Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 28
55
LÖGRJETTA
56
rætt og ritað. En undarlega er það margt
óskýrt, bikandi og vafið í umbúðir, sem um
hana er sagt og skráð, og hvað öðru and-
stætt, sumt hvað. Nægir, þessum ummælum
til sönnunar, að vísa til þess, sem fram hef-
ur komið í umræðum um kreppuna í blöðun-
um hjer og tímaritum. Og er sumt af því
bein frásögn af því, sem sagt er og ritað
um kreppuna víðsvegar erlendis. Það er því
líkast sem þeir, sem mest láta umræður um
kreppuna til sín taka, annaðhvort skilji ekki
eðli hennar og orsakir, eða hirði ekki um að
rekja eðli hennar og orsakir skýrt og fals-
laust. — Það leynir sjer ekki, að margt af
því, sem um þetta efni er ritað, er litað af
sjerhagsmunum, ýmist flokkslegum hags-
munum eða hagsmunum einstakra ríkja eða
einkahagsmuna í atvinnumálum.
Orsakír kreppanna,
Orsakir kreppanna er ekkert dularfult
fyrirbrigði. Eins og það er einfalt mál og
augljóst og óvefengjanlegt, að uppskeru-
brestur, og þar af leiðandi skortur á lífs-
nauðsynjum, var orsök hallæranna, eins er
það í raun og veru einfalt og augljóst mál
hver er meginorsök nútíðarhallæranna —
kreppanna. Og meginorsökin er engin önnur
en ofmikil framleiðsla — ofgnægð lífsnauð-
synjanna og þeirra lífsgæða, sem mennirnir
hafa vanið sig á að nota. Hversu undarlega,
sem þetta kann að láta í eyrum, þá er það
víst að meginorsökin er engin önnur. Að
vísu geta verið ýmsar orsakir meðverkandi,
sem hafa meiri og minni áhrif á það m. a.
hversu kreppurnar verða harðar og langæar
og víðtækar og hvar eða á hverjum þam
koma harðast niður. En frumorsökin og
meginorsökin er þessi ein — offramleiðsla.
í umræðunum um kreppurnar og skýring-
um um eðli þeirra og orsakir eru þessar, hin-
ar aðeins meðverkandi orsakir, einatt taldar
höfuðorsakir. Af þeim sökum ranghverfast
skoðanir manna og skýringar á lögmáli
þeirra, og þá um leið verður viðnámið og
bjargráðin af reikulu ráði eða mistök ein og
viðbúnaður til varnar kreppum í framtíðinni
enginn eða fálm eitt og fánýti.
Til þess að skýra það og skilja, að frum-
orsök kreppanna er engin önnur en offram-
leiðsla þarf ekki annars við en að athuga
það, hver eru einkenni þeirra, hvernig þær
Iýsa sjer, hvernig þær verka og hvernig
þeim ljettir af.
Fyrstu einkenni þess að kreppa sje í aðsigi
er sölutregða og þar af leiðandi verðfall. Or-
sakirnar til þess eru þær, að framleiðslan og
framboð hennar er orðið meira en þörfin
krefur. Framleiðsla og framboð hennar ann-
arsvegar og þörfin hinsvegar er komið í
ójafnvægi. — Þegar verðfallið er orðið veru-
legt og varanlegt, þá er kreppan skollin á.
— Af þessu er það augljóst, að kreppan byr.u
ar í framleiðslustarfseminni og skellur þá
iíka fyrst á framleiðendurna.
Þegar kreppan þannig er dunin yfir, þá
kemur fram annað einkenni hennar — at-
vinnuleysi, lítið í byrjun, en vaxandi eftir
því sem ójafnvægið á milli framleiðslu og
þarfar verður meira og stendur lengur.
Orsakir atvinnuleysis eru auðskildar. Þeg-
ar meir en nóg er til af vörum í heiminum,
er ekki hægt að selja það sem til er með við-
unandi verði fyrir framleiðandann, — því
síður það sem framleitt væri til viðbótar —
þá dregur úr framleiðslustarfseminni, fram-
leiðslan stöðvast að meira eða minna leyti.
Við það minkar þörfin fyrir vinnandi hend-
ur og meiri eða minni fjöldi manna fær ekk-
ert að starfa. — Á þenna hátt ber atvinnu-
leysið að.
Einkenni og afleiðingar kreppanna er
ókvikult það sem nú var nefnt: sölutregða,
verðfall, samdráttur atvinnurekstursins og
atvinnulevsi. Orsakasambandið er einkar
augljóst og auðskilið. Með örðugleikum
framleiðenda og atvinnuleysi þeirra sem að
framleiðslunni vinna minkar kaupvilji og
kaupgeta allra og þar með neytslan. Það leið-
ir til þess, að birgðirnar endast þeim mun
lengur og seinkar því, að birgðirnar þrjóti
hæfilega, fram yfir það sem væri, ef kaup-
getan hjeldist eins og á blómatímum. Á þenn-
an hátt nærist kreppan að nokkru leyti á
sjálfri sjer.
Einkenni þess, að kreppum sje að ljetta af,
eru svo aftur aukin eftirspurn og
verðhækkun. Verðhækkunin er ekki
hin eiginlega orsök þess að kreppu ljetti af,
J