Lögrétta - 01.01.1933, Page 27
53.
LÖGRJETTA
54
'Hallærí od kreppur
r r
— frá leíkmanns sjónarmíðí —
Sftír
Tlalldór Stefánsson
Hallæri, meir og minna víðtæk og afleið-
ingarík, eru þekt frá fyrstu tímum, sem sög-
Ur fara af. Alkunnast er hallærið á Egypta-
landi á dögum Jóseps af frásögu Gamlatesta-
mentisins.
Hallærin voru sprottin af einni og sömu
rót — af uppskerubresti af einni eða annari
orsök. En orsök uppskerubrestsins var há
aftur misæri í einni eða annari mynd. Mis-
ærið olli uppskerubresti, en uppskerubrestur-
inn aftur skorti á lífsnauðsynjum mannanna
— skorti á þeim gögnum og gæðum, sem
mennimir þurftu sjer til lífsviðurhalds og
framdráttar.
Hallæri voru tíðast bundin við takmörkuð
svæði, stærri eða minni, en urðu þá einatt
til framdráttar öðrum, sem gnægð höfðu
þeirra gæða, sem skortur var á, eða annara
gæða, sem komið gátu í þeirra stað.
Haliæri, slík, sem hjer hafa verið nefnd,
eru nú orðin fátíðari og hættuminni en áður
var, eftir því sem kunnátta og tækni mann-
anna er orðin meiri til að afstýri uppskeru-
bresti, eða bæta úr honum á annan hátt.
Nú, á seinni tímum, er tekið að verða vart
við annarskonar hallæri, sem í afleiðingum
sínum má að ýmsu leyti líkja við hin fram-
angreindu hallæri, en eiga alt aðrar og gagn-
ólíkar orsakir. Það eru þau hallæri, sem vjer
nefnum nú kreppur, samskonar hallæri sem
heimskreppa sú, sem nú þjakar atvinnulífi
allra þjóða, að kalla má.
Heimskreppa sú, sem nú stendur yfir, er
— sem eðlilegt er — megin áhyggju-, um-
tals- og viðfangsefni bæði þjóða og einstak-
linga. Ilún er eitt aðalumtalsefni manna á
milli og í blöðum og tímaritum, eitt höfuð-
viðfangsefni stjórnmálanna og eitt megin-
rannsóknarefni þjóðhagsfræðinga og annara
spekimanna. — Ógrynnin öll er um hana
sínar af þeim forsendum; hefur það verið
aðferð margra hinna mestu ritsnillinga. Sú
er einnig reyndin, að skáldsögur Scotts víkka
skilning hans á mannlífinu og dýpka samúð
hans með öllum mönnum. í einu orði sagt:
Þær kenna honum að líta á lífið með heil-
skygnari augum.
Scott hefur orðið einna áhrifamestur allra
skálda síðari alda, er á ensku hafa ritað. Að
framan hefur verið sagt frá því, að áhrif
hans náðu norður hingað til íslands. En bók-
uientalegra áhrifa frá honum hefur gætt
ennþá meir á meginlandi Evrópu, í Frakk-
landi, Þýskalandi og Rússlandi, á Ítalíu og
Spáni, að Norðurlöndum ógleymdum, en þar
voru skáld eins og Tegnér og Runeberg læri-
sveinar hans. Rit Scotts hafa og þýdd verið á
sæg tungumála og mun hann víðlesnastur
allra bretskra skálda, að Shakespeare einum
undanskildum. Skotar minnast Scotts því
i'j ettilega á þessu ári sem síns víðfrægasta
rithöf. og eins sinna allra mestu manna.Hami
var þjóð sinni ljósberi og lærímeistari. Eins
og merkur skotskur fræðimaður komst að
orði um hann: „Hann bygði brúna gullnu,
sem tengir um allan aldur Skotland nútíðar-
innar við Skotland fortíðarinnar". Og með
því að túlka þjóð sinni fortíð hennar styrkti
Scott trú hennar á sjálfa sig og á framtíð
hennar. En án slíkrar trúar er þjóð hver
dæmd og ljettvæg fundin.
[Aðal-hoimildir: Rit Scotts; John Buchan, S i r
Walter Scott, London og New York, 1932,
afbragðsrit, sem íslensk hókasöfn ættu að eign-
ast; R. H. Hutton, Scott, London, 1903, best
liinna stvttri æfisagna skáldsins; og A. E. Morg-
an: Scott and His Poetry, London, 1912,
skarplega rituð bók með völdum köflum úr ljóð
sögum skáldsins. — Prýðilegt úrval úr skáldsög-
um Scotts er ritið: The Waverley Page-
a n t, eftir Hugh Walpole, New York og London,
1932, er þar einnig að finna ágætar inngangs-
greinar].'