Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 17
33
LÖGRJETTA
34
Síöurðar kvíð<a ‘Táfnísbana Sftír Sígurjón ‘Tríðjónsson
I. Á 'HíndarfjallL. S’ramh,
4. Undrun.
Guðfagra mey! pann heita eld í æðum
ólgandi skópu máttug himinrögn.
Hliðar og brúnir loga í geislaglæðum;
glatt er í dal — hjer efra heilög þögn.
Guðfagra mey! Mun Freyja sjálf hjer sofa?
Sigrum og frægðum' dauði yfir vofa?
Sterkari viti, meiri frægð og fræðum
finn jeg hjer ríkja þróttug dularmögn.
Guðfagra mey! Jeg finn í fyrsta sinni
að frægðarlöngun takmörk eru sett.
Sterkara afl brýst um i sálu minni
öllu sem fyr jeg þekti um lög og rjett.
Guðfagra mey! J)ó Freyja sjálf hjer sofi,
sigrum og frægðum dauði yfir vofi
förum ei getur iiýtt úr nálægð þinni
fjötraður vilji. Eitt er þungt og ljett.
Sól skín um lönd — en sorta ber að tindi;
sviplega byltir skýjum nær og fjær.
Óþektu mögnin strcyma og leiftra í lyndi
með ljúfan draum — en bak við ótti grær.
Mjer gefur sýn í nýja hugar heima.
Hlýtt og blítt finn jeg mjer um sálu streymo,
Finn að hjá þjer er lífsins æðsta yndi
— ef til vill líka það, er sárast slær.
i’æðum mínum um þjóðveldið. Hvorki er
þarna Sigrún á Sunnuhvoli nje Árni.
Einnig- eru til sýnis hátíðaljóð („leilighets-
sange‘), blaða og tímaritagreinir, ræður og
ýmislegt annað, er liggur eftir Björnson.
Gnnfremur er fjöldi rita og ritgerða um
Björnson, ávarp til hans, m. a. eitt frá ís-
lendingum, o. fl., er hann varðar.
Loks skal jeg geta þess, að þarna er sægur
allskonar mynda af Bjömson. M. a. er hel-
gi’ím.a hans og mót af hægri hendi hans, gert
að honum liðnum. Þarna er myndin eftir
Lenhach, sem Konow talar um í ritinu um
Ljörnson, sem þýtt hefur verið á íslenslcu.
Hún er nokkuð ólík öllum öðrum myndum
af Björnson og ekkert afbragð að mínu
v*ti- Einna mest gaman hafði jeg af skop-
ftiyndunum af Björnson“.
5. Freyjufull.
Gestur, jeg færi þjer fornan drykk
fullan af göldrum ljósum.
Hamingja yfir og undir býr.
Alt er í rósum;
baðað í bemskunnar rósum.
Gestur, jeg færi þjer fornan drykk
fullan af líkn og óði. j
Hamingja yfir og undir býr
eilífu ljóði,
æskunnar eilífa ljóði.
Gestur, jeg færi þjer fornan drykk
fullan af von og gleði.
En — sá, er drekkur liann alveg út
alt á í veði;
leggur sitt lán að veði.
Gestur, jeg færi þjer fornan drykk,
fegurstu gróðrar kynni.
En — í dreggjunum leynast harmur og heift,
lmfðu í minni,
hafðu það lengi í minni.
\
6. Milli vonar op ótta.
Fast sefur þú kæra við svanhvítt lín;
sefur með bros á vörum.
En ef að þú vissir um eymslin mín
af eldinum, sem jeg reið til þín
aleinn í förum;
einn til þín einnar í förum.
Liðinn er dagur og liðin nótt;
leiftrar að skýjabaki.
Til alllítils hef jeg um eldinn sótt;
orðið er smátt um minn fyrri þrótt.
Aleinn jeg vaki;
yfir þjer einni jeg vaki.
Ljósgeislum dreifir dagur nýr.
Dapur jeg h.vgg til ferða.
En það sem ósk minni undir býr
er hjer bundið og frá ei snýr.
Svo mun það verða.
Svo mun það lengi verða.