Lögrétta - 01.01.1933, Side 44
87
LÖGRJETTA
88
Þar sem við nú höfum ferðast, hafa áreið-
anlega ekki fleiri en tíu af hundraði kunnað
að lesa. Islendingar munu eiga erfitt með að
gera sjer grein fyrir hve þröngur sjón-
deildarhringur þeirra manna er, sem aldrei
Iiafa litið í bók eða blað og har fyrir utan
aldrei farið að heiman. Fáfræði alþýðunnar
er áreiðanlega versti þröskuldurinn í vegi
fagnaðarboðskapar Krists í Kína.
Við verðum þess varir á útbreiðslufund-
unum. Við látum okkur ekki nægja að tala
til veggjanna og verðum því að taka fult
tillit til fáfræði og skilningsskorts þessara
áheyrenda okkar, sem aldrei hafa hlustað á
kenslustund. Þeir eru seinteknir. Það þarf
mikið til að glæða hjá þeim þann skilning og
áhuga, að þeir vilji hafa fyrir að fara að
læra lestur t. d. og kristinfræði, nema þvi
aðeins að vaknandi guðsþrá knýi þá til þess.
Það er heldur ekki hlaupið að því að kenna
kínverska letrið.
Þriðju vikuna í tjaldbúðinni byrjar lestr-
ar- og trúarbragðanámskeið í tveim deildum,
fyrir karla og konur, og svo sjerstök barna-
deild ef við komumst yfir það. Á þessum
námskeiðum hafa samverkamenn mínir unn-
ið þarft en erfitt verk. Alls hafa verið hald-
in 12 námskeið á þessu ári, en 48 heimili
köstuðu hjáguðunum. Ekki er þess vænst
að þeir, sem véita orðinu viðtöku, verði
skírðir fyr en sjest í reynd, að þeim sje full
alvara. Hjer í kallinu hafa fleiri verið skírð-
ir á þessu ári en á undanfömum tíu árum,
að árinu 1924 undanskildu, nefnilega 26.
Tengchow, Honan, China.
Ritað í des. 1932.
‘Tíl 'Krístjáns öínarssonar
Nú þakka jeg þjer, eins og áður fyr
svo oft, að þiggja sitt af hverju frá þjer.
Jeg sigldi aldrei beggja skauta byr
og biluð er nú sigla og stýri hjá mjer.
Það þykir ráð, að ganga um gleðidyr
og glösin svo, að enginn finni á sjer.
Jeg kunni hvorugt, Kristján minn. Jeg spyr,
kemur það ekki líka fyrir hjá þjer?
Sigurður Sigurðsson
frá Arnarholti.
TA.ínníngarsjóðír
Á almennum sveitarfundi í Áshreppi í
Húnavatnssýslu 2. mars 1933, voru fram-
lagðar, upplesnar og afhentar sveitinni til
ævarandi eignar, tvær skipulagsskrár fyrir
minningarsjóði tveggja heiðurshjóna, sem
búið hafa í þessari sveit.
1. Eldri skipulagsskráin hefur hlotið stað-
festu 19. júlí 1926, fyrir minningarsjóð
Björns sál. Oddssonar bónda á Hofi og konu
hans Rannveigar Sigurðardóttur.
Stofnendur og gefendur sjóðsins eru synir
þeirra, þeir sjera Magnús, síðast prestur og
prófastur á Prestsbakka á Síðu, og Oddur
prentmeistari á Akureyri.
Höfuðstóll sjóðsins er kr. 2000,00 (tvö
þúsuncí krónur) er ávaxtist í Söfnunarsjóði
íslands til ársins 1960. Þar eftir skal hluti
vaxtanna ganga til að skógskrýða Vatnsdal.
2. Yngri skipulagsskráin er staðfest 16.
desbr. 1932, fyrir minningarsjóð Bjöms sál.
Sigfússonar hreppstjóra á Kornsá og koru
hans Ingunnar Jónsdóttur.
Stofnendur og gefendur eru frú Guðrún
dóttir þeirra á Siglufirði og maður hennar,
Þormóður konsúll Eyjólfsson, með gjöf kr.
1000,00. Jón læknir í Danmörku sonur
þeirra Komsárhjóna kr. 200,00 og kona á
Siglufirði kr. 20,00, svo alls er höfuðstóll
sjóðsins kr. 1220,00 (tólf hundruð og tutt-
ugu krónur) er ávaxtast skal í sparisjóði
Húnavatnssýslu, eða Söfnunarsjóði íslands
til ársins 1940. Þar eftir er ákveðið, að
partur af vöxtunum gangi til verðlauna fyr-
ir bestu og fegurstu blóma- og trjágarða í
Áshreppi.
Samkvæmt _ skipulagsskránum voru á
nefndum fundi kosnar stjórnir fyrir báða
þessa minningarsjóði, en okkur fyrir sveit-
arinnar hönd falið að færa stofnendunum
þakkir fyrir gjafirnar, og það er okkur ljúft
verk.
Við sjáum hverja framtíðarþýðingu þess-
ir minningarsjóðir hafa til að fegra og bæta
sveitina sem við lifum í, og sem þessi
merku hjón áður hafa lifað í og starfað, og
hve vel við eigandi það er, að minning þeirra