Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 7

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 7
13 LÖGRJETTA 14 geta menn t. d. fengið úr því cellótóna. Tæki þetta á að hafa verið reynt á útvarpsstöðinni í Vínarborg og er látið vel af. Hvað sem því líður um þetta tæki, þá eru merkilegar til- raunir þær, sem til grundvallar liggja öllum tækj unum, sem hj er hafa verið nefnd, tilraun- irnar til þess að endurbæta hina vjelrænu tón list og víkka verksvið hennar. Það er ekki óhugsandi að einhver ný tónlist geti orðið til úr þessu, eða að minsta kosti betri og almenn- ari útbreiðsla góðrar tónlistar. Þegar talað er um vjelræna tónlist, má líka geta þess, að ýmsar tilraunir eru gerðar til þess að gera lesturinn einnig vjel- rænan, að finna upp vjel, sem getur lesið bækur. í Ameríku hafa menn búið til lestrar- vjel, sem getur „lesið“ bækur, sem sjerstak- lega eru gerðar fyrir vjelinajNú segist kenn- ari einn í Berlín, SchuðSfwski, hafa fundið upp, eftir margar tilraunir, aðra og betri lestr arvjel, sem geti lesið upphátt algengar prent- aðar bækur. Vjelin er rafmagnstæki, þar sem bókstafirnir hafa mismunandi ljósáhrif á sjerstakan part vjelarinnar, sem aftur stendur í sambandi við áhaldið, sem fram- leiðir hljóðin og er ekki ósvipað því sem not- að er í talmyndum. Ef þetta reynist sæmilegt áhald þegar til á að taka, er það merkilegt og gæti orðið að ýmsu gagni, t. d. fyrir blint fólk. Tílbúínn áburður Svonefndur „tilbúinn áburður" hefur mik- ið rutt sjer til rúms hjer, eins og víða ann- arsstaðar, á síðustu árum og þótt mikil bót í búi. Raddir hafa þó heyrst um það, að slík- ur áburður væri skaðlegur fyrir jarðveginn þegar til lengdar lætur að minsta kosti. Præðimenn, sem um þessi efni fjalla virðast þó ekki vera á þessari skoðun og er í því sam- bandi athyglisvert erindi, sem Sir Frederick Keeble flutti í Royal Institution í London í sumar og kallaði „Nitrogenhungur heims- ins“. Hann sagði þar, að nitrogenáburðurinn ■Vrði ekki einungis til þess að auka sprettu, auka framleiðsluna á besta skepnufóðrinu, grasinu, heldur einnig til þess að bæta það, betra fóður fengist eftir nitrogenið en ella og þar með betri afurðir af skepnum þeim, sem neyttu þess. Hann taldi einnig, að af- leiðingar þess væru ennþá víðáttumeiri, því að hin auknu ræktunarskilyrði, sem hinn ný- tísku nitrogenframleiðsla hefði í för með sjer, gætu einnig orðið til þess að bæta heilbrigði manna og vinna bug á sumum sjúkdómum, ef rjettilega væri á haldið, því að með þessu væru stórum auknir möguleikar á fratn- leiðslu fjörefnaríkrar og hollrar fæðu. Sir Frederick taldi það merkustu uppgötvun mannsandans á síðustu tveimur áratugum, og ef til vill mikilsverðustu byltingu sögunn- ar og affarasælustu fyrir mannkynið, þegar það tókst að finna aðferðir til þess að vinna nitrogen úr loftinu og finna aðferðtr til þess að láta það sameinast vatnsefni og öðrum efnum. Með þessu hefur sem sje fundist að- ferð til þess að framleiða örar og meira en náttúran gerði áður eina mikilsvarðandi fæðu f.vrir miklu fleira fólk en nú er í heiminum. Fyrir tæpum tuttugu árum, sagði Sir Frederick ennfremur, var alt nitrogen, sem fyrir kom á jörðinni og í líkömum jurta og dýra, orðið til á einn og sama hátt. 1 öllum jarðvegi, eða í öllum frjósömum jarðvegi, eru ógrynnin öll af gerlum og meða! þeirra gerlar, sem hafa þann hæfileika, að geta losað nitrogen úr loftinu og sameinað það öðrum efnum. Þessir gerlar og þeir ein- ir koma nitrogeninu í það frjósama sam- band, sem getur gert það að hæfri fæðu fyr- ir fyrir jurtir og dýr. Byltingin, sem Sir Frederick talar um, er í því fólgin að menn hafa nú fundið upp nýjar aðferðir til þess að margfalda slíka starfsemi náttúrunnar. Sir Frederick Keeble ljet einnig í ljós þá merkilegu skoðun, að auðn og ófrjóseroi margra hinna víðáttumiklu eyðimarka jarð- arinnar mundi ekki aðallega vera sprottin af regnskorti, eins og alment er álitið, heldur öllu fremur af nitrogenskorti, enda virðnst stór svæði vera að leggjast í órækt af þeim sökum, þótt þau njóti nokkurs regns. Harm segist því trúa á möguleika þess, að með hjálp nitrogensins megi seðja hungur eyði- markarma og rækta þær upp að einhverju ,leyti.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.