Lögrétta - 01.01.1933, Síða 43
86
LÖGRJETTA
86
hlýir á vetrum (en það kemur sjer vel, því
að ekki eru þeir upphitaðir), en kaldir á
sumrum. En svo eru þeir óvistlegir, að eng-
an mann íslenskan mundi fýsa að vera í þeim
nætursakir, hvað þá lengur. Þó ala tugir
miljóna manna aldur sinn í þeim og una sín-
um hag engu ver en villaeigendur heima.
Samt á slík nægjusemi lítið skylt við sanna
vellíðan, og er enda því einu að þakka, að
almúgamenn í Kína hafa aldrei komist upp
á að gera hærri kröfur til lífsins.
Annars er múrsteinn algengasta bygging-
arefni Kínverja. I bæjum og borgum víða
gefur að líta byggingar, sem vel stæðust
samanburð við það, er íslendingar hafa sjeð
best í húsagerð.
Ekki er ætlast til að búið sje í ferðatjald-
inu, heldur er það notað eingöngu til sam-
komuhalda. Okkur verður ekki skotaskuld
úr því að finna hentugt húsnæði: Það má
ganga út frá því, sem sjálfsögðu, að í
hverju einasta þorpi sjeu a. m. k. einhver
tóm húsakynni vegna draugagangs; þess
höfum við notið í haust á tveim stöðum. En
I síðasta þorpinu sá oddvitinn okkur fyrir
húsnæði á sínu eigin heimili, og fór ágætlega
um okkur.
Það er uppi fótur og fit í þorpinu þegar
um kvöldið, er við komum; ber margt til
þess: Þetta er í fyrsta skifti að útlendan
mann ber að garði. Þvínæst er öllum, en
börnunum þó einkanlega, mikil forvitni á að
sjá tjaldbúðina miklu og hvað fara muni
fram í henni. Og um morguninn, þegar búið
er að koma tjaldinu fyrir á auðu svæði, sérn
næst þorpinu miðju, og kínversk flögg
blakta við hún beggja megin inngangsins,
og húsin nötra af glym málmbumbunnar,
verðum við að lyfta tjaldskörunum á þrjá
vegu svo allir viðstaddir geti sjeð til okkar
og heyrt.
Áheyrendurnir flestir hafa aldrei áður
hlustað á ræðuhöld og söng, og þreytast
ekki á að sækja þrjár samkomur daglega í
fulla viku. Þá eru samkomurnar árdegis
látnar falla niður. Við skiftum svo með okk-
ur verkum, kennum nýbyrjendum kristilega
söngva og segjum þeim megindrætti æfisögu
Jesú og kenninga hans. Aðrir vitja þorpa og
markaðsstaða í nágrenninu, útbýta smárit-
um og bjóða fólki á samkomurnar í tjald-
búðinni síðdegis og að kvöldinu.
Við fáum því allt aðrar viðtökur en
kristniboðarnir sem hingað komu fyrstir,
nefnil. fyrir 20 árum liðlega, og mættu
hvarvetna tortrygni og fyrirlítningu.
Á á^esturlöndum sæta Kínverjar þungum
dómi sakir þjóðardrambs og útlendingahat-
urs. Þess hefur ekki æfinlega verið gætt, að
þjóðardramb er víðar landlægt orðið en í
Kína og það hjá þjóðum, sem hafa langtum
minna að stæra sig af en Kínverjar. Islend-
ingar hafa til skamms tíma gotið hornauga
ti'l ' flestra útlendinga, sem gistu bygðir
landsins, en í ljósi sögunnar verður það af-
sakanlegt að nokkru leyti, eigi síður en út-
lendingahatur Kínverja. Hugsunarhátturinn
breyttist með auknum samgöngum og aukn-
um kynnum. Um langan tíma hafa flestar
þjóðir sýnt Kínverjum jöfnuð og fulla sann-
girni í viðskiftum, og yfirleitt hafa kristni-
boðarnir reynst velgerðamenn þeirra. —
Þessa njótum við og jafnframt njóta þeir
þess sjálfir.
Breyttur hugsunarháttur almennings í
Kína, og um leið breytt afstaða til kristni-
boðs, stafar þó fyrst og fremst af hraðfara
hnignun hinna fornu trúarbragða þjóðar-
innar, hnignun, sem ekki fær leynt sjer og
minnir eigi alllítið á trúmálaástandið í
Rómaveldi hinu l'orna rjett fyrir kristr.i-
tökuna. Það eitt út af fyrir sig, að hofun-
um hefur ýmist verið breytt í skóla eða
stjórnarbyggingar, eða þau látin hrynja af
vöntun á viðhaldi, fær engum dulist að sje
merkilegt tákn nýrra tíma, enda er það ein-
stæður viðburður í hinni löngu sögu landsins.
Frá trúarlegu sjónarmiði skiftast Kín-
verjar í tvo meginflokka, nefnilega fjölgyð-
istrúarmenn og guðsafneitara. Kjristna trúin
og nýmenningin hafa í sameiningu veitt
skurðgoðadýrkuninni ólífissár, en ný heims-
skoðun er að kippa fótum undan guðsaf-
neitun, er haldist hefur í hendur við dauða-
dæmda efnishyggju. — Þetta, ásamt reynsiu
síðari ára, bendir alt til þess að kristindóm-
urinn finnur hjer frjórri jarðveg með ári
hverju.