Lögrétta - 01.01.1933, Síða 29

Lögrétta - 01.01.1933, Síða 29
57 LÖGRJETTA 58 eins og á stundum heyrist sagt, heldur af- leiðing af því, að birgðirnar eru teknar að ganga til þurðar, og þörfin til að íramleiða farin að gera vart við sig á ný. Verðhækk- unin sjálf er aðeins ytra einkenni eða merki þess að ástandið sje að breytast til batnað- ar. — Þegar birgðirnar eru hæfilega þrotn- ar, eftirspurnin vaknar, verðið hækkar, þá eru komin skilyrði fyrir aukinni framleiðslu á ný. Ótvíræð verkefni liggja fyrir, lífsþarf- irnar krefjast fullnægingar, hinar óvirku hendur fá verkefni á ný og atvinnuleysinu ljettir af um sinn. Af þessari stuttu greinargerð má það vera ljóst, öllum þeim, sem vilja skilja — öllum þeim, sem ekki telja sjer hagsmuni í því að kenna kreppumar öðrum orsökum en rjett er, að það er fyrst og fremst og fyrst og síðast offramleiðsla, sem orsakar ójafnvægi á milli framleiðslu og þarfar — framboðs og eftir- spurnar — sem er frumorsök og megin- orsök kreppanna. Rakning málsins að framan á við alls- herjarkreppur, þegar offramleiðslan er svo mikil og víðtæk, að afleiðingar hennar ná að valda almennri kreppu. Hinsvegar eru ekki allar kreppur almennar. Offramleiðslan, sölu- tregðan og verðfallið getur um sinn náð að- eins til einnar tegundar, eða fárra tegunda framleiðslu. Nær kreppan þá vitanlega að- eins til þeirra framleiðslugreina, sem þá grein eða þær greinir framleiðslu stunda. Þá er það venjulega ekki nefnt kreppur, heldur er talað um erfiða afkomu þeirra atvinnu- greina eða á þeim og þeim stað, þar sem offramleiðslan er. Rjett er að athuga, hvort sömu rök eiga við um takmarkaðar og staðbundnar kreppur eins og allsherjarkreppurnar. AHíunna er það, að um langan tíma undan- farið er búið að tala um og fást við örðuga afkomu landbúnaðarins svo að kalla um heim allan. Meginástæðan til þess er engin önnur en sú, að landbúnaðarframleiðslan hef- ur vcrið meiri en svo, að þörfin fyrir hana hafi knúð fram nægilega hátt verð til þess að landbúnaðurinn bæri sig viðunanlega. Þetta hefur þó gengið nokkuð í bylgjum. Ef í þessu sambandi er litið til íslensks landbúnaðar á þessari öld, þá mun mega segja, að afkoma hans fram að stríðsbyrjun hafi verið upp og ofan sæmileg, nokkur blá- þráður þó 1908—09 í kreppunni, sem þá var. Stríðsárin öll og fram til 1920 mátti telja blómatíð fyrir landbúnaðinn, miðað við það, sem áður var þekt. Ástæðan er auðsæ. Vegna samdráttar sambærilegrar landbúnaðarfram- leiðslu í stríðslöndunum og þar af leiðandi knýjandi þarfar fyrir landbúnaðarafurðir var fáanlegt verð sem bændum var hagstætt. Þegar tekið var að Stunda landbúnaðarfram- leiðslu aftur í stríðslöndunum, að stríðinu íoknu, þá kom verðfallið 1920—22. Síðan lrnfa í raun og veru verið erfiðleikar í ís- lenskum landbúnaði, þó að yfir taki nú. Sá gróður og framfarir, sem verið hefur í landbúnaðinum á þessu síðastnefnda tíma- bili fram til 1980, byggist ekki á því, að bú- skapurinn hafi borið sig tiltakanlega vel í sjálfu sjer, heldur á því aukna fje, sem á þeim árum var veitt til hans utan að frá, bæði lánsfje og styrktarfje. Landbúnaðarframleiðsla er, sem kunnugt er, margþætt og margvísleg. Sumar tegundir hennar geta borið sig vel á sama tíma, sem aðrar tegundir hennar bera sig miður eða illa. Þá er það eigi siður skiljanlegt. að hin- um ýmsu óskyldu framleiðslugreinum geti vegnað — óháð landbúnaðinum — vel eða illa. Er þá eftir því talað um velgengni eða örðugleika í þeirri og þeirri viðkomandi at- vinnugrein. Orsakír offramleíðslu. Vjer höfum nú komist að þeirri niður- stöðu, að meginorsök kreppanna væri of- framleiðsla. Hverjar myndu þá vera orsakir off ramleiðslunnar ? Fyr á tímum, á meðan mannsorkan og önnur lifandi orka ein saman, með seintæk- um verkfærum, vann að því að framleiða lífs- þarfirnar, þá var venjulega engin þurð á þeim, ef ekki bar sjerstaklega út af um framleiðsluhömlur af völdum náttúrunnar. Með vjelnotkuninni, svo að kalla á öllum sviðum framleiðslunnar, bættum framleiðslu- skilyrðum að öðru leyti á margan hátt og vaxandi tækni til framleiðsluaukningar, má það vera auðskilið, að möguleikar eru skap-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.