Lögrétta - 01.01.1933, Síða 34
67
LÖGRJETTA
68
sem heimurinn skiftist í þær sjerstöku hag'S-
munaheildir, sem vjer nefnum ríki eða ríkja-
sambönd, sem hvert um sig hugsar aðeins
um hagsmuni sína og sinna þegna, og með
því m. a. að reyna að skaða hagsmuni ann-
ara ríkja. — Einn slíkur leikur stendur nú
sem hæst. — Og hver vill taka að sjer að
leggja undir sig allan heiminn? — Kannske
Sovjet? Máske að því reki að heimurinn
verði til neyddur að ganga undir ok alls-
herjar þjóðnýtingar atvinnuveganna, vegna
þess viljaleysis og dáðleysis, sem er á því,
að leysa úr meinum atvinnulífsins á annan
hátt
Hin leiðin, að halda jafnvægi í atvinnulíf-
inu með miðlun veltufjárins, þ. e. reksturs-
fjár atvinnuveganna, er miklum mun tiltæki-
legri. Það er ekki einasta hugsanleg leið,
heldur og fær leið og eina eðlilega leiðin.
Fær og eðlileg leið er það einfaldlega vegna
þess, að ofmiðlun rekstursfjárins er hin
eiginlega beina orsök meinsins, eins og sýnt
hefur verið. Og til varnaðar þessu meini,
sem öðrum, er eðlilegasta og öflugasta úr-
ræðið að nema burt orsökina til meinsins.
Með því móti, og því einu móti, er hægt að
koma í veg fyrir, að meinin vaxi.
Það leiðir af sjálfu sjer, að framkvæmdin
á alment gætnari fjármiðlun til atvinnu-
rekstursins þarf að vera alþjóðleg. Aðferðin
gæti verið sú, að setja alment, með alþjóð-
legum reglum um útlánsstarfsemi bankanna
til atvinnureksturs, skorður við ofveitingu
fjár til framleiðslustarfseminnar, og eftirlit
með því, að þeim reglum sje fylgt. — Með
þeirri miklu samvinnu, sem nú hefur verið
upp tekin ríkja á milli, um ýms vandamál
yfirstandandi tíma, aðallega út af ófriðnum
mikla og kreppunni, ætti þetta að geta tal-
ist framkvæmanlegt. Og það ætti að mega
teljast eitt á meðal sjálfsögðustu verkefna
þ j óðabandalagsins.
tlpptök kreppa,
Frumþættir allrar framleiðslustarfsemi og
alls atvinnulífs má segja að sjeu þrír: land-
búnaður, fiskveiðar og iðnaðarframleiðsla
allskonar. Á þessum þremur framleiðsluþátt-
um má segja að allar aðrar atvinnugreinir
nærist. Ef þessum frumþáttum1 atvinnulífs-
ins vegnar vel, þá vegnar öðrum þáttum
þess einnig vel. Vegni frumþáttum, einum
eða öllum, illa, þá veldur það hinum einnig
meiri eða minni hnekkis, allt að allsherjar-
kreppu. Af þessu er það auðsætt, að krepp-
ur hljóta að eiga upptök sín í einhverjum
hinna þriggja frumstæðu atvinnuþátta eða
öllum.
Á það hefur verið drepið áður, að örðug-
leikar (kreppur) í landbúnaði má heita að
hafi verið meir og minna alment fyrirbæri
um langa hríð undanfarið. Samtímis hafa
aðrar atvinnugreinir — þar á meðal fisk-
veiðar — blómgast sæmilega. Af þessu er
auðsætt að allsherjarkreppur nútímans eiga
ekki upptök sín í landbúnaðinum. Aftur á
móti áttu hinar fyrri staðbundnu kreppur,
sem stöfuðu af uppskerubresti — hallærin
— einmitt tíðum upptök í landbúnaðinum.
Til líkrar reynslu og um landbúnaðinn
má vísa um fiskveiðarnar. Ofgnægð sjávar-
afurða veldur ekki allsherjarkreppu —
heimskreppu — svo um muni; veldur aðeins
örðugleikum sjávarútvegsins sjálfs, þeirra
einna, sem hann stunda (sjávarútvegs-
kreppa). Það má því telja sýnt, að allsherj-
arkreppur eiga ekki heldur aðalorsök í
sj ávarútveginum.
Af meginstoðum atvinnulífsins þremur, er
þá aðeins ein eftir: iðnaðarframleiðslan.
Iðnaðarframleiðslan byggist á þeirri fram-
leiðslu, sem fæst af landi og sjó. Framleiðslu
af landi og sjó mætti nefna sameiginlega
jarðarframleiðslu, eða jarðframleiðslu. Jarð-
framleiðslunni má skifta í tvent: fram-
leiðslu, sem lítið eða ekkert breytt er notuð
til hinna frumstæðu og óhjákvæmilegu
þarfa lífsins, fæðis, fatnaðar, híbýla o. fl.
og framleiðslu,. sem notuð er til iðnaðar og
kemur frá hans hendi mikið og margvíslega
breytt.
Iðnaðarframleiðslunni má aftur skifta í
tvo flokka: framleiðslu, sem er jafn nauð-
synleg til hinna frumstæðu lífsþarfa eins
og jarðframleiðslan (sem notuð er lítið eða
ekkert breytt) og framleiðslu, sem er meira
og minna óþörf (munaðarvörur, hjegóma
vörur, tískuvörur o. fl.).
Hinn fjárhagslegi grundvöllur undir allri