Alþýðublaðið - 01.12.1963, Side 11
Frá ársþingi Frjálsíþrótíasambands íslands:
Unglingakeppnin talinn
athyglisverður viðburður
EINS og skýrt hefur verið frá
hér á Íþróttasíðunni var ársþing-
Frjálsíþróttasambands íslands
haldið um síðustu helgi. Töluverð-
ar xunræður urðu um hin miklu
vandamál, sem FRÍ á við að etja,
en fjárskortur háir starfseminni
mikið.
Eitt var það, sem allir fögnuðu
á þinginu, er þar átt við Ungl-
ingakeppnina sem FRÍ efndi til á
siðasta sumri. Tókst keppni þessi
hið bezta og á mótinu komu fram
margir ungir og efnilegir piltar
og stúlkur, sem eru vænleg til mik-
illa afreka í framtíðinni, ef nægi
lega verður hugsað fyrir verkefn
um.
í skýrslu stjórnar var farið
1 nokkrum orðum um keppni þessa.
Við birtum hér á eftir kafla þá í
ársskýrslunni, þar sem þetta mál
; er tekið til meðferðar.
: Samkvæmt ákvörðun sl. ársþings
FRÍ skyldi komið á landskeppni
! unglinga, þar sem fjórir beztu
■ skyldu keppa í hverri grein. Mót
þetta fór fram í Reykjavík dag-
ana 24.-25. ágúst. Árangur af þess
ari keppni má telja einn athygl-
isverðasta viðburðinn í frjáls-
íþróttum í ár. Á þessu móti
kepptu um 60 unglingar og
greiddi FRÍ ferðakostnað utanbæj-
arunglinga í ákveðnu hlutfalli við
j getu þeirra fyrir mótið. í hófi
; sem haldið var eftir keppnina fyr-
ir þátttakendur, fararstjóra, þjálf-
ara, starfsmenn mótsins og aðra
gesti, kom greinilega fram á-
nægja manna með árangur og af-
rek unglinganna. Var stjórn FRÍ
einnig bent á að hentugra mundi
vera áð greiða jafnt til þátttak-
enda utan af landi til að forðast
allt rnisræmi og óánægju utan-
bæjarþátttakenda. Leggur stjórn
FRÍ áherzlu á, að svona Ungl
ingakeppni fari fram árlega og að
vanda beri til mótsins. Eru sam-
bandsaðilar hvattir til að senda
laganefnd FRÍ árangur sveitafé-
laga sinna beztu unglinga fyrir
þann tímafrest, sem settur er
hverju. sinni og auðvelda þannig
framkvæmdaraðilum keppninnar
allan undirbúning. FRÍ veitti
þeim Kjartani Guðjónssyni, KR
og Sigríði Sigurðardóttur ÍR, bik-
ara fyrir flest unnin stig í pilta
og stúlknagreinum. Sigríður Sig-
urðardóttir, ÍR setti 3 íslandsmet
á mótinu, í 200 m. hl., 80 m.
grindahl. og langstökki. Þá settu
þeir Erlendur Valdimarsson ÍR
og Sigurður Hjörleifsson HSH
sveinamet í kúluvarpi og> þrístökki.
FJOLMENNT
ÁRSÞING KSI
Stjórn FRI starfsárið 1963 til 1964. Fremri röð talin frá vinstri:
Björn Vilmundarson, Ingi Þorsteinsson, formaður og Þorbjörn Péturs-
son. Aftari röð, Öm Eiðsson, Jón M. Guðmundsson og Svavar Markús-
son. Á myndina vantar Hökuld Goða Karlsson.
i STUTW MAU j
★ Chile og Argentína áttu að
Ieika landsleik í knattspyrnu á
dögunum í Santiago. Gestirnir til-
kynntu unglingal'andslið og Chile
menn urði svo móðgaðir, að þeir
hættu við allt saman og öllum
samskiptum landanna á knatt-
spyrnusviðinu var slitið.
★ „Ég hef aldrei séð knatt-
spyrnukappleik og aldrei lesið i-
þróttaskrif dagblaðanna" sagði
portúgalskur hirðir, sem nýlega
vann sem svarar til 3 millj. ísl. kr.
í getraunum. Það er hel'mingi
meira en hann hefur afiað sér
með erfiðri vinnu í 35 ár.
ÁRSÞING Knattspyrnusam-
bands íslands (KSÍ) var háð í
húsi Slysavarnafélagsins um sl.
helgi. Þetta ársþing var eitt hið
fjölmennasta er um getur í sögu
sambandsins. Mættir voru milli 80
og 90 manns til þings. Foi-maður
KSÍ, Björgvin Schram, stórkaup-
maður, setti þingið og bauð full-
trúa og gesti velkomna. Þingfor-
seti var kjörinn Einar Björnsson
form. KRR, en til vara Einar J.
