Lögrétta - 01.01.1933, Side 15

Lögrétta - 01.01.1933, Side 15
29 LÖGRJETTA 30 við hljóma snjalla, sem hrífa alla. Veit oss frá gröf þína vildargjöf. Við bjarnyl þinn lagði bam hvert kinn. Við stjarnanna glans við stigum dans. Bárum eld á braut, sem aldrei þraut. Söngur fór um jörð og sól um fjörð, er örninn kvað á Álestað. Danmörk dáði þig. Danmörk hylti þig. Það mun eigi gleymt, en í minnum geymt. Hún hóf þinn hag. Það skal heyrt í dag: Hlý kom þjer hönd frá Hertu strönd. Sú hlýja hönd gerði hjartans bönd nátengd við þann hinn norska mann. Þar áttir þú ást, sem aldrei brást. Seg með hughrifi hátt: Danmörk lifi! Svíþjóð kom síðar með sæmdir fríöar, sem gáfu glansinn. Það var gullkransinn. Svíagrund signa söngvar, og tigna hreystinnar hreimlj óð. Heill þjer, Svíþjóð! Djörf og dáðrik ljóð dýrkar Svía þjóð, eins og örnim: kvað á Álestað. Felur útalda ey með snæfaida, bláa bergsali og breiða dali. Gleymt er ei þar, hverja geisla 'oar yfir bygð og ból Björnstjernes sól. Þar er eldur og ís. En orðsins pris lifir, og lengi hefur laðað méngi málskrúð í rím-im frá myrkum tímum, sótt í Eddu óð, það er Island. — Hljóð! Dreymdi fjalldali dýra goðsali, er örninn kvað á Álestað. Hljómur fór um Sund og Hertu lund, er örninn kvað á Álestað. Svíþjóð kom seint, En sáuð þið hreint sólheiði glóa yfir sænska skóga? Genguð þið þar brautir um grýttar lautir. Bæði björn og stjarna bú eiga þama. Nafnfræga Noregs þjóð, Norðmanna sveinn og fljóð, gott hlaustu gjafval, gx>ða frá hásal veitt, hið víðkunna vín Suttungs brunna. Skarpur skáldvígur skóp Noregs sigur. Þú, Noregur, skínandi í skýjum, þar skáldin í fjallborga vígjum krýnd sitja’ í kápum dýrum sem kóngar í ævintýrum.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.