Lögrétta - 01.01.1933, Side 10

Lögrétta - 01.01.1933, Side 10
19 LÖGRJETTA 20 frásögn, hitt er saga norsks landbúnaðar eftir Hasund (Várt landbrugs Historie). Búnaðar- og atvinnusaga yfirleitt er einn af merkustu þáttum sögunnar og búnaðarsaga Norðmanna sjerstaklega er að mörgu leyti athyglisverð fyrir Íslendinga. TAest lesner bæhur, í Publishers Weekly var nýlega athyglis- verð skrá um bóksölu í Ameríku á árunum 1919—1932 og sýnir hún hvaða bækur hafa verið mest lesnar þar á þessum tíma. Sjö mest lesnu bækurnar eru allar skáldsögur og í þessari röð: Buck: The Good Earth (Góð jörð), Lewis: Main Street. Hutckinson: If winter comes. Hull: The Sheik. Ferber: So Bilb. Wilder: Bridge of San Lus Rey. Re- marque: Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Allar þessar bækur eru til á Norðurlanda- málum og sú síðastnefnda einnig á íslensku. Ef talið er á sama hátt næsta aldarfjórðung- inn, eða þar um bil, fyrir 1919, þá var „Quo Vadis“ mest lesna bókin (ísl. þýðing eftir Þorst. Gíslason) og var meira lesin en nokk- ur hinna. f Englandi voru mest lesnu bæk- umar á síðastliðnu ári (1932) að því er Pu- blisher and Bookseller segir: Beverly Nich- ols: Down the Garden Path, Charles Mor- gan: The Fouentain (Uppsprettan), Cavai- cade, leikrit eftir Noel Coward og Brave New World eftir Aldous Huxley, einn hinn besta og skemtilegasta meðal ungra enskra höf. Flowering Wilderness eftir Galsworthy var sjöunda mest lesna bókin á árinu, síðasta bókin, sem ýt kom eftir hann áður en hann dó, ágæt bók (til á Norðurlandamálum). Af öðrum mest lesnu bókunum í Englandi á þessu sama ári má nefna For Sinner Only eftir A. J. Russell- Bókaútgáfa í Bandaríkj- unum var dálítið minni 1932 en 1931, en meiri í Englandi. Mest kemur út af skáldsögum í báðum löndunum. 1932 komu út í Englandi 1828 nyjar skáldsögur, 84 þýddar sögur og 2289 nýjar útgáfur af eldri skáldsögum. Mest er bókaútgáfan þó í Þýskalandi, þar komu út í fyrra rúml. 24 þúsund bækur, í Ítalíu rúml. 12 þús., í Frakklandi næstum 10 þús. og í Danmörku 3138 bækur. Sftlr ýTnatole Trance Herra Roman lagði bókabúnka á búðar- lx)rðið. „Jeg bið yður, herra Blaigot", sagði hann við bóksalann, „að senda mjer þessar bækur. Meðal þeirra eru „Móðir og sonur“ „Minningar frá frönsku hirðinni" og „Erfða- skrá Richelieus“. Jeg væri yður þakklátur ef þjer vilduð bæta við þetta þeim nýútkomnu söguritum, sem þjer hafið, einkum öllum bókum um Frakkland eftir dauða Hinriks IV. Jeg er mjög sólginn í slík rit“. „Það er rjett af yður“, sagði minn ágæti kennari. ,,Söguritin eru full af smámunum, sem eru ágæt dægradvöl fyrir aðalsmann. Menn eiga það víst að rekast þar á urmul af smáskrítnum frásögum". „Herra ábóti“, sagði herra Roman, „það, sem jeg leita að hjá sagnariturunum, er ekki ljettúðarleg dægradvöl, heldur alvarleg við- fangsefni. Og mig tekur það afarsárt þeg- ar jeg sje, að blandað er saman sannleika og missögnum. Jeg rannsaka gerðir mannanna til þess að kynnast stjóminni á þjóðunum og leita í sögunni leiðbeininga um það, hvernig stjórna á“. „Þetta er mjer vel kunnugt, herra minn, svaraði minn ágæti kennari. „Ritgerð yðar um konungdæmið er svo alkunn, að menn vita það, að þjer hafið dregið stjómmála- stefnu yðar af sögunni“. „Já“, sagði herra Roman, „jeg er sá fyrsti, sem hef sýnt þjóðhöfðingjum og ráðherrum fram á þau grundvallaratriði, sem þeir mega ekki áhættulaust víkja frá“. „Þessvegna sjáist þjer, herra minn, á tit- ilblaði bókar yðar í mynd Mínervu, þar sem þjer haldið að ungum konungi spegli, sem mentagyðjan Clíó, sem svífur yfir höfði yð- ar, rjettir yður, og þetta gerist í vinnustofu, sem prýdd er málverkum og standmyndum. En takið þjer mjer það ekki illa upp, herra minn, þótt jeg segi yður það hispurslaust, að þessi mentagyðja er lygari og hún rjettir yður spjespegil. f sögunni er lítill sannleikur. Og þær fáu staðreyndir, sem menn eru ásátt- ir um, eru þær, sem stafa frá einni einustu heiinild. Sagnfræðingar komast einlægt í

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.