Alþýðublaðið - 01.12.1963, Síða 8
Siggi Hreiðar er hann kallaður
meðal vina og kunningja, en heit-
ir fullu nafni Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson. Hann er eins og marg
ir menn ofan úr Mosfellsveit og
þar sleit hann barnsskónum- Þeg-
ar hann hafði lokið barnaskóia-
námi, settist hann í framlialds-
skólann á Skógum, og nokkrum
árum síðar fór hann í þann góða
Samvinnuskóla. Einhverntíma var
ég að blaða í Samvinnunni og sá
þar ljóð eftir Samvinnuskólanem-
endur. Meðal skáldanna var ein-
mitt Siggi Hreiðar. Þetta kom mér
þó ekki á óvart, þar eð ég vissi að
hann hafði verið yrkjandi allt frá
barnæsku og hafði einnig gaman
af að semja leikrit uppúr vinsæl-
um barna- og unglingabókum, þó
ekki væri hann þá aldinn að ár-
um. Nú er Siggi Hreiðar blaða-
maður við Vikuna, en var áður
blaðamaður við Samvinnuna, Tím
ann og Mynd sáluðu.
Og nú er hann búinn að koma
saman heilli bók, sem væntanleg
er á bókamarkaðinn næstu daga.
Vegna þessara stórtíðinda fýsti
mig að eiga við hann stutt spjall
og forvitnast um tildrög þessarar
bókar.
Við fengum okkur kaffisopa
hérna niðri í Ingólfscafé og bað
ég hann um að segja frá, en ég
skyldi reyna að hafa undan við að
skrifa eftir honum:
— Ég býst við að flestir sem
hafa valið blaðamennsku eða ein-
hvers konar ritstörf að ævistarfi,
búist við að þeir geti sett saman
bók og reyni það jafnvel, hver svo
sem útkoman verður. Ég hafði sem
sagt gengið með þessa flugu í koll-
inum alllengi og var mér sú að-
ferð efst í huga að skrásetja eitt-
hvað það merkilegt eða skemmti-
legt sem annar hefði að segja.
þar sem mig skortir andagift til
að semja skáldsögu. Ýmsir komu
mér í huga og varð einn vel þekkt
ur viðskiftajöfur efstur á blaði. Er
ég færði þetta í tal við hann tók
hann því ekki illa, en vildi fresta
því um tíma. Ekki er ég þó dott-
inn frá þessari hugmynd, en mað-
urinn er mótfállinn því að minn-
ingar hans komi út fyrr en eftir
hans dag.
í fyrrahaust var ég ráðinn til
Vikunnar og var þá í talsverðu
upprótarástandi, enda kom ég þá
frá Dagblaðinu Mynd, því blaði
sem allir starfsmenn þess höfðu
bundið miklar vonir við- Þegar
maður fer af dagblaði yfir á viku-
blað finnst manni lítið að gera, þó
það breytist eftir tiltölulega stutt-
an tíma.
Sumarið áður en ég kom til Vik-
unnar hafði verið þar blaðamaður
að nafni Jakob Möller, sem fræg-
ur er orðinn fyrir að vera annað
hvort Jón eða Kári. Hann hafði
komist á snoðir um það þetta sum
ar að tii væri ^uður í Höfnum mað
ur nefndur Rikki prins og hefði
hann frá ýmsu að segja. Hann
hefði siglt um heim allan og gert
flest það sem einum mennskum
manni er fært að gera. Meðal ann-
ars hefði hann rekið hóruhús í Suð
ur Ameríku, stundað vopnasm.vgl
en náðzt, og setið langan tíma í
fangel.i í Bandaríkjunum. Um
Rikka prins hefði aldrei verið skrif
aður síafur, enda væri maðurinn
bæði illur og erfiður viðskiptis og
ekki hægt að toga úr honum orð.
Þar sem Jakob Möller er mað-
ur fylginn sér og óragur við að
ráðast á háan garð gerði hann til-
raun til að ná sambandi við prins
inn- En hann var þá aldrei síma-
tækur svo Jakob arfleiddi mig að
þessu verkefni. Ég gerði nokkrar
tilraunir til að ná símasambandi
við umræddan prins en þær fóru
allar á sama veg og Jakobs. Ekki
vissi ég önnur deili á manninum
en hann hét Rikki og væri þar að
auki prins.
Svo var það líklega sama dag-
inn og fyrsti snjór féll á suðúr-
landi 1962 að ég leigði mér Volks-
wagen-pútu hjá „Fal“, og fór á-
samt Kristjáni Magnússyni, ljósm.,
suður í Hafnir. Ég var með hálf-
gerða magapínu yfir að verða rek-
inn öfugur til baka og bíllinn kost
aði 400 kall plús matur fyrir okkur
Stjána. Við ákváðum að fara fyrst
upp á völl, og finna þar eitthvað
til að skrifa um til að fara nú ékki
beint í gin ljónsins- Þegar því var
lokið var ekki um annað að gera
en fara út í Hafnir. Þegar þangað
kom brast mig kjark enn einu
sinni svo ég fór í Merkines til
Hinriks, til að hafa við hann við-
tal, sem heldur ekki brást. Þegar
við vorum að fara frá Merkinesi
herti ég upp hugann og spurði
Hinrik hvort hann kannaðist við
Rikka prins. Þá hló Henrik og
spurði hvort það skyldi þó ekki
vera hann Rikki í Nýlen,du, með-
hjálpari og safnaðarfulltrúi sókn-
arinnar, sem ég ætti við. Jú það
væri sjálfsagt Rikki í Nýlendu
meðhjálpari og safnaðarfulltrúi
sem ég ætti við og Hinrik sagði
mér hvar Nýlenda var.