Ólafsson frá Akranesi. Þingritari
var kjörinn Hannes Þ. Sigurðsson.
Fráfarandi stjórn lagði fram ýt-
arlega skýrslu um störf sín og
nefnda á hennar vegum á liðnu
starfsári. Formaður fylgdi skýrsl-
unni úr hlaði með ræðu. Kvað
hann starfið aldrei hafa verið
meira en á liðnu starfsári og voru
raunar takmörk fyrir því, hve
miklu starfi stjórnarmeðlimir gætu
annað í frístundum sínum frá
daglegum störfum. Væri KSÍ eina
knattspyrnusambandið í Evrópu,
sem ekki hefði launað starfsfólk
til að annast daglegan rekstur. Þá
rakti formaður afskipti stjórnar
KSÍ af svonefndu Siglufjarðar-
máli. Björgvin Schram ræddi og.
um hið nýja fyrirkomulag á fram-
kvæmd íslandsmóta, þ. e. að fram
kvæmdin var á árinu í höndum
mótanefndar KSÍ. Kvað hann það
fyrirkomulag hafa reynzt vel og
væri þar fyrir að þakka ágætu
starfi mótanefndannanna. Þá
ræddi formaður um landsleiki á
árinu og þjálfun landsliðsins, —
Kvað hann mjög erfitt að koma á
samæfingum, enda vafasamt hvaða
gagn væri að slíkum samæfingum
með því sniði, er tíðkazt liefur
hér. Eðlilegra væri að safna mönn
um saman til dvalar í æfingamið-
stöð um nokkurra daga skeið, en
það væri ekki framkvæmanlegt
sökum þess, að óheimilt væri sam-
kvæmt áhugamannareglum ÍSÍ að
bæta mönnum það vinnutap, er
slík dvöl í æfingabúðum hefði í
för með sér. Sagði Björgvin
Sehram, að KSÍ væri eina knatt-
spymusambandið í Evrópu, sem
ekki væri heimilt að bæta mönn-
um vinnutap vegna æfinga lands-
liðs og landsleikja. Sú hugmynd,
að menn væru að þessu eingöngu
af ást og áhuga á íþróttinni væri
úrelt og brcyttir tímar krefðust
nýrra úrræða. Um landsleiki á
næsta ári sagði form., að ákveð-
ið væri að lcika við Finna í ág-
úst nk. Miklar líkur væru fyrir
leik við Skota 27. júlí og loks
stæðu samningar yfir um leik við
Bermuda. Loks - ræddi formaður
um þjálfaranámskeið. Sagðist hann
harma það, hversu lítinn áhuga
spyrnumót. Var frumvarp milU
máli og hvatti menn til nýrra á-
taka á þessu mjög svo mikilvæga
sviði.
Gjaldkeri KSÍ lagði fram reikn-
inga sambandsins. Stendur hagur
KSÍ nú nokkuð traustum fótum.
Rekstrarafgangur á starfsárinu
varð kr. 76 þús. Nokkrar umræð-
ur urðu um skýrslu stjórnar og
reikninga. Voru allir ræðumenn á
einu máli um, að starf stjórnar-
innar hefði verið mikið og ár-
angursríkt og bæri að þakka henni
störfin. Á þinginu var lagt fram
frumvarp að reglugerð um knatt-
menn hefðu sýnt þessu
þinganefndarinnar samþykkt með
örfáum breytingum. Er þessi nýja
reglugerð um knattspyrnumót á
margan hátt betri og fullkomnari
en áður og verður vafalaust til
að draga úr kærumálum um lítil-
fjörleg formsatriði.
Björgvin Schram var endur-
kjörinn formaður KSÍ og sömu-
leiðis þeir þrir meðstjórnendur,
sem ganga áttu úr stjórn. í stjóm
sambandsins eru því auk form.
þeir Guðm. Sveinbjörnsson, Axel
Einarsson, Ragnar Lárusson,
Sveinn Zoega, Jón Magnússon og
Ingvar Pálsson.
Körfubolti
annað kvöld
Á morgun mánudag kl. 8,15
heldur Meistaramót Reykjavíkur í
körfuknattleik áfram að Háloga-
landi. Þá leika Ármann (b) og ÍR
(a) í 3. fl. KR og Ármann í 2,
flokki og ÍR og KFR i mfl. karla.
Brunaútsalan í Breiðfirðingabúð heldur áfram
á morgun og þriðjudag. — Opið frá kl. 12 — 5.
TÆKIFÆRISVERÐ: Drengja- og unglínga-
för á kr. 200.00. til kr. 500.00. Fatnaður
og efni á mjög lágu verði.
Síðustu dagar. — Aukinn afsláttur.
Látið ekki happ úr hendi sleppa
TAKIÐ
FTIR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. des. 1963 |_1
I