Lögrétta - 01.01.1933, Síða 31
61
LÖGRJETTA’
62
ekki að rökstyðja eða rekja nánar. Ailir
kannast við reynsluna af reksturslánastarf-
seminni hjer á landi til útgerðar og’ verslun-
ar o. fl. Þegar veitt er reksturslán, sem
ekki er skilað að fullu aftur, þá hefur lán-
veitingin orðið til þess, að rekinn hefur verið
óheilbrigður atvinnurekstur, atvinnurekstur,
sem ekki stóð á traustum og heilbrigðum
grundvelli. Afleiðingin af því að fjenu er
ekki skilað aftur, er sú, að lánveitandi tap-
ar fjenu að meira eða minna leyti, og sjeu
töpin stórfelld, þá stendst lánveitandi þau
ekki. Þar af koma hin tíðu og stórfeldu töp
banka og annara lánveitenda.
Hinn heilbrigði grundvöllur fyrir rekstr-
arlánum til framleiðslunnar, er, eins og fyr
er sagt, að ekki sje framleitt meira en þörf
krefur, til þess að svo hátt verð fáist fyrir
vöruna, sem þörf er á til að standast fram-
leiðslukostnaðinn. Sje framleitt meira en
eðlileg þörf krefur, þá fellur verðið niður
f.vrir það stig, að hrökkva fyrir framleiðslu-
kostnaðinum. Allt það sem framleiðslumagn-
ið fer fram úr eðlilegri þörf, er f ö 1 s k
framleiðsla. Og getuna til þessarar
fölsku framleiðslu leggja bankarnir til, með
ofveitingu rekstrarfjár. Að sú framleiðslu-
geta er aðeins ímynduð og fölsk, sannast
glöggiega. af því, að framleiðslan getur ekki
skilað fjenu aftur. Þegar svo að því rekur,
að bankarnir geta ekki haldið uppi hinni
fölsku framleiðslugetu lengur, þá kemur al-
leiðingin: samdrátturinn, hrunin og krepp-
urnai-. Kýlið springur. Ofbirgðirnar eyðast
smátt og smátt. Hið óheilbrigða ástand lækn-
ar sig sjálft, en lækningin er sár og harm-
kvælum bundin.
Næst verður fyrir að athuga í sambandi
við framanritaðar rökleiðslur þær kenni-
setningar og grundvallarreglur, sem bank-
arnir byggja fjármiðlun sína til atvinnu-
rekstursins á.
Starfshættír banhanna,
Það má ekki ætla, að meint sje, að bank-
arnir sjeu valdir að kreppunum af ásettu
ráði. Hitt er, að grundvallarreglur þær eða
kennisetningar, sem bankamir byggja rekst-
ur sinn og fjármiðlun til atvinnureksturs-
ins á, standast ekki próf reynslunnar, m. ö.
o. eru meir og minna fánýtar og svikular.
Fyrir kemur það og, vitanlega, alloft, að
bönkunum missýnist um einstakar lánveit-
ingar.
Sú meginregla sem bankamir (sem og
margir aðrir) byggja rekstur sinn og
starfshætti á, er kennisetningin alkunna um
framboð og eftirspurn, sú kenmsetning, að
orsakasambandið á milli framboðs og eftir-
spurnar megi að mestu eða öllu leyti nægja
til þess að halda eðlilegu og heilbrigðu jafn-
vægi í öllum viðskiftilegum efnum. Þegar
um sje að ræða peningamiðlun til atvinnu-
reksturs (lánveitingar) þá megi það nægja
frá bankans hálfu, til að halda hömlum á
lienni, og jafnvægi á peningamarkaðinum, að
ákveða vextina hærri eða lægri eftir því,
hvort ef'tirspurnin er meiri eða minni.
Framleiðslu-atvinnureksturinn t. d. taki
ekki peningana að láni nema því að eins, að
hann sjái sjer hag í því, m. a. með tilliti til
vaxtah æðarinnar.
Það er nú svo með þessa kennisetningu,
eða iögmál, sem sumir vilja kalla, að hún
hefur ekki svo mikið og almennt gildi, sem
henni hefur verið eignað. Gildi hennar —
að því leyti sem aðrar sterkari ástæður ná
ekki til að raska því — nýtur sín fyrst og
fremst fyrir neytendur (kaupendur fram-
leiðslunnar). Framleiðendum tryggir hún
það á engan hátt, að þeir fái það verð fyrir
vöru sína, sem þeir hafa til kostað að fram-
leiða hana.
Framleiðsla hlýtur að fara fram á undan
sölu. Framleiðendur hljóta því alltaf að
byggj a rekstur sinn á áætlun, sem aftur er
bygð á líkum eða jafnvel aðeins vonum um
verðlag, þegar til sölu kemur. Sú áætlun
getur auðveldlega brugðist og hefur einatt
brugðist. Og höfuðástæðan til þess að hún
bregst einatt, er einmitt sú, að ekki er hafð-
ur hæfilegur hemill á framleiðslumagninu.
Hagnaðurinn af offramleiðslu er enginn,
og minni en það, þar sem offramleiðslan er
meginorsök kreppanna með afleiðingum sín-
um og vandræðum. Ef eitthvert viðskifta-
lögmál væri til, sem væri þess megnugt, að
halda framleiðslumagninu í jafnvægi við
neytsluþörfina, þá myndi það gjöra það,