Lögrétta - 01.01.1933, Side 39
77
LÖGRJETTA
78
ungu mennirnir öfunduðum þá af þeirri list,
meðan nokkur var stúlkan að dansa við. Að
Þorranum liðnum rann upp Góan, og Konu-
dagurinn, og þá var nú svo sem ekki annað
en sjálfsagt að húsmæðurnar tækju á því,
sem þær áttu til, og fórst þeim það oft furð-
anlega, það verð jeg að segja; en að henni
lokinni hófst Einmánuður, og það með sjálf-
um Yngismannadeginum, og varð hann okk-
ur oftast ónotalega dýr, yngispiltunum, dag-
urinn sá, enda var þá að staðaldri tekið á
miklu meiru en því, sem til var, og heilla-
væniegur að því leyti, að hann yki efnalegt
sjálfstæði okkar, það varð hann okkur ekki,
en svo á hinn bóginn skemtum við okkur því
betur. Loksins kom svo Sumardagurinn
fyrsti, og það með svo mikilli á undan geng-
inni eftirvæntingu og svo miklum fögnuði,
að yngismeyjunum, sem áttu hann og þar af
leiðandi bar skylda til að halda upp á hann,
oftast varð ljett um vik að smeygja sjer
undan því, áfellislítið, en það gerðu þær ær-
ið oft; svona voru stúlkurnar í þá daga,
kröfurnar voru eigi alllitlar, en gjöldin helst
til af skornum skamti, og ætli þær sjeu ekki
svona enn? Þá gerðum við piltarnir þeim
stundum þá skömm, að við skutum saman i
eitt heljarmikið sumarball, og þær gerðust
meira að segja svo neyðarlegar, gerðust þeir
ræflar að þiggja boð okkar — sem reyndar
betur fór. Sumarsins söknuðum við lítt þann
dag; við vorum svo vanir því, að það viðraði
vetrarlega um sumarmál; en hefðum við
staðið uppi stúlkulausir, þá hefði nú skörin
farið að færast upp í bekkinn.
En þær komu, greyin, og svo var einrx
okkar settur við harmoníkuna, en hin döns-
uðu sumar í bæ, ekki eins kyrfilega og hjer
mun eiga að gerast í kvöld, það dansar nú
einu sinni hver með sínum fótum, (á sínum
tám, hefði kannske átt betur við að segja, en
það kvað vilja verða svo stundum, að sumir
láti sjer ekki nægja eigin tær), en þó þann-
ig, að við fundum til þess með fullri vissu,
og það jafnvel þótt klaki hyldi dali og kyngi-
snjór fjöll, að nú var sumarið komið og varð
ekki aftur tekið. Enda dönsuðum við þarna
með sumargjafirnar okkar stundum
um fæturna, stundum undir iljunum, en
stundum um úlnliðina — og mikil ósköp
þótti okkur krökkunum annars vænt um
sumargjafirnar frá henni mömmu okkar, og
mikil ósköp þótti okkur unglingunum síðar
meir vænt um sumargjafirnar okkar, hvað-
an sem þær voru okkur komnar, en þó eink-
um og sjerstaklega ef vetlingarnir eða í-
lepparnir voru úr æskilegasta stað;
enda fylgdu altjend einhver sjerstök hlýindi
einmitt þ e i m gjöfum.
Sá, sem borinn er og barnfæddur í sveit á
íslandi, mun eiga Sumardaginn fyrsta og
bera hann innra með sjer í fyllra mæli en
flestir þeir, sem alist hafa upp við önnur
lífskjör, býst jeg við; en reyndar mun hann
flestum íslendingum, ef ekki öllum, hvar á
landi og enda hvar um heim sem eru, í blóð
borinn, og það svo ríkt, að vart mun hætta
á að hann týni sínum töfrakrafti, þessi
blessaði dagur sólar þeirrar og sumarheita,
sem eru svo ómissanleg mannlegu hjarta,
ef það á að geta haldið sjer ungt og óspilt;
þessi trygðadagur, sem fyrirheitir þeim
sumri og sælu, sem á sumarið trúa og þol-
góðir þreyja; þessi hinn mikli hátíðisdagur,
þegar sumarið íslenska kemur, í orði kveðnu
hið ytra, en innra með oss í fullu veldi, af
því að feður vorir reyndust þeir drengir, að
sleppa ekki sumrinu, þótt þeir flyttu frá
því; þessi fyrir alla fslendinga óumræðilega
yndishöfgi dagur, sem tröllatrygð kynslóð-
ar eftir kynslóð hefur helgað; þessi dagur,
sem umvafinn er í sálarfylgsnum vorum al-
veg einstökum guðmóði og hljómhjúpi goð-
umglíkum (enda stendur við hann á alma-
nakinu í eftra dálki: Harpa byrjar) og eru
víst margri mannssál íslenskri þaðan runnir
þeir sætustu söngtöfrar, sem henni hjer á
jörðu hlotnast að heyra.
Að vera að enda spjall þetta með orðun-
um: Sumardagurinn fyrsti og sumarið ís-
lenska lengi lifi!, og biðja yður, sem hjer
eruð viðstödd, að hrópa húrra fyrir því,
kann jeg einhvemveginn ekki við; hitt væri
sök sjer, að árna yngismeyjunum, sem dag-
inn eiga, hvernig svo sem þær rækja hann,
heilla með háværð og glaumi. En ætli ungu
piltarnir kunni ekki fullt eins vel við að gera
það hver í sínu lagi og af hljóði? En þar
sem það nú einu sinni er svo, að á allt verð-
ur einhvern enda að binda, og þá einnig