Alþýðublaðið - 01.12.1963, Síða 3
HANDBÓK í ÖHAGSÝNI
UNDIR FONN. Bókin flyt-
nx frásag-nlr Ragnhildar
Jónasdóttur um dýr og menn
með lítilsháttar ívafi frá öör
um.
Ægisútgáfan CGuðm. Jak-
obsson), R-vík 1963, 228 bls
Þessi bók Jónasar er eiginleg
„samtalsbók“. Hún er ekki form-
leg ævisaga viðmælanda hans,
Ragnhildar Jónasdóttur frá Fann-
ardal; bókin er frásagnasafn Ragn-
hildar, einkum um dýr, fellt í um-
gerð úr samtölum þeirra Jónasar
og sumarlýsingu hans frá Norð-
firði. Þau koma bæði við söguna,
Ragnhildur og Jónas, og hans þátt
ur í verkinu er ekki bara sá að skrá
setja frásagnir hennar: Ragnhild-
ur ieggur til og er sjálf söguefnið
hins ítrasta á frásögn Ragnhildar
sjálfrar- Vel má það vera að Jón-
as hyggist skapa Ragnhildi eðli-
legt og raunhlítt umhverfi í sög-
unni með þessu móti, lýsing Sig-
urðar þess Breiðfjörðs sem hann
segir frá á nokkrum stöðum í bók-
' inni, (og hótar að skrifa um sér-
staka bók við tækifæri) eigi t.d. að
vera einhvers konar andstæðu-
mynd Ragnhildar. En mikil ósköp
er þetta sögubragð þá yfirborðs-
legt og laust við það auki sög-
unni víðerni. Umhverfislýsingin
hæfir einmitt lýsingu Ragnhild-
ar að því leyti að hvorugt verk-
efnið er tekið meira en yfirborðs-
legum lausatökum; stíll bókarinn-
ar ber vott um góða blaðamanns-
F U J
FUJ
Jónas ræður mótun þess og fram-
setningu, tekur eigin afstöðu til
Ragnhildar og umhverfis hennar;
og með þessu móti lýsir hann sjálf
um sér í bókinni ekki síður en
henni. Sérstaða samtalsbókanna er
komin undir þessari aðferð: þær
eru ekki byggðar úr lieimildasöfn
un og úrvinnslu, en samtali tveggja
manna þar sem annar segir af
kynnum sínum við hinn, rekur
minningar hans frásagnir eða hug
leiðingar. Undir Fönn má því vera
dæmi samtalsbóka almennt og ætti
að veita nokkra nasasjón af kost-
um og ágöllum þessa vinsæla sögu
forms, möguleikum þessa og tak-
mörkunum-
Ekki vil ég segja aukatekið orð
til ámælis Ragnhildi Jónasdóttur.
Hún er eflaust góð kona og merk
svo mikið verður ljóst af bók Jón-
asar; og mann grunar við lestur
bókarinnar að ævi hennar gæti
orðið gildum höfundi, sem liefði
skáldsýn til efnisins, fulla einurð-
og afdráttarleysi við sögugerðina,
mikið og minnisvert söguefni.
