Lögrétta - 01.01.1933, Síða 45

Lögrétta - 01.01.1933, Síða 45
89 LÖGRJETTA 90 sje bundin við géð og göfug störf hjer í framtíðinni. Hinsvegar sýna þessar minningargjafir ijóslega þá einlægu elsku, þakklæti og virð- ingu, sem böm á gamla íslenska vísu bera til góðra foreldra, og gott væri það þjóð- inni, að slík væru sem víðast sambönd for- eldra og barna, sem hjer eru auðsæ að verið liafa. En þessar minningargj afir sýna fleira og einnig það, að: „Röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“, þegar bömin þannig telja æskustöðvarnar sjálfkjörnar til að geyma þær minningar, er þau helga foreldr- unum. Sem sýnishorn um starfsgetu þessara sjóða, þegar þeir samkvæmt skipulags- skránum taka til starfa, skal þess getið, að við fljótlega athugun telst okkur svo til, að með líkum vöxtum sem nú eru, verði minn- ingarsjóður Björns og Rannveigar frá Hofi, árið 1960, orðinn fullar kr. 13,600,00, en sjóður Björns og Ingunnar frá Kornsá árið 1940, sem næst kr. 2000,00. Svo viljum við þá biðja Lögrjettu að flytja stofnendum og gefendum nefndra minningarsjóða hjartanlegt þakklæti frá öll- um íbúum Áshrepps, fyrir þessa sjóði. Þeir munu verða hjer ævarandi minnisvarðar þessara merku hjóna, og sömuleiðis stofn- endanna. Þeim sendir Vatnsdalur kveðjur og bestu árnaðaróskir. Magnús Stefánsson. Þorsteinn Konráðsson. 1 sambandi við þá tvo minningarsjóði Vatnsdæla, sero hjer er getið, tel jeg rjett að minnast elsta minningarsjóðs sveitarinn- ar, sem er: Minningarsjóður Stefáns Magn- ússonar og Ingibjargar Magnúsdóttur, hjóna frá Flögu. Fje þessa sjóðs var við síðastliðið nýár kr. 1236,40. Stofnfjeð var þeim Flöguhjón- um gefið til eigin ráðstöfunar, af börnum þeirra, sveitungum og vinum, á gullbrúð- kaupsdegi þeirra, 4. nóvembr. 1919. Skipulagsskrá sú, sem þau sömdu fyrir sjóðinn, hlaut konunglega staðfestingu 11. september 1924, og samkvæmt henni er sjóðurinn til styrktar fátækustu búendum í /TTn 1 / / Sftir Æsfeuminmngar , I hinum skemtilegu minningaköflum Sig- urðar Sigurðssonar skálds, sem eru að koma í LögTjettu, standa (408. d. 1932) nokkur orð, sem beint liggur við að skilja svo sem frændfólk mitt á Hæli í Gnúpverjahreppi hafi á unglingsárum mínum sýnt mjer hörku nokkra og ónærgætni. Væri ekki rjett af mjer að láta þessu ómótmælt, þar eð mjög fjarri fer því að nokkuð slíkt hafi átt sjer stað. Mig hafði lengi langað til að vera suro.ar í sveit og læra að slá, en af ýmsum ástæð- um varð þó ekki úr því fyr en sumarið sem jeg var 17 ára. Báðu foreldrar mínir þau Hlíðarhjón Lýð og Aldísi fyrir mig aðal- lega, en Hlíð er næsti bær við Hæl, þar sern bjó Einar Gestsson og Steinunn Vigfúsdótt- ir, svstir móður minnar. Var ekki til þess ætlast að jeg dveldi á þeim bænum nema lítinn hluta sumarsins. í Hlíð eru engjar all- ar þurar, og sumt af þeim með fegurstu blettum á landinu, þeirra er jeg hef sjeð, en á Hæli hagaði svo til, að þegar út úr tún- inu kom, mátti heita að allur heyskapur væri á mjög blautri mýri. Jeg dvaldi á Hæli þann tíma sem tiltekið var, svo að ekki var um neinn flótta að ræða þaðan, og var vissulega ekki nein til- raun gerð til þess að fá mig til að standa í leirbleytunni lengur en jeg vildi sjálfur. Fann jeg fljótt, að það átti ekki vel við mig, Vatnsdal. Er þegar búið að úthluta styrk þrisvar sinnum, með parti af vöxtunum, og verður því haldið áfram þar til sjóðurinn er orðinn kr. 20,000,00. Eftir þann tíma skal árlega úthluta í sama skyni 9/10. hlutum vaxtanna, þegar styrkþegar eru til, sem að öðru leyti uppfylla öll skilyrði til styrksins. Hafa þau hjón með þessari ráðstöfun sinni haldið áfram að rjetta þeiih bróður- hönd sína, sem mest eru þurfandi fyrir stuðning, þótt þau sjálf sjeu horfin samvist- um hjer.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.