Ef Rikki væri ekki heima mundi
stúlkan í búðinni áreiðanlega vita
hvar hann væri- Hinrik sagði mér
einnig að Rikki væri Ásgeirsson,
svo að ég þurfti ekki að nota prins
nafnið meira.
Rikki í Nýlendu var nú ekki
heima, en eins og allt stendur
heima sem Hinrik í Merkinesi seg
ir, þá vissi stúlkan í búðinni hvar
hann var að finna og benti okkur
á hús þar út með veginum.
Með 135 hjartaslög á mínútu
barði ég á dyr í fyrrgreindu húsi
og spurði þá konu sem til dyra
kom eftir Ríkharði Ásgeirssyni.
Jú hann var þarna staddur og !i,on-
an kallaði um öxl sér: „Rikki, það
eru komnir blaðamenn að finna
þig“, hún vissi að við vorum blaða
menn, þar sem ég hafði þó haft
rænu á að kynna okkur.
Ég bjóst við að sjá farlama gam
almenni, útlifað, tannlaust með
útstæð augu og sollnar varir staul-
ast fram og vissi því ekki hvaðan
úr andskotanum á mig stóð veðrið
þegar fram í dyrnar snaraðist ung-
ur maður og bráðmyndarlégur,
með ofurlítið yfirvaraskegg og
málningarslettur í buxunum.
Það þarf ekki að orðlengja að
Rikki tók okkur með kostum og
kynjum og féllst góðfúslega á að
segja eitthvað af því sem hann
hafði séð og lifað, þótt það værí
svo sem ekki merkilegt, eins og
hann sagðt
Svo komst hann í gang og sagði
okkur hverja söguna annarri
skemmtilegri, þangað til ég gat
ekki tekið á móti meiru í bili.
Ekki bar á öðru en fullri vin-
semd.
Eftir að ég hafði vinsað úr því
sem Rikki' sagði mér í þetta sinn,
sá ég að ómögulegt var að koma
nema broti af því í blaðagrein*
jafnvel þótt langhundur væri.
Þegar rvo Rikki kom að lesa
handritið, stakk ég uppá því að
við gerðum bók saman um ævin-
týri hans. Hann hló svo skein í
allt það sem hann á eftir af tönn-
um og taldi öll tormerki á sliku
fyrirtæki til dæmis hefði hann
engan tíma til þess.
Svo hittumst við aftur og á-
málgaði ég þetta við hann einu
sinni enn og stakk upp á því að
hann rom aði það upp úr sér er
hann myndi, inn á segulbahd og
síðan skyldi ég sjá um að skrifa
það upp og raða því saman- Og
hann féllst á það.
Eftir talsverða fyrirhöfn, fékk
ég lánað segulbandstæki. Mér
fannst eins og þetta væri yfir-
færsla á regulböndum. Ég varð að
byrja á því að setja Rikka í gang
og ef ég ætlaði að ná sambandí
við hann meðan á frásögn stóð,
varð ég að gera alvarlegar aðgerð-
ir, eins og að klípa í nefið á honum
eða toga í hárið á honum.
Hann gleymdi sér alveg yfir
þvi sem hann var að rifja upp.
Næst var að spila segulböndin
yfir, en það var tólf tíma pró-
gramm. Síðan byrjaði ég að skrifa
og komst strax að því að margar
þær upplýsingar sem ég haiði
fengið í upphafi, voru algerlega
villandi. Til dæmis með hóruhús-
reksturinn. Þó Rikki ætti slíkt
fyrirtæki um tíma var arðbær
rekstur þess úíilokaður af ástæð-
um sem íram koma í bókinni.
Eins var með vopnasmyglið, það
var hlutur sem aldrei var sannað-
ur, þótt ýmislegt mjög skemmti-
legt kæmi fyrir í því sambandi.
Svo heitir maðurinn alls ekki Rikki
og enn síður Ríkharður, heldur
Rikkar, en það er nú tittlingaskit-
ur-
Svo komst ég auðvitað í klemmu
með hvað skyldi taka og hverju
sleppa, þ.ví þetta var of mikið í
venjulega bók. Ég held að frum-
handritið hafi verið um 250 vél-
ritaðar síður, en svo réðst ég á
það með skærum- Þegar Rikki
las það yfir kom honum enn nýít
í hug og sumt af því var þannig,
að ófært var að sleppa því.
8 1. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