Alþýðublaðið - 30.08.1963, Page 14

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Page 14
ZE i i n\ KX£ mj MINNISBLRÐ L2L FLUG Flugfélag- Islands h.f. Gullfaxi fer til Glasgow og K- hafnar kl. 08.00 í dag. Væntan- Ieg aftur til Rvíkur kl. 22.40 í kvöld. Skýfaxi fer til London kl. 12.30 í dag. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 23.35 í kvöld. Vél in fer til Bergen, Osló og K- hafnar kl. 10.00 í fyrramúUð. Innanlandsflug: í dag er úæt'- a'ð að fljúga til Akureyrnr >3 ferðir), ísafjarðar, Fagurhóís- mýrar, Hornafjarðar, Vmeyia (2 ferðir), Húsavíkur. og Egils- staða. Á morgun er áætlað að fljúga íil Akureyrar (2 ferð- ir). Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð árkróks, Skógarsands og Vm- eyja (2 ferðir). Loftleiðir h.f. Snorri Þorfinnsson er væntan- legur frá New York kl. 06.00. Fer til Glasgow og Amster- dam kl. 07.30. Kemur til baka frá Amsterdam og Glasgow k.I 23.00. Fer til New York kl. 00. 30. Snorri Sturluson er væntan legur frá New York kl. 22.00. Fer til Osló, Khafnar og Ham- borgar kl. 23.30. í,eifur Eiríks son er væntanlegur frá Luxem- borg kl. 24.00. Fer til New York kl. 01.30. n ! skíp Eimskipafélagr fslands h.f. Bakkafoss fór frá Hjalteyri 29.8 til Vopnafjarðar og Seyð'- isfjarðar og þaðan til Ardross an, Belfast, Bromborough, Av onmouth, Sharpness og Lond- op. Brúarfoss fór frá New York 28.8 til Rvíkur. Dettifoss fer frá Dublin 4.9 til New York. Ffallfoss fer frá Lysekil 29.8 til Khafnar. Goðafoss fór frá Rvík kl. 15.00 í dag til Rotter- dam og Hamborgar. Gullfoss kom til Khafnar 29.8 frá Leith. Lagarfoss fer frá Keflavík í kvöld 29.8 til Rvíkur. Mánafoss kom til Rvíkur 28.8 frá Gufu- nesi. Reykjafoss kom til Rott- erdam 28.8 fer þaðan til Rvík- ur. Selfoss fer frá Rostock 31.8 til Hamborgar. Tröllafoss fór frá Akureyri 28.8 til Seyðis- fjarðar, Hull og Hamborgar. Tungufoss kom til Rvíkur 27.8 frá Stettin. Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Rvík kl. 18.00 á morgun til Norðurlanda. Esja er á Norðurlandshöfnum á aust urleið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld til Vmeyja. Þyrill kom til Seyðisfjarðar • í gærmorgun frá Weaste. Skjald breið fer frá Rvík í dag vestur um land til Akureyrar. Herðu- breið er á Austfjörðum á norð urleið. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór frá Kristian- eand 27. þ.m. áleiðis til Húsa- víkur. Arnarfell er á Raufar- liöfn, fer þaðan til Húsavíkur og Siglufjarðar. Jökulfell er væntanlegt til Reyðarfjarða'r 2.9. Dísarfell fer í dag frá Aabo til Leningrad. Litlafell losar á Norðurlandshöfnum. Ilelgafell er í Arkangel, fer þaðan um 4.9 til Delfzijt í Hol- landi. Hamrafell átti að fara í gær frá Batumi til Rvíkur. Stapafell fer væntanlega 31. þ.m. frá Reyðarfirði til Weaste Jöklar h.f. Drangajökull er í Camden fer þaðan til Gloucester. Langjök- ull er í Ventspils fer þaðan til Hamborgar og Rvílcur. Vatna- jökull fer frá Hamborg í dag til Rotterdam og Rvíkur. Gefin hafa v'é'flð saman í hjóna band, Ragna Gunnarsdóttir, Þórðarsonar, bifvélavirkja og Þorgeir Baldursson Eyþórs- sonar prentsmiðjustjóra. Ungu' hjónin tóku sér far til Kaup- mannáhafnar þar sem Þorgeir mun stunda nám næstu ár. □ Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvíkurkirlcju fást á eftir- töldum stöðum: Hjá Vilhelm- í*u Baldvinsdóttur Njarðvíkur- götu 32 Innri-Njarðvík, Guð- mundi innbogasyni Hvoli Innri- Njarðvík og Jóhanna Guð- mundssyni Klapparstíg 16 Ytri- Njarðvík. SÖFN Minjasafn Reykjavíkur Skúla- túni 2 er opið alla daga nema laugardaga kl. 14-16. Ameríska bókasafni* í Bænda- höllinni við Hagatorg. Opið ai'la virka daga nema laugardaga frá kl. 10-12 og 1-6. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30-3.30. Landsbókasafnið. Lestrarsalur er opinn alla virka daga kl. 10-12, 13-19 og 20-22 nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Utlán alla virka daga kl. 13-15. Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8-10 e.h., laugar- daga kl. 4-7 e.h. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema Iaugar- daga kl. 13-19. Þjóðminjasafnið er opið dag- lega frá kl. 1.30-4. Listasafn ríkisins er opið kl. 1.30-4. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 er opið alla daga í júlí og ágúst nema laugardaga frá kl. 1.30-4. Árbæjarsafnið er opið á hverj- um degi kl. 2-6 nema mánudaga, á sunnudögum frá kl. 2-7. Veit- ingar í Dillonshúsi á sama tíma I LÆKNAR | Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hr:ngin. — Nætnrlæknir kl. 18 00-08 00 Sími 15030. Neyðarvaktin sími 11610 hvern vii»su uag nema lauga daga £4 30. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLA9IÐ Frá lUSY-þingi Framh. af 13. síffu Forseti IUSY, Kyi Nyunt, sagði í setningar ræðu sinni, að aldrei hefði IUSY miðað eins vel áfram og á síðastliðnu kjörtímabili. í nær hverju einasta landi eru starfandi sambönd og fé- lög, sem eru meðlimir IUSY. Við megum ekki láía batnandi veðurlag á alþjóðavettvangi sljóvga okkur í baráttunni, sagði Kyi Nyunt. Öryggi frið- arins fæst ekki, þótt jafnaðarmenn sitji að völdum í nokkrum ríkj- um heimsins. Öryggi og friður manna á meðal verður að grundvallast réttlæti lýðræðissósíalis- mans heimsliornanna á milli. Við getum aldrei fengið öruggan frið með- an milljónir manna svelta og eru ófrjálsir. Þess vegna er það, að' IUSY telur, aff baráttan fyrir friði í heiminum geti því aðeins skilað góð um árangri, að hún sé byggð á hugmyndum og hugsjónum lýðræðissósía lismans. Þá tók einnig til máls við setningu þingsins A1 bert Carty, aðalritari al- þjóðasambands jafnaðar manna. Hann ræddi um stjórnmálaviðhorfin í Ev rópu. Hann sagði, að það væri aðeins tímaspurs- mál, livenær jafnaðar- mannaflokkarnir í Bret- landi og Vestur-Þýzka- landi Icæmu til valda. Og þeir, ásamt jafnaðar- mannaflokkunum á Norð- urlöndum og Austurríki, munu reynast þess megn ugir að gerbreyta allri Evrópu til hins betra. Rakel Seweriin bar þinginu Icveðjur frá al- í Osló þjóðasambandi jafnaðar- kvenna og minnti á, að það hefði verið' unga fólki'ð og konurnar, sem byggðu upp alþjóðasósla Iismann eftir heimstyrj- öldina fyrri. Við konur* ar vitum það, að unga fólkið fyrst og fremst heldur áfram baráttunni fyrir friði og frelsi í heiminum, sagði frú Se- weriin. Það er vegna þess, að alþjóðleg samá- byrgð er orðin almena lífsskoðun hinnar nýju kynslóöar jafnaðar- manna. Við setningu þingsins, ávarpa'ði forsætisráff- herra Noregs, Einar Ger hardsen, þingið og verð- ur í næstu frásögn af þinginu, sagt frá ræðu Iians. Öll þingsetniíigin var, eins og áður segir, virðuleg og áhrifamikil. I Sextugur í dag Framh. af 10 síðr þátt í því, með farsælli forystu sinni um áratugi, að gera Ár- mann að því stórveldi á sviði ís- lenzkra íþrótta og líkamsræktar, j sem raun ber vitni um. Eina í- þróttagreinin, sem Ármann hafði ekki á stefnuskrá sinni, var knatt spyrnan, en þeir Ármenningar sem áhuga höfðu á þeirri íþrótt, stunduðu hana á vegum Vals og þeir Valsmenn sem lögðu fyrir sig glímu og frjálsar íþróttir — stunduðu þær í Ármanni. Milli Ármanns og Vals var því mikil og góð samvinna á sviði íþrótta og meðal félaga Vals voru því margir Ármenningar og í hópi þeirra, Jens — og bræður hans þeir Torfi, Friðjón og Bjarni, sem allir reyndust — og reynast enn í hópi hinna beztu félaga Vals. Það leikur vart á tveim tung- um, að jafn mikilhæfur og félags vanur maður og Jens Guðbjörns- son er, hafi ekki komið víða við sögu íþróttahreyfingarinnar en í Ármanni einum. Meðal starfa, er hann hefur rækt fyrir íþrótta- hreyfinguna auk forystunnar í Ár- manni, má nefna, að hánn hefur nú um áratuga skeið átt sæti í Olympíunefnd íslands, sem gjald- keri. Þá var hann í stjórn íþrótta