Lögrétta - 01.01.1933, Side 38

Lögrétta - 01.01.1933, Side 38
75 LÖGRJETTA vert, að þetta skuli þróast og það betur en maður sjer dæmi til annarstaðar, einmitt. á íslandi, þar sem sumarið er svo skeikult og yfirhöfuð svo lítið um sumar að minsta kosti ef mælt er á sumarlengri, sólauðugri, moldmildari, foldarfrj órri landa mælikvarða. Þessari þrá okkar eftir sumrinu, þessari trú okkar á sumarið fær ekkert haggað, að því er sjeð verður, hvorki reynsla nje röksemdir nje rammagaldur Norðra jötuns og sonar hans Frosta, ei heldur eldur nje eimyrja úr iðrum jarðar — en það hafa stundum verið þeir helstu hitar, er þjóð vor átti við að búa. Vjer erum sauðþráir á því sviði, Islend- ingar, eins og reyndar fleirum; vjer erum orðnir því svo vanir, að bíða eftir sumri, að vjer eiginlega alltaf erum að bíða eftir sumri, á allan hátt; líf þjóðar vorrar hefur oft og einatt öldum saman eiginlega verið lítið annað en þrálát bið eftir einu allsherjar sumri, sem enn er ekki runnið, og líklega aldrei rennur, en sem þó í raun og veru er með okkur, í þránni eftir því, sem er háleit þrá, í trúnni á það, og sem á þann hátt gefst oss óbeinlínis. Vjer höfum öllsömun setið langstundunum saman í sól þess sumars, og eigum því og blíðu þess margt upp að ynna, og svo hefur það verið um allflesta Islend- inga og mun verða um marga óborna, eða vjer skulum vona það. Því þessi þráláta bið eftir sumri, ytra og innra, þessi sumarþrá, sem engum sönsum vill taka: ætli hún sje ekki, öllu á botninn hvolft, mest verði mann- gildisþátturinn í skapgerð og lífi vor Islend- inga? Ætli hún sje ekki hin sanna líftaug vor, sumarþráin (sem um leið er trú) ? Ætli hún sje ekki sá rótaranginn, er hollasta nær- ingu sýgur okkur úr forðageymum og gróm- fvlgsnum geðs og sálar, líkama og lands vors hins harða? Og ætli hún sje ekki jafn- framt sú greinin, sem fegurst ber barrið og blóm ilmríkast og unaðslegast á því sumri kynstoínsins, sem líf vort er (eða ætti að vera), hvers og eins? Ar.nars skal jeg ekki gera þetta að þrætu- efni, heldur láta hvern hugsa þar um sem honum líkar, en hitt vænti jeg að vjer get- um öll verið sammála um, refjalaust, sem sje það, að sumartrúnni okkar góðu og gömlu megum vjer aldrei glata nje á glæ 76 kasta, trúnni okkar óhaggandi á sumar og sumarsæld framundan, sumar í hverskonar mynd og merkingu, þar á meðal ekki hvað síst sumar hins auma og (nú fremur en nokkru sinn áður) sjálfu sjer sundurþykka mannkyns, sem vjer erum aðeins einn veik- ur þáttur af, mjór þáttur, sem þó ef til vill mætti verða mikils vísir, ef oss er sú lukka í brjóst lögð að varðveita trúlega verðmæti, sem mölur og ryð ekki fá grandað, ef vjer ineð öðrum orðum erum n æ g i 1 e g a ríkir að sumri, sumartrú og sumartrygð innra með oss, íslendingar. En úr því, hvort vjer sjeum það eða ekki, fær framtíðin ein skorið. Það urðarorð, er þar um fjallar, mun að vísu þegar fallið á þingi guða og norna; en oss eru ókunn þau rök. Enda fáum vjer mennirnir á lífsleið vorri yfir litið aðeins stutta spönn af örlagavef þjóðar vorrar, þeim vef, sem lífsþráður vor hvers og eins er ýmist uppistaða eða ívaf í, það hann hrekk- ur, og sem vjer því allir eigum vorn óhjá- kvæmilega og allajafna á ýmsa lund örlaga- ríka þátt í. En hver svo sem hlutdeild okkar verður í framrás mannkynsins gegn sól bjartari og sumri betra, mun þó varla nokkur hætta á því, að hann fymist okkur Islendingum, Sumardagurinn fyrsti, nje það hið gamla og góða sumar, sem honum fylgir. Eða mun ekki svo um flesta þá, sem upp hafa vaxið á íslandi, að þeir hafi í barnæsku sinni og ungdæmi hlakkað meira til þess dags en flestra annara daga ársins, og jafnvel meiva, eða þó öðruvísi, en til sjálfra jól- anna? Svo var það að minnsta kosti um mig, jeg man svo langt. Jólin, þau voru góð út af fyrir sig; en framundan lá langur og strangur vetur. Jafnvel þorrinn, en þá var víst talinn miður vetur, hófst ekki fyr en eitthvað mánuði seinna, en þá kom hann reyndar með Bóndadaginn, manni til ofurlít- illar upplyftingar, enda átti það einkar vel við, að karlamir feður okkar einmitt þarna mitt í versta vetrargaddinum gæddu okkur á kaffi og súkkulaði og gæfu okkur tækifæri til að stíga dans, okkur til hita — þó ekki væri annað — en sjálfir sátu þeir oftast við spil á meðan og reyndu að hafa skilding hver út úr öðrum, og man jeg ekki til að við

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.