Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 5
EKKI HÆGT AÐ AUKA ENDURKAUPA- LÁNIN NEMA SPARNAÐURINN VAXI Reykjavík, 9. des. - EG Seðlabankafrumvarpið var á dagskrá neðri deildar í dag. Ey- steiim Jónsson (F) talaði fyrstur og lauk við ræðu, sem hann hóf að flýtja síðast þegar frumvarpið var á dagskrá deildarinnar. Til máls tók á eftir Eysteini, Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra (A). Vannst honum ekki tími til að Ijúka ræðu sinni, þar eð fundar- tími var venju styttri vegna flokks funda. Viðskiptamálaráðherra rakti kjarna þessa máls: Uppi væru nú mjög sterkar kröfur um aukin end- urkaup afurðavíxla, bæði til land- búnaðar og sjávarútvegs. Spurði hann síðan, livort formönnum stjórnarandstöðuflokkanna dytti raunverulega í hug, að hægt væri að auka endurkaupin, án þess að spamaður í landinu yxi? ,,Ef á að vera hægt að auka útlán seðla- bankans verður sparnaður að vaxa”, sagði ráðherrann. „Svo ein- faldar staðreyndir, sem þetta eru, ættu ekki að þurfa að veltast fyrir mönnum”. Ráðherrann sagði, að sjálfsögðu giltu sömu reglur um Seðlabank- ann og aðra banka. Hann gæti ekki ráðstafað meiru fé en hann hefði til umráða. Kjarni málsins væri sá, að Seðlabankinn þyrfti aukið umráðafé til að geta aukið endurkaupalán sín. Það væri alveg sáma hve miklu moldviðri væri reynt að þyrla upp í sambandi við þetta frumvarp, þetta væri kjarni málsins. Að loka augunum fyrir þessum slaðreyndum væri lýð- skrum og ábyrgðarlaus afstaða. Þá las viðskiptamálaráðherra upp reikninga Seðlabankans í lok óktóber. Var þá ráðstöfunarfé bankans 2291 milljónir króna. Af því var stofnfé 1309 milljónir, inn- eignir samkvæmt bindingarregl- um 756 milljónir og frjáls innlög banka og ríkissjóiðs 226 milljónir. Annað fé hefði bankinn ekki til 1 ráðstöfunar. Hann gæti að vísu ráðstafað fé með ábyrgðarlausum hætti, með því að auka seðlavelt- i una. Á eignahlið bankareiknings- ins voru: Gjaldeyrisvarasjóður j 1203 milljónir, lán til sjávarútvegs ! og landbúnaðar 921 milljón og lán | frá Stofnlánadeild sjávárútvegsins 167 milljónir. Meir en helmingur ráðstöfunarfjárins er þannig bund- inn í gjaldeyrisvarasjóðnum. Ef binding hefði aldrei átt sér stað, sagði ráðherrann, væri engin gjald eyrisvarasjóður til. Ef menn hafa verið á móti bindingunni, þá hafa þeir líka verið á móti varasjóðn- um. Sfðan 1960 hefur ráðstöfunar- fé. Seðlabankans aukizt um 1457 milljónir, og það hefur næstum allt farið í að bæta gjaldeyrisaf- ; stöðuna, sem var neikvæð, þegar núverandi ríkisstjóm tók við. Ef það er þetta sem núverandi ríkis- stjórn hefur gert rangt, eiga stjórnarandstæðingar að segja það berum orðum. Það væri ekki hægt að nota sama féð tvisvar bæði til að koma upp gjaldeyrisvarasjóði og auka endurkaupalánin. Ráð- herrann rakti síðan hvernig þær tvær ríkisstjórnir, sem við völd voru á undan ríkisstjórn Emils Jónssonar hefðu staðið að þessum málum. Þegar núverandi ríkis- stjórn tók við völdum hefðu gjald eyrisskuldir verið miklar því að nokkru hefði Seðlabankanum ver- ið aflað ráðstöfunarfjár með lán- tökum erlendis. Nú væri þessu snú- ið við og væri 1200 milljóna gjald- eyrisforði fyflr héndi. Eins og fyrr segir vannst ráð- herra ekki tími til að ljúka ræðu