vallarins (ó Melunum) í 18 ár, og í Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur hefur hann átt sæti síðan sú nefnd tók til starfa, með stofn- un lýðveldisins. Auk þess á hann sæt.i í Sambandsráði ÍSÍ, sem fulltrúi Reykjavíkur. Forseti ótal þinga íþróttasamtakanna hefur hann verið oft og mörgum sinn- um, og farizt það úr hendi svo sem bezt verður á kosið. Sem fararstjóri íþróttaflokka til keppni erlendis m. a. á Olympíuleiki, hefur hann og verið, og verið þar sem annars staðar verðugur full- trúi ísl. æsku, iþróttahreyfingar- innar og þjóðarinnar í heild. En hvað sem líður margbætt- um störfum Jens* Guðbjörnsson- ar um áratugi, fyrir íþróttahreyf- inguna í heild, mun þó farsæl áratuga forysta hans. í Glímufé- laginu Ármanni, halda nafni hans hvað lengst á lofti. Jens er kvæntur Þórveigu S. Axfjörð, hinni ágætustu konu, og hefur þeim orðið tveggja dætra auðið. Íþróttasíðan sendir Jens Guð- björnssyni, konu hans og fjöl- skyldu hugheilar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum um leið og störfin fyrir land og lýð á sviði íþróttamála eru þökkuð. Framh. af 10. síffu sept. 1951. Nú á hann aðeins eitt heimsmet eftir, þ. e. í 25 km. hlaupi, og það er jafnframt elzta heimsmetið í frjálsum íþróttum. Þetta sýnir bezt þróun í þess- ari iþrótt, fyrir 10 árum átti Zatopek heimsmet í öllum grein um frá 5 km. og upp úr — og hafði algjöra yfirburði. Nú eru ýmsir með betri tíma en hann í mörgum greinum. Bill Billie er 29 ára gamall og hefur oft verið í fremstu röð á afrekaskrám, en hinir þekktu landar hans, Murray Halberg og ‘Peter Snell hafa ávallt skyggt á hann. Það var fyrst í fyrra, sem hann hóf skipulegar æfingar und ir leiðsögn hins þekkta þjólfara, Arthur Lydiard. Beztu tímar hans til þessa eru 13:29,0 mí’n. í 3 enskum mílum og 29:22,0 mín í 10 km. hlaupi. Þessi ár- angur Billie í 20 km. bendir til þess, að nafn hans eigi eftir að birtast oftar í fréttum næstu mánuði, þar sem keppnistímabil ið á suöurhveli jarðar er rétt að hefjast. Á þessu óri búast Norðmenn við því, að um þrjár milljónir erl. bíltúrista (ferðamanna, sem ferð- ast í bílum), muni heimsækja land þeirra. Reiknað er með því, að ferðamenn þessir komi í um milljón bifreiða að heiman frá sér til Noregs, og spari sér á þann hátt bílkostnað. Framli. af 1 síðu 650 og Þórkatla 700 RAUFARHÖFN, 29. ágúst. Mikil síld hefur borizt hingað í dag og hafa síldarskip verið að koma hingað í allan dag frá því snemma í morgun. Munu hafa borizt hingað 15—20 þúsund mál síldar í dag. Sildin er smá1 og hef ur verið gefizt upp á að salta hana og fer hún því öll í bræðslu. Bátarnir hafa einhverjir verið að kasta í dag. Hér er nú bezta veður og veiði horfur góðar. — Guðni. REYÐARFIRÐI, 29. ágúst. Engin síld hefur borizt hingað í dag. Bátarnir hafa í dag verið að fá eitthvað lítilsháttar af síld hér úti fyrir og eru menn hér vongóðir um áframhaldandi síld- veiðar. Veður er gott, bæði hér og á miðunum. Búið er að salta í um 16 þús. tunnur og rúm 45 þús. mál eru komin hingað í bræðslu. Á nú bræðslan eftir um 800 mál í tönk um óbrædd. Heyskapartíð hefur verið ágæt og góð nýting á heyjum. Mikil atvinna er nú á Reyðarfirði. - G. NESKAUPSTAÐUR, 29. ágúst. , Sjö bátar komu hingað með síld í nótt. Sex þeirra voru með samtals 3.650 mál og fóru þau í bræðslu. Einn bátur, Þórkatla, kom með 700 tunnur síldar, sem fóru í salt. Veðrið hér er gott, sólskin og blíða. í dag fékkst eitthvað af góðri söltunarsíld í Reyðarfjarð- ardýpi og veiðiútlit í nótt er sæmi legt. — Garðar. SÍÐUSTU FRÉTTIR Er blaffiff átti tal viff síldar- leitina á Seyffisfirði í gærkvöldi, voru allmörg skip aff kasta SA af Gerpi. Nokkur höfðu þegar til- kynnt um afla sinn. Fjöldi skipa var NA og ANA af Raufarhöfn, og var þar góff veiði. Veffur var gott á miðunum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.