Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 37
73
L ÖGRJETTA
þjóð, eldri miklu en land vort sem bygt ból
— hann er ein af okkar æfafomu leifum.
Já, gamall er hann víst og göfugur að
uppruna og í sjálfu sjer; en aðalgöfgina eða
að minsta kosti það, hvað hún hefur enst
honum vel, á hann samt okkur að þakka,
íslenaingum, og trygð okkar við hann og
hans forna vald og vegsemd. Nú á þessi jöf-
ur hinn aldni heima úti á íslandi, þar sem
hann þó í raun og veru aldrei hefur átt rjett
heimili, og alls engan veðurtrygðan nje viti
verjandi erfðarjett á, og hvergi nema þar.
Og vjer gerum vel við hann, betur en marg-
ir aðrir við miður langæa gesti, og jeg býst
við að vjer munum reynast honum dyggir
og tryggir, meðan nokkurt mannlegt auga
er til að sjá sól hans roða í austri yfir Isa-
láði — eða að minsta kosti meðan íslensk
tunga er töluð þar.
Nei, hann hefur að rjettu lagi aldrei heima
átt á Islandi, Sumardagurinn fyrsti, en á nú
samt hvergi heima nema þar; framætt sína
og uppruna allan á hann að rekja til landa,
þar sem veturinn er styttri miklu en á ís-
landi, og um leið sumarið lengra; þar sem
með öðrum orðum sumar kemur um sumar-
mál (eða þó eitthvað það, sem sumar má
kalla), og ekki er einvörðungu tyllidagur í
almanakinu. En þar sem svo víkur við, þar
e.r hann löngu útdauður, eða rjettara sagt:
þaðan varð hann fyrir æfa löngu landflótta,
fyrir linlegt fylgi þeirra, er hins langa sum-
ars, sem hann táknar, verða aðnjótandi;
þaðan varð hann eins og margt annað gott
fólk, útlaga til íslands, og elur nú þar aldur
sinn og hefur alið langa stund, þrátt fyrir
kristni og konunglegar fororðningar, og er
nú orðið eitt af því fáa, sem upp úr stendur
svaðinu af vorri svo illa förnu og illa með-
förnu heillavænlegu gömlu heiðni.
Hvað annars löndum þeim viðvíkur, þar
sem sumar kemur um sumarmál, en þar er
Sumardagurinn fyrsti vitanlega borinn og
barnfæddur, eru þau á alla lund svo velmeg-
andi, að þau hafa ráð á (eða látast hafa ráð
á) að kasta á glæ gersemum feðranna og
orfi aldanna, og þau um það; vjer íslend-
ingar erum vissulega of fátækir til að hafa
ráð á slíku, ráð á slikri sóun, slíku ósæmi-
legu eyðslubralli. Eða mætti ef til vill víkja
74
þessum orðum við og segja, að í öllu sínu
ríkidæmi, og einmitt fyrir það, gerast suin-
ir menn þeir aumingjar, þær lyddur og vesal-
menni, að þeim heldst ekki á því besta í
eigu sinni, heldur glata þeir því og grýta
sem sorp væri; og að á hinn bóginn oft og
einatt einmitt fátæktin, eða kannske rjettara
sagt: hóglífið í hóf stillt, ístruleysið, eins og
okkur er það sjálfgefið á Islandi, auðgar
menn að gæðum, sem rnéira eru virði en
mjólk og hunang sumarlöngu landanna, ríku,
að jeg ekki segi ofríku landanna? Má vera
að orðin, á þá lund þulin, færu ekki fjarri
sanni.
En látum það liggja milli hluta. Hitt er al-
víst, að þá er kynstofn vor íslendinga flutt-
ist til lands þess er nú byggjum vjer, sem er
land hart í horn að taka, land, sem sjaldan
sýnir af sjer einskæra blíðu, og land,
sem hvað sumar snertir aldrei kemst neitt
í námunda við almanaks-sumarið okkar
góða og gamla, flutti hann sumarið með
sjer; það varð hann að gera. Og vjer, afkom-
endur þessara manna, ]iágum í föðurleifð þá
skyldu, að reynast tröllum tryggari tungu
vorri og sumri, þessu aðflutta sumri okkar
í almanakinu, þessu upprunalega al-óíslenska
sumri, sem þó nú er hvergi til nema á Is-
landi, og sem því er orðið að í s 1 e n s k u
sumri einvörðungu.
Þanriig skapast verðmæti. Þannig skapast
þau verðmæti, sem við má una og vel trein-
ast. Þannig sjer bú-elsk þjóð sjer fyrir forða
góðum, sem endast má um aldir og endst
hefur, forða, sem ef til vill er einn um að
fylla búrið í óáran og allskonar nauðum; en
forða, sem ekki bregst, það sem hann nær,
og það er langt; ekki bregst, þótt fiskurinn
flýi miðin og grasinu þykir ekki gróðurvænt
— því hversu mikið eigum vjer íslendingar
ekki að þakka sumarlöngun vorri og sumar-
þrá, og þolgæði því, er vjer allir frá blautu
barnsbeini höfum á vanist, við að bíða vik-
um og mánuðum og stundum misserum sam-
an eftir sumri, sem löngu er komið, í orði
kveðnu, en sem í raun og veru hvergi var
að finna nema í blessuðu Þjóðvinafjelags-
almanakinu ?
• Sumarlöngun, sumarþrá, sumartrú — það
er alleinkennilegt og nokkurrar eftirtektar