Skipti Ragnhildar og vinátta við
dýr er bersýnilega snar þáttur í
lífi hennar og ber henni fegurst
vitnið; hinn einfaldi hjartahreini
kveðskapur hennar er líka mjög
geðfelldur og kímniglöð, raunsæ
lífsviðhorf hennar eins og þau
birtast í frásögn Jónasar. Jónasi
Árnasyni bregzt ekki lipurleg stíl-
gáfan, og dýrasögur Ragnhildar
eru prýðilega notalegar og skemmt
ilegar í meðförum hans svo langt
sem þær ná. En duga þær til að
fylla heila bók? Þessi spurning
hefur bersýnilega vafizt eittlivað
fyrir Jónasi, og hann tekur þann
kostinn að auka frásögnina þátt-
um frá sumardvöl sjálfs sín á
Norðfirði og segja lauslega af fund
um sínum við aðra kunningja þar
eystra um leið og hann teygir til
undur; tilraunir hans til smásagna
gerðar eru t.d. allar heldur mis-
lánaðar. En hann hefur til að
bera merkilega frásagnargáfu, list
rænan blaðamann„hæfileika sem
er harla fátíður hér um slóðir;
hann hefur næmt skyn fyrir mann
legum viðfangsefnum, hinu stóra
í því sem virðist smátt; hann megn
ar að gera „hversdagslcgasta" fólk
atvik og fyrirbæri minnisvert í
frásögn. Þessara kosta njóta hin
fyrri frásagnasöfn hans, Fólk,
Sjór og menn, Veturnóttakyrrur,
og þar blómgast stílgáfa hans og
hlýlegt, mannlegt skopskyn- Beztu
þættir hans í þessum bókum eru
góðar og gegnar bókmenntir, og
I allir eru þeir nokkurs verðir; þann
' ig tjáir það lítt, óvöldum mönnum,
að fara að skrifa upp Pétur Hoff-
mann Salómonsson eftir frásagnir
Jónasar af honum. Þessir þættir
Jónasar njóta listrænnar skyn-
semi hans sem kennir honum að
ætla sér af, hnitmiða frásögn sína
og reyna ekki að gera annað úr
söguefni sínu en það stendur und-
ir. En þessi leiðsögn skynseminn-
ar virðist því miður hafa brugðizt
honum í samtalsbókagerð hans
seinni árin. Efalaust hefði Jónas
getað gert um Ragnhildi Jónas-
dóttur minnisverðan þátt, stuttan
eða langan eftir atvikum, þar
sem konunni væru gerð fullgóð
listræn skil, þar sem lýsingin á
dýrunum hennar og vináttu henn-
ar við þau og þar með mynd sjálfr
ar hennar væri þeim mun full-
/coranari og áhrifameiri sem frá-
sögnin væri hnitmiðaðri og ein-
beittari að meginatriðum. Þennan
kost velur Jónas ekki, þess í stað
reynir hann að gera heila bók-
Framh. á 10 síðu
Dansleikur / Burst
í kvöld.
Ný hljómsveit — Skuggasveinar leika.
„ Það verður fjör í Burst í kvöld.
Nefndin.
F U J
FUJ
H áteigsprestakall
Stuðningsmenn
séra Lárusar Halldórssonar
eru beðnir að hafa samba<nd við kosningasfcrif-
istofuna Stórholti 20.
Bílasímar 23785 — 15000.
Stuðningsmenn.
JONAS AítNASON
gáfu, en hvergi gætir neinnar list
rænnar nýsköpunar efnisins eða
skáldlegrar sýnar þess- Maður þyk
ist sjá í sögu Ragnhildar Jónas-
dóttur efnivið, eða tilefni, til list-
ræns bókmenntaverks — ef skáld
tækist það á liendur. Því tilefni
sinnir Jónas Árnason ekki, og á
kannski ekki kost á því með þeim
vinnubrögðum sem tíðkast við
samtalsbókagerð. Hins vegar syndg
ar hann gegn raunverulegu verk-
efni sínu í bókinni, og háttum
góðs blaðamanns, með því að
teygja það óhóflega á langinn og
blása sundur í tilbreytingarlítinn
orðalopa. Þess vegna verður bók-
in alltof losaraleg í sniðum og
daufleg aflestrar, brestur þunga-
miðju í sýn höfundar til viðfangs
efnis síns: efni hennar, prýðilega
mannlegt og skemmtilegt, endist
ekki á 228 sannfærandi síður.
Það er leitt hversu lítið Jónasi
Árnasyni virðist ætla að verða úr
ágætum hæfileikum sínum- Jónas
er ekki frumlegur, nýskapandi höf
Viljum ráða stúlku
til starfa eftir hádegi í verzlun vora í Hafnar-
stræti 23.
Nánari upplýsíngar gefur verzlunarstjórinn.
DRÁTTARVÉLAJR H/F.
