Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 30
59
LÖGRJETTA
aðir tii að framleiða alt það, sem mannkynið
kreffit sjer til lífsframdráttar langt fram yf-
ir þarfir. Að vísu voru lífsþarfirnar fábreytt-
ari fyr á tímum en nú er orðið, en það vegur
ekki nándamærri á móti því, sem vjelgangur
nútímans og tæknin er stórvirkari til fram-
leiðslunnar en hin lifandi orka ein með smá-
tækum verkfærum og- hjálpargögnum. Það
er því augljóst, að vj elanotkunin og aðrai'
umbætur framleiðsluhátta skapa ótvírætt
stóra möguleika til offramleiðslu.
Því er haldið fram, að engin ástæða sje
til að láta vjelanotkunina og aðrar umbætur
framleiðsluhátta verða til offramleiðslu.
Það megi alveg eins verða til þess, að ljetta
lífsbaráttuna. Þetta er alveg rjett hugsað.
Þannig ætti það að vera. En það er hægra
um að tala en í að koma — hægra að hugsa
leiðirnar en að framkvæma þær. En hvað
sem um það er, þá má fullyrða, að vjelnotk-
unina á ekki að láta verða valdandi offram-
leiðslu með afleiðingum hennar og er heldur
ekki hin eiginlega beina orsök, heldur aðeins
óbein og meðverkandi ástæða og orsök. —
En hverfum hjer frá og lítum á fleiri atriði
málsins.
Nú á tímum er flestur atvinnurekstur að
mestu leyti rekinn með lánsfje — reksturs-
iánum svokölluðum. í öllu sæmilegu árferði
um framleiðslu og verslun, eða þar yfir, þá
er alt í lukkunnar velgengni — atvinnurekst-
urinn gengur vel, og hann skilar lánsfjenu
aftur og góðum vöxtum í tilbót. Lánveitend-
umir — bankarnir — græða á viðskiftunum.
Mikið vill meira, reksturslánin eru aukin,
framleiðslan þanin út og reynt að auka við-
skiftin. Þessi framgangsmáti lýtur beint að
offramleiðslu og að því hlýtur að reka —
eftir nokkur — fleiri eða færri — ár að til
hennar dragi, og sú verður líka reyndin.
Framleiðslan stendur því aðeins á heil-
brigðum og traustum grundvelli, að ekki sje
framleitt meira en eðlileg þörf krefur, svo að
sala með nægilega háu verðlagi, til þess að
framleiðslan beri sig viðunanlega, bregðist
ekki
Þessi tvö meginatriði, vjelanotkunin og
rekstrarlánastarfsemin, eins og hún er rek-
in, eru meginástæðurnar til offramleiðslunn-
ar. Hvorttveggja er háð sjálfráðum vilja og
60
ætti því að vera viðráðanlegt að sjá við
kreppunum, a. m. k. að sjá við því að þær
verða ekki harðar og langæar.
Það hefur verið sagt áður í þessari rit-
gerð, að vjelnotkunin væri ekki hin eigin-
lega eða beina orsök kreppanna, heldur að-
eins veitti möguleika til hennar og væri í
hæsta !agi óbein eða meðverkandi orsök.
Að þetta sje rjett má vera auðskilið án
frekari rökleiðslu. Ef vjelarnar væru ekki
notaðar nema í hæfilegum mæli, ekki notað-
ar meira en þörfin krefur, og það er sjálf-
rátt, þá orkuðu þær engu um offramleiðslu.
Hinsvegar á vjelnotkunin óbeinan þátt í of-
íramleiðslunni af því vjelarnar eru látnar
ganga umfram þarfir.
Það er í rauninni undarlegt og hatram-
legt. að vj elgangurinn og tæknin skuli vera
notað til að skapa það tjón og vandræði,
sem offramleiðslan veldur, í stað þess að
ljetta baráttuna fyrir lífinu, að það skuli
vera notað til stórvandræða á fárra ára
fresti. Og þá er að leita að orsökunum til
þess. Til þeirra þarf ekki djúpt að grafa.
Orsakirnar eru einfaldlega þær, að vjelarn-
ar eru of mikið notaðar. En hver er þá
aftur orsökin til þess? Hún er sú, sem fyr
er sagt, að of miklu fjármagni er veitt og
beitt til vj elrekstursins og framleiðslunnar
yfir höfuð. Það er að kenna hinni marglof-
uðu útfærðu fjármiðlun til svonefndra
rekstrariána, sem aðallega fer fram í gegn
um lánstofnanir (banka). Hvernig má það
ske og á hvern hátt verður það?
‘RefesturQármíðlun og fereppan.
Allar lánveitingar eru ávísun á framtíð-
ina. Tíðast er að krefjast sjerstakrar trygg-
ingar fyrir því, að þær ávísanir sjeu greidd-
ar þegar þær falla í gjalddaga. Því að eins
að greiðsla bregðist ekki, eða tryggingar
nægi raunverulega ef á reynir, standa þessi
viðskifti á traustum og heilbrigðum grund-
velli. Bregðist skil, þá eru þetta óheilbrigð
og hættuleg viðskifti. Nú er það svo, að
reksturslán eru sú tegund lána, sem sam-
kvæmt eðli sínu eru einna ótryggust, og
jafnframt sú tegund lána, sem síst er hægt
að setja örugga tryggingu fyrir. Þetta þarf
I