Lögrétta - 01.01.1933, Síða 1

Lögrétta - 01.01.1933, Síða 1
LÖGRJETTA XXVIII. ÁRG. 1 9 3 3 2 1. HEFTl tlm víða veröld Sftir Vílhj. Þ, Gíslason Tiítler og (ayðíngetr Eitt af því, sem vakið hefur mesta athygli í Þýskalandi, síðan Hitler og flokkur hans náðu þar völdum, eru Gyðingamálin svo- uefndu, eða barátta sú, sem flokkurinn hef- 1,1 tiafið gegn Gyðingum. En sú barátta hef- ur orðið til þess, að fjöldi Gyðinga hefur Guið land eða verið vísað úr landi, þar á með- al mörgum háskólakennurum. Þessi Gyð- ingamál eru einkennileg og athyglisverð og’ verður því sagt hjer dálítið frá þeim. Alls voru í heiminum í stríðsbyrjun nærri b' miljónir Gyðinga, þar af um tveir þriðj- ungar í austui*- og suðaustur Evrópu, en um 600 Þúsundir í Þýskalandi. Þessir þýsku Gyð- ingar hafa verið talsvert athafnamiklir í býsku þjóðlífi, einkum í fjármálum og at- vinnumálum og vísindum og einnig nokkuð í stjórnmálum. Gyðingar hafa lengi verið illa sjeðir af mörgum Þjóðverjum og viðsjár orð- ið þess vegna í opinberu lífi. Morðið á Rat- henau er m. a. ljóst dæmi þess. Andsemíta- ineyfingin, eða antisemítisminn, hefur átt bvað mest ítök í Þýskalandi. Einnig hefur 'erið þar öflug hreyfing, eða kenning, hin norræna eða germanska hreyfing, sem bein- línis og óbeinlínis hefur eflt andúðina gegn Gyðingum. Á uppgangsárum Þjóðverja á síðasta fjórð- ungi síðastliðinnar aldar og á þessari öld liam að heimsstyrjöld, óx Þjóðverjum á all- ciJ lundir kjarkur og trú á sjálfa sig. Þessu fylgdi nrijög aukin trú á gildi og kraft þess kynstofns, sem afrekað hafði getað öllu því, sem Þjóðverjar gerðu, trú á germanskt kyn. Eynbáikahugíeiðingar og rannsóknir færðust injög í vöxt og svo virtist Þjóðverjum, sem allar þær rannsóknir beindust mjög í þá átt, að sanna yfirburði og menningargildi hins hreina germanska kyns. Rit Chamberlain’s um undirstöður 19. aldar er gott sýnishorn alls þessa hugsunarháttar og allrar þessarar stefnu, en þeirri bók ljet Vilhjálmur Þýska- landskeisari á sínum tíma dreifa um alla skóla Þýskalands. Þótt sumir þýskir fræði- menn hafi gagnrýnt harðlega bók Chamber- lain, hefur sá andi, sem í henni ríkir, haft mjög mikil áhrif á opinbert líf í Þýskalandi. Rit dr. Hans Giinthers um þessi mál, hafa síðar haft svipuð áhrif. En jafnframt trúnni á hið germanska kyn, og virðingunni fyrir því, hefur vaxið andúðin gegn öðrum kyn- bálkum, fyrst og fremst gegn Gyðingum, því að þeir sjeu annarleg þjóð og af öðrum anda og vinni á móti germanskri menningu. Þessi skoðun hefur á síðustu árum komið einna greinilegast fram hjá Adolf Hitler, svo að þau tíðindi, sem nú hafa verið að gerast í Þýskalandi gagnvart Gyðingum — hvað svo sem rjett er í einstökum atriðum í því, sem deilt er um daglega atburði þar — eru rökrjett afleiðing af þeirri stefnu, sem Naz- istar hafa árum saman haldið fram í þjóð- ernismálum. Hitler hefur gert einna samfeldasta grein fyrir afstöðu sinni til Gyðingamálanna í 11. kapítulanum í bók sinni Barátta mín (Mein Kampf), en sá kafli heitir Volk und Rasse og verður sagt hjer ofurlítið frá honum. Kynbálkarnir eiga að vera hreinir og hrein. ræktaðir, segir Hitler. Blöndun er til ills eins. Sá sterkari á að ráða og á ekki að blandast hinum veikari og fórna þannig sín- um eigin styi'kleika. Baráttan og stríðið er hið eina sanna og sæmilega uppeldi.því að það lætur hinn sterka lifa og hinn veika deyja. Það hreinræktar kynið. Ef þetta væri

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.