SIEfNI III SKÁIDSKAPAR
Kristniboðsfélag karla Reykjavík
Hin árlega kaffisala félagsins til ágóða fyrir kristniboðið í
KONSÓ, er í dag í kristniboðshúsinu Laufásvegi 13.
Borgai'búar, styrkið gott málefni. — Drekkið síðdegis og
kvöldkaffið í dag í BETANÍU.
Stjórnin.
HANNA KRISTJONSDOTT-
IR:
SEGÐU ENGUM. Skáldsaga.
Skuggsjá- 158 bls.
Það skemmtilegasta í sögum
Hönnu Kristjónsdóttur er orðfæri
hennar. Sögur Hönnu eru lagðar
í munn reykvískum smástúlkum,
sagðar á eðlilegu og lifandi máli
þeirra eins og það heyrist dag-
lega á götunni, í skólum, kaffi-
húsum og sjoppum bæjarins. Per-
sónusköpun í söguna er háð þessu
málfari: Hanna bókfestir vel og
trúlega daglegt tal stúlkna sinna,
daglégan hugsanagang þeirra, um
skólann, og stráka, ástina og líf-
ið og fullorðna fólkið- í „Segðu
engum“ örlar aukinheldur á kímni
(kannski alveg ó.meðvitaðri) þar
sem söguhetjan, Sigrún, gerist sem
allra hátíðlegust. Fyrri bók Hönnu
,Ást á rauðu ljósi' sýndi að hún
kann að segja bláþráða- og und-
anbragðalausa sögu sem heldur at-
hygli lesandans; sú leikni nýtist
betur í ,Segðu engum' þar sem
söguþráðurinn er trúverðuglegri,
og minni ærsl í atburðarás og
mannlýsingum. Hins vegar lætur
Hönnu miður að lýsa ástríðum og
sterkum geðshræringum, stúlkur
hennar eru reyndar ósköp kaldar
innvortjs og ósnortar af því sem
fyrir þær ber þótt þær grípi gjarn-
an til einhverra kostulegra „ör-
þrifaráða". Þess vegna verður við
ureign Sigrúnar og Evu, ástkonu
föður hennar og síðan stjúpu, held
ur en ekki tilþrifalítil þrátt fyrir
stór orð: Hönnu Kristjónsdóttur
virðist það einna sízt gefið að lýsa
fullþroska konum svo vel sé, og
verður mynd Evu líka mjög ó-
skýr í sögunni; svipmyndir feðr-
HANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
anna tveggja eru hinsvegar snotr-
ar svo langt sem þær ná. Og ást-
maðurinn, Arnljótur, er skemmti-
leg piltlýsing fyrir það að hann
er allan tímann séður augum Sig-
rúnar, en óskýrður að öðru leyti-
Vitaskuld hefur ,Segðu engum‘
harla lítið skáldskapargildi til að
bera: til þess er sagan alltof
grunnfærin og yfirborðsleg. Saga
Sigrúnar segir engum manni neitt
nýtt, en hún er skemmtileg sem
yfirborðsmynd úr lifi reykvískrar
nútímaæsku. Úr þeim heimi (þár
sem mörg hin yngri skáldmenni
okkar lifa þó og hrærast) eigum
við fáar eða alls engar nýtilegar
frásagnir. Þess utan vottar sagan
góðar og loflegar framfarir frá
fyrri bók Hönnu: hún er betur
gerð, jafnbetur skrifuð. Trúlegt er
að hún geti orðið velmetin skemmt
ilestur ekki síður en hin fyrri- En
höfundur með jafnótvíræða hæfi-
leika og Hanna Kristjónsdóttur
hlýtur þó að setja sér hærra mark
en skrifa skemmtisögur af ein-
faldasta tagi. Hanna á enn eftir að
færast eiginlegt skáldskaparverk-
efni í fang; þá fyrst verður séð
til livers hæfileikar hennar end-
ast lienni.
Bókin er mjög snyrtilega úr garði
gerð af Skuggsjá í Hafnarfirði,
kápumynd óvenju snotur og
smekkleg á bók sem sjálfsagt er
stefnt til „metsölu". — Ó. J.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. des. 1963 J