1909, Side 12
68
Frá andarslitrum Bakkusar.
Eftirfarandi grein birti eg í
♦ Þjóðólfi. 2. þ. m.:
.Áréttinsr' handa herra Maznúsi
dýralækni Einarssyni.
Það hlýtur að hafa vakið óvenju-mikla
reiði hjá dýralækninum, að eg skuli
dirfast að sýna fram á verstu lokleys-
urnar í bæklingi hans um bannlögin.
Eftir því sem skilja má á siðasta tbl.
Þjóðólfs, þá Iangar liann til þess að
hafa »bannlög« - ekki gegn brenni-
víni, heldur gegn penna mínum!
Svo mjög hefir grein mín í »Fræk.«
12. þ. m. haft áhrif á hann.
Ekki leitast dýralæknirinn við að bera
fram neitt móti mér, annað en dylgjur
aðdróttanir um óráðvendni t rithætti
o. s. frv.
Og fyrir þessum gífurlegu sakargift-
um gagnvart mér er þó ekki borið
fram hið allra minsta af röksemdum.
Órökstuddir sleggjudómar. Eað er
alt og sumt.
Hvaða erindi hafði nú þetta »góð-
gæti« í »í>jóðólf«, þar sem eg ekki
hafði ritað hálft orð gegn hr. M. E. ?
Hér við bætist, að hr. M. E. gerði
fyrirspurn í talsíma til mín, hér um bil
15. þ. m., hvort eg vildi taka svar í
»Frækornum« frá sér.
Eessu svaraði eg auðvitað hiklaust
játandi. Hið eina, sem eg tók fram,
var það, að svarið ætti helst ekki að
vera lengra en grein sú, sem það átti
við, og anzaði hann þá, að það rúm
væri fullnægilegt handa sér.
Ef nú eitthvað hefði verið rangt í
grein minni gegn hr. M. E., þá hefði
það verið lafhægt fyrir hann að leið-
rétta þetta, þar sem ^Frækorní^ höfðu
lofað að taka svar. — Og hver maður,
sem hefði haft trú á máistað sín-
um hefði auðvitað krifað »áréttinguna«
í það blað, þar sem það var prentað,
sem þurfti hennar við. Hefir M. E.
ekki treyst málstað sínum til að þola
dagsliósið? Ekki treyst sér til þess að
að verjast í því blaði, þar sem hann
þurfti þess? Hví hleypur hann - að
fengnu loforði fyrir rúmi í »Fræk.« —
yfir í annað blað og ritar skammir og
usar aðdróttanir gegn mér?
FRÆKORN
Skyldi dýralæknirinn ekki hafa vit á
að skammast sín fyrir aðra eins aðftrð.«
»Oæsalappir« í grein minni í »Fræk.«
standa alstaðar, þar sem þær eiga að
standa. Hvergi er hr. M. E. eignað orð
eða meining, sem hann hefir ekki við-
haft.
Herra M. E. ákærir mig íyrir að hafa
farið ógætilega með gæsalappir. Sjálf-
ur getur hann ekki einu sinni tilfært
rétt nafn blaðs míns(!!).
En að bæklingur hans var svo illa
hugsaður og svo íullur af höggstöðum,
að hann varð hálf-hlægilegur í augum
margra, það er ekki mín skuld.'
Með aðdróttunum um óráðvendni eða
ritsvik hefir hr. M. E. brotið lög á
mér, og það væri hægt að fá hann
dæmdan fyrir það.
En eg sé ekki, að nauðsyn beri til
þess. Mannorð mitt er víst alveg
óskemf, þrátt fyrir þessa »ritmensku-
pest« úr dýralækninum.
Og því sleppi eg þessu.
Hins vegar skal eg endurtaka það
hér á prenti, sem eg sagði honum í
talsíma um daginn, að honum er hjart-
anlega velkomið að sýna fram á það í
blaði mínu »Frækornnm«, að hann haft
rétt fyrir sér — ef hann getur gert
það.