sinni, því fundartími var óvenju skammur. ús Jónsson (S) hafði framsögu. Málinu var vísað til 3. umræðu. Frumvarpið er komið frá neðri deild. Stjórnarfrumvarp um girð- ingarlög, kom til fyrstu umræðu í neðri deild í dag. Framsögu hafði landbúnaðarráðherra, Ingólf ur Jónsson (S). Málinu var vísað Reykjavík, 9. des. EG. til 2. umræðu og samgöngumála- Ríkisreikningurinn 1962 var til fyrstu umræðu í efri deild í dag. Gunnar Thoroddsen, fjármála ráðherra hafði framsögu. Málinu var vísað til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar. ■Jr Þá kom til 2. umræðu í efri deild í dag frumvarp um fulln ustu norrænna refsidóma. Magn-' nefndar. í neðri deild mælti sjávar útvegsmálaráðherra, Emil Jónsson (A) fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um íslenzka end urtryggingu. Frumvarpið hefur verið afgreitt frá efri deild. Var því vísað til 2. umræðu og allsherj arnefndar. Ný íslenzk gamansaga: Vonglaðir veiðimenn eftir Óskar Aðalstein Bráðfyndin og skemmtileg- gamansaga, sem kemur öllum í gott skap, og á ekki hvað sízt. erindi við hina mörgu vonglöðu veiðimenn, sem sumarlangan daginn freista gæfunnar við veiðiár og stöðuvötn víðsvegar um land. Myndskreytt af Halldóri Péturssyni listmálara. IÐUNN, Skeggjagötu 1 — Sími 12923 BÓKAFORLAGSBÓK eftir GISLA ÁSTÞÓRSSON • < r sagan. tnn hattá I* ■ [S Vroi l) Kllii <>g Iiaim 91 KriuiiiDa vin hcimar og Iiaim Ólaf kiitt, cn {iau Iögðu ölí land uiuiir íót og brtigðu scr norííur á Sigló í síld, og þar hittu [iau haim Jósafat síldarkóng og lcnda i jinsum ævintýnim. I»cssí harnahók cr skrifnð' í- IcUum tón, cins og höfundi hcnnar cr Iagið’. Bókiiia prýð'a íjölmargar bráð'smcllnar myiulir cítir höfundimi. Fctta er bók, sem kémur öllum í gott skap, jafnt ungum sem gömlum. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETX 1887 ÞATTTAKA NOREGS í VESTRÆNNI Reykjavík, 9. des. EG. SÍÐASTLIÐINN laugardag flutti Haraldur Guðmundsson, fyrr verandi sendiherra, erindi á veg- um Varðbergs í Þjóðleikhúskjallar anum. Erindið fjallaði um þátt- töku Noregs í vestrænni samvinnu. 40—50 Varðbergsmenn snæddu há degisvcrð í Þjóðleikhúskjallaran- um og hlýddu síðan á erindi Har- aldar. Varð gerður að því góður rómur. Haraldur rakti fyrst þau vanda- mál, er blöstu við Norðmönnum að stríðinu loknu. Þá var margt geng ið úr skorðum og mikið endur- og viðreisnarstarfs framundan. „Reynslan hafði kennt Norðmönn ■um, að hlutleysið var engin vöm“, sagði Haraldur, „og því hófust SAMVINNU þeir handa um að efla varnir lands ins fljótlega að str.iðinu loknu'*. Síðan rakti fyrirlesarinn afstöðu Norðmanna til NATO, ' og þá stefnu, sem þeir fylgdu innan At- lantshafsbandalagsins, sérstaklegá hvað viðvéki kjarnavopnum. Þá greindi hann frá þróun efnahags- mála í Evrópu að slríðinu loknw og afstöðu Noregs gagnvart þeim, í lok fyrirlestursins, sagði Har > aldur: „Vestræn samvinna hefuv verið árangursrík til þéssa. Húrf á enn næg verkefni fyrir höndum, og hana verður að efla og styrkjá, Það verður að stefna að því &3 sætta austur og vestur, svo Sani einuðu þjóðirnar geti rækt ætlUi* arhlutverki sitt til hlítar. t ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. des. 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.