Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 7
Margir biðja um fé hjá sendiráðunum Reykjavík, 9. des. — HP. EINS oít kunnugt er, er þaS jafiian talið eitt af hlutverkum ís- lenzku sendiráðanna og ræðis- mannanna erlendis að hjálpa ís- lendingum, sem þar eru staddir og liafa komizt í vandræði og standa uppi slyppir og snauðir. JÞetta kemur oft fyrir, enda fær- ast ferðalög íslendinga erlendis i vöxt með hverju ári. Blaðið leitaði sér upplýsinga sim þetta hjá utanríkisráðujieyt- :inu. Fékk það þær upplýsingar, að sendiráðum bæri að vísu eng- :in lagaskylda til að veita íslend- sngum, sem leituðu á náðir þeirra á ferðalögum, fjárhagsaðstoð, þó að það væfi oft gert, af því að þeir ættu ekki í annað hús að venda. í fjárlögum er sendiráðum ekki ætlað neitt fé í þessu skyni, og verða þau því ævinlega' að leita ■ samþykkis f jármálaráðu- neytisins fyrir milligöngu utan- ríkisráðuneytisins til að greiða úr fyrir þeim, sem .brestur skot- silfur. Hins vegar hefur félags- málaráðuneytið yfir 50 þús. kr. fjárveítingu að ræða. Er hún á 17. gr. fjárlaga og ætluð ,,til hjálp- ar nauðstöddum íslendingum er- iendis.” Nú orðið hrekkur hún að vísu ekki til að bæta úr brýn- ustu vandræðum, en- sé einhverj- um veitt af þessu fé, er gengið 'úr skugga Hm, að viðkomandi sé íslenzkur ríkisborgari og þurfi nauðsynlega á aðstoð að halda