Taki hann ekki þessu boði, þá á hann
enga heimtingu á, að einu orði sé trúi
að af því, sem hann héðan af kann að
rita í þessu máli mér viðvíkjandi.
Reyjavík 28j8 1909.
David Östlund.
Viti menn! Svo mikla sóma-
tilfinningu átti dýralæknirinn þó,
að hann 5. þ. m. »birtist« sjálf-
ur hjá mér með eftirfarandi:
Plstill til herra Davids Ostlunds.
Eg skyldi nú hafa gert yður rangt
til, hr. ritstjóri, er eg gat þess til í
„Þjóðólfi" um daginn, að það mundi
ekki stafa af vitskorti yðar, hvernig rit-
gjörð mín um aðflutningsbannið um-
hverfðist öll í „Fræk"., þegar þér höfðuð
haft hana til meðferðar í huga og hönd.
Mér þykir leitt, að eg skyldi gera mér
of háar hugmyndir um gáfnafar yðar,
og var það vel til fallið, að þér sjálfur
urðuð til þess að leiðrétta mig, enda lofa
eg því, að eg skal ekki eftirleiðis meta
yður meira en vert er
Eg tel árangurslaust að fara að prenta
upp ummæli yðar og tilsvarandi kafla
úr grein minni, og bera þetta saman.
Yður yrði líklega ekkert gott af því, og
aðrir, sem hvorki eru „einsýnir" eða
„blindir", þurfa þess ekki með. Auk
þess hygg eg, að mér yrði ókleift að elta
yður á gæsarlöppunum, svo að eg næði
á yður því taki sem með þyrfti, þegar
skeiðvöllurinn er ekki lengri en 4 dálk-
ar í einu „Fræk".
Frásögn yðar um símtal okkar er að
mestu leyti rétt; aðeins gleymist yður að
geta þess, að eg bað aldrei um rúm í
blaði yðar. Fyrirspurnina um það, hvort
mér væri heimilt rúm, e/egskyldi vilja
svara í „Fræk"., gerði eg aðallega til
þess að prófa frjálslyndi ritstjórans, og
þetta próf stóðust þér með tofi.
Þér eruð, hr. ritstj., reiður mér fyrir
það, að eg skuli hafa skrifað „skammir
og röklausar aðdróttanir" gegn yður í
„Þjóðólfi" en ekki í „Fræk"., og viljið
að eg hafi „vit á að skamniast mín fyr-
ir aðra eins aðferð". Þetta er að lík-
indum rétt hjá yður; ef um slíkt hefði
verið að ræða, þá nuin það hvergi hafa
átt betur heima en í yðar blaði.
Eg brá yður um að þér færuð ógæti-
lega með „gæsarlappir". Slíkt má sanna
hvenær sem vill, en eg geri það ekki
nú, af því að slíkar sannanir eru áétíð
rúmfrekar á prenti. En aðdróttun mín
gegn yður um óráðvendni í rithætti
þarf ekki að vera lengur rakalaus, enda
er hægt að færa þau rök í stuttu rnáli.
Yður laugar til að hrekja aðalkenn-
ingu mína gegn aðflutningsbanninu, þá
kenningu, að þjóð, sem láti af baráttunni
við áfengið, verði því að bráð fyr eða
síðar; þessa baráttukenningu segið þér
vera hrakspá og ímyndun eina, þar sem
reynslan gangi þvert á móti .
Og lengsta reynslu segið þér á bls.
30 í „Fræk". vera frá „ríkinu Maine í
Ameríku“:
„Þarhafamenn lifað undir algerð-
um bannlögum síðan 1851, l alls
58 ár“.
Nú neitar stórtemplar hér á landi, að
aðflutningsbann sé í rikinu Maine og
því neitar lika hr. David Östlund fyrir
munn stórgæzlumanns í Hástúku, Quy
Hayler, því að í sama tbl. „Fræk"., bls.