Lögrétta - 01.01.1933, Síða 12

Lögrétta - 01.01.1933, Síða 12
23 LÖGRJETTA 24 ófreistað til þess að gera hana sem full- komnasta. Fræðimennirnir lofuðu því, að verða við óskum þjóðhöfðingjans og tóku til óspiltra málanna. Eftir tuttugu ár komu þeir aftur að húsum konungs og höfðu með sjer lest tólf úlfalda, en hver úlfaldi bar fimm hundr- uð bindi bóka. Ritari vísindafjelagsins fjell fram á fótskör hásætisins og mælti svo: „Herra, fræðimenn ríkis yðar njóta þeirrar sæmdar, að leggja fyrir fætur yðar mannkynssögu þá, sem þeir hafa skrifað handa yður. Hún er í sex þúsund bindum og í henni er alt það, sem við gátum grafið upp um siði þjóðanna og misjafnt gengi konungsríkjanna. Við tókum upp hinar fornu sagnir, sem til allrar hamirigju eru ennþá til, og útskýrðum þær með fjölda athuga- semda um landafræði, tímatal og heimildir. Formálinn einn er klyfjar á úlfalda og eftir- málanum varð með erfiðismunum komið fyr- ir á öðrum úlfalda. Konungurinn svaraði: Herrar mínir, jeg þakka yður fyrir á- stundun yðar. En jeg er mjög tímabundinn af stjórnarönnum. Svo hef jeg elst meðan á starfi yðar hefur staðið. Jeg er, eins og persneska skáldið segir, hálfnaður á lífsins leið og þótt gert sje ráð fyrir því, að jeg lifi til hárrar elli, er ekki skynsamleg von til þess, að mjer vinnist tími til að lesa svo langa sögu. Hún á að varðveitast í skjala- safni konungsríkisins. Viljið þjer gera svo vel og semja fyrir mig ágrip af henni, sem betur er við hæfi hins stutta mannlífs. Persnesku vísindamennimir unnu aftur í tuttugu ár. Þá færðu þeir konunginum fimtán hundruð bindi á þremur úlföldum. Herra, sagði ritarinn með veikri rödd, hjerna er nýja ritið okkar. Við álítum, að við höfum ekki hlaupið yfir neitt það, sem máli skiftir. Það er gott, svaraði konungurinn, en jeg mun ekki lesa hana. Jeg er aldurhniginn. Langvinn störf eiga ekki við minn aldur. Styttið þið ennþá meira og hikið þið ekki. Þeir hikuðu svo lítið, að eftir tíu ár komu þeir aftur og höfðu með sjer ungan fíl, sem bar fimm hundruð bindi. Jeg get hælt mjer af því, að hafa verið Vorvísa, Nú fylla vorsins fögru rómar hvern fjalladal; um jökulstól og hafsins voga loftið Ijómar af langra júnídaga sól. í fjallsins þunga fossakliði við finnum vorsins afl og þrótt. 1 dalsins ljetta lækjaniði á Ijúfan draum hin bjarta nótt. Þ. G. stuttorður og gagnorður, sagði ritarinn. Samt urðuð þjer ekki nógu stuttorður, svaraði konungurinn. Jeg er kominn á graf- avbakkann. Styttið það, styttið þið ef jeg á að læra sögu mannanna áður en jeg dey. Eftir fimm ár kom ritarinn — hann var ritari vísindafjelagsins æfilangt — aftur til hallarinnar. Hann gekk við hækjur og teymdi lítinn asna og asninn bar þykka bók á bakinu. Flýtið þjer yður, sagði hirðmaður einn, konungurinn liggur í andarslitrunum. Og vissulega lá konungurinn á banasæng sinni. Hann rendi banvænum augunum til vísindamannsins og þykku bókarinnar og andvarpaði: Jeg verð þá að deyja án þess að þekkja sögu mannanna. Herra, svaraði fræðimaðurinn og var sjálfur eins að dauða kominn og konungur- inn, jeg skal segja yður hann í þremur orð- um: Þeir fæddust, þeir þjáðust, þeir dóu. Svo að þrátt fyrir alt lærði konungurinn í Persíu mannkynssöguna áður en hann dó. Óðinn, 1. hofti 29. árg., er nýkominn út, með fjölda mynda og greina um einstaka menn. Auk þess er þar ritgerð um för sjera Arnljóts heitins Ólafssonar til Grænlands 1860, í leiðangrinum, sem finna átti leið til símalagningar yfir Atlants- haf, og í næsta hefti kemur dagbók hans frá ferð- inni. þá er þar grein um Vatnsdal, eftir Guðmund Daviðsson, og framhald af æfisögu sjera Frið- riks Friðrikssonar.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.