Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 25

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 25
49 LÖGRJETTA dagslega og hið skáldlega. Hann bljes nýju lífi í sögulega skáldsagnagerð, enda er hann tíðuin nefndur f a ð i r þeirrar bókmenta- greinar. Með sögulegum skáldsögum sínum opnaði hann lesendum víðlendar veraldir og heillandi, og nam sagnaskáldum ný lönd; hversu margir hafa fylgt honum í spor, sjest best á því, að síðan á hans tíð hafa margar hinar merkustu skáldsögur verið sögulegs efnis. Sigurför fyrstu skáldsögu Scotts varð hon- um hvöt til að rita aðrar slíkar. Var hann nú svo frjósamur að firnum sætti, því að á árunum 1814—1831 samdi hann kring um 30 ?káldsögur, en hafði jafnframt mörg önnur járn í eldinum. Sem dæmi má geta þess, að árið 1827 kom út eftir hann æfisaga Napó- léons Bonoparte, í mörgum bindum. Islensk Þýðing hennar eftir Gísla konráðsson er til í handriti á Landsbókasafninu (sbr. Æfisaga Gísla Konráðssonar, Sögurit VIII, Reykjavík 1911—14, bls. 326). Skáldsögur Scotte eru harla misjafnar að bókmentalegu ágæti, og mjög greinir fræði- menn á um það, hverri þeirra beri öndvegið. Af þeim sögum, sem gerast á Skotlandi eru Þessar meðal hinna fremstu: Waverley, Guy Mannering, The Antiquary, Old Mortalitv, The Keart of Middlothian og The Bride of Lammarmore. Af hinum, sem gerast utan landamæra Skotlands, má þessar nefna: Tvanhoe, Keniiworth, Quentin Durward og The Talisman. — Margir gagnrýnendur telja The Ileart of Midlothian ágætasta af öllum skáldsögum Scotts og renna ýmsar stoðir undir þá skoðun. Víðasth.var er hjer uiikil snild í frásögn og efnið að sama skapi áhrifamikið; en aðallega segir hjer frá hinni göfuglyndu Jeanie Deans, sem ekki vill ger- ast lygari til að bjarga lífi systur sinnar; í Þess stað leggur hún einsömul leið sína — fótgangandi — til Lundúna, á fund drottn- ingar, með það fyrir augum að fá systur sína náðaða, — og sigrar að lokum allar torfærur. Auk þeirra systranna koma hjer margir aðr- ir við sögu, einkennilegar persónur og fjar- skyldar, því að skáldið snýr hjer upp mörgum hliðum lífsins; hann fer með lesandann inn ’ hirðsalina ensku, niður í skuggahverfin niyrkustu á Skotlandi og Englandi og bregð- 50 ur upp myndum af þeim sviðum mannlífsins, sem liggja milli þessara fjarlægu skauta. Iljer er engin þurð á atburðum, sem halda athygli lesandans; hið harmþunga og hið hlægilega er snildarlega saman fljettað. Það magnar stórum hinn dramatíska kraft frá- sagnarinnar, að í sál höfuðpersónunnar er römm barátta háð milli systurástar og sann- leiksástar. Persónulýsingarnar eru þó aðdá- unarverðastar alls í þessari stórfeldu skáld- sögu, og hæst allra þeirra, sem þar er lýst, gnæfir Jeanie Deans; hún er göfuglyndið sjálft í konulíki en jafnframt gædd sönnum hetjuhug, og hún á ekki margar systur í heimi bókmentanna. Tveim einum af skáldsögum Scotts hefur verið snúið á íslensku. Ivanhoe (Ivar hlú- jám), í þýðingu Þorsteins ritstjóra Gíslason- ar, kom út í bókarformi 1910, sjerprentuð úr Lögrjettu; en allmikið er sagan stytt í þýð- ingunni. The Talisman (Kynjalyfið) —• „Vemdargripurinn“ hefði verið betra heiti — vai' prentuð í Nýjum Kvöldvökum 1917— 19. Báðar eru sögur þessar hinar merkileg- ustu, en njóta sín eðlilega best á frummálinu, því að löngum glatast eitthvað í flutningn- um af einni tungu á aðra. Ivanhoe hefur líklega náð langmestri lýð- hylli af öllum skáldsögum Scotts, þó hún standi sumum þeirra að baki; einkum hefur hún verið uppáhald æskulýðsins, því að hún er ágætis skemtisaga, auðug að æfintýrum og fjörlega rituð. Margt er hjer samt æði ótrúlegt og lýsingarnar á miðaldalífinu, suní- ar hverjar, næsta yfirborðslegar, en þær eru glæsilegar og hrífa hugann. Lýsingarnar á burtreiðunum, á umsátinni um kastala Reg- invalds uxaskalla, og á málssókninni gegn Rebekku eru lifandi og kröftugar. Með öðr- um hætti, en sannarlega engu ólistrænni, er frásögnin um fund þeirra Róvenu og Re- bekku í sögulok. Hjer er því fjölbreytni næg í atburðalýsingum og ekki síður í mannalýs- ingum. Margar persónurnar verða lesandan- um minnisstæðar: Gurt svínahirðir, Vambi íífl, ísak Gyðingur, og Úlfríður hin nornar- lega, að nokkrar sjeu taldar; hjer, sem oftar, nær Scott sjer betur niðri í lýsingunum á aukapersónunum heldur en á höfuðpersón- unum. Flestum mun þó fara svo, að þeim

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.