Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 46

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 46
91 L ÖGRJETTA 92 þó að jeg sje annars ekki kveifarlegri gagn- vart kulda en gerist. Kappið við heyskapinn var ekki minna í Hlíð; var jeg altaf með fólkinu*) og gerði það sem jeg gat; var mjer mikill hugar á að læra að fara með orf og ljá, og er það ágæt íþrótt, sem jeg hefi þó, því miður, aldrei lært til móts við meðalmann, þeirra er slíkt hafa stundað fvá barnæsku. Hygg jeg annars að það sje eftir- tektarvert, hversu margir ágætir sláttu- menn hjer hafa verið. Er mjer glöggt í minni er jeg var um haustið í rjettunum að virða fyrir mjer mennina og hugsa um að þetta væru alt snilliugar í þeirri íþrótt, sem jeg, þrátt fyrir sumarviðleitnina, var svo ófullkominn í. Jeg eignaðist góða vini þar sem Illíðar- fólkið var, og hefði mjer þótt mikið á vanta, ef jeg hefði ekki kynst því; hef jeg minst þess nokkrum sinnum á prenti, einkum Pá!s og Guðlaugar, konu Bjarna hreppstjóra Jónssonar í Háholti á Skeiðum. Páll Lýðs- son íieíur verið einn af mínum bestu vinurn, og þótti mjer vænt um, beggja vegna, er hann kvæntist Eagnhildi Einarsdóttur frænku minni, systur Gests, er jeg hygg að engu síðar hafi verið viti borin en hann. Var Gestur bráðskarpur, allra manna fljót- astur að hugsa, en að því skapi snarráður og framkvæmdasamur. Varð þar mikili mannskaði, er hann fjell frá, aðeins 38 nra að aldri. Hefur mjer virtst ekki ólíidegt, að Gestur á Hæli sje sá niðji Skúla fógeta, er honum hafi verið líkastur. Virðist mjer Jón Þorbergsson á Laxamýri hafa lýst Gesti vei í grein, sem kom í Óðni síðasta. 10. 3. Starfsárin, 2. bindi af æfisögu sjera Frið- riks Friðrikssonar, koma út í haust, álíka stór bók og I. bindið, Undirbúningsárin, sem kom út 1928. Báðar þessar bækur eru sjerprentaðar úr „Óðni“. *) Nákvæmninnar vegna er þó rjett að geta þess, að jég fór ekki út að slá kl. 3 eins og piltarriir gerðu meðan í túninu var verið, held- ur kl. 5 (sumartími); en ekki var þetta þó af því að jeg hefði færst undan að verða hinum samferða, heldur af því að Aldís heitin vildi ekki að jeg færi fyr. // , r // 6mr O O II1 or Síqurð Sigurðsson O frá Ærnarholti. I. Mjer hefur dottið í hug, að bæta einni ferðasögu við hinar mörgu, sem undanfarið hafa birtst í blöðunum; og „mjer til hugar- hægðar“, eða dægradvalar, en „hvorki mjer til lofs, nje frægðar“ fremur en annað nú á dögum, og það því fremur, sem jeg hygg, að hún sje hinum að ýmsu ólík. Er nú löngu liðið, eða rúm þrjátíu ár síðan saga þessi gerðist. Jeg var lærlingur í lyfjabúð Reykjavíkur, sem M. Lund átti um tíma. Hann tók upp þann sið hjer í bæ, að veita aðstoðarmönn- um sínum sumarfrí; það var upphaflega vikuskeið, en var síðar lengt. Þótti þetta hið mesta frjálslyndi. Síðan fluttist jeg til Danmerkur og var sami siður þar. En þetta sýnir sanngirni Lunds, að nota sjer ekki kröfuvægð þeirra, sem hjá honum störfuðu; enginn þeirra ætl- aðist til, eða fór fram á slík fríðindi. Þegar jeg kom til baka, kom jeg nokkru fyr en jeg var ráðinn og gekk hjer iðjulaus nm göturnar, eða sat að sumbli með hinum og þessum á Hotel Island. Kvöld eitt kom jeg þangað, sátu þar margir ungir menn og skemtu sjer hið besta. Einn í hópnum var Ágúst H. Bjamason, nú prófessor. Var gleðskapur, skrafað og sungið mikið, en lít- ið drukkið. Tíðin var góð og gott veður, en nokkuð rigningasamt. Hafði jeg orð á því, að þetta væri vitleysa, að hanga hjer inni. í stað þess að ganga út í guðs græna náttúr- una og hressa líkama og sál þegar tími væri til; enginn gaf þessu nokkurn gaum nema Agúst og þótti honum þetta viturlega mælt og varð það úr, að við sömdum svo, að fara saman í gönguför þegar næsta dag sem og varð. Tókum við „nesti og nýja skó“; Ágúst fjekk sjer íslenska skó, en jeg „danska“ (ensk. stígvjel, frá Bimi Kristjánssyni og þóttu rándýr á 14 kr., sterkustu og bestu,sem jeg hef eignast á æfinni) og var þá mál- venja að kalla allan útlendan skófatnað „danskan“, hvaðan sem hann kom. Jeg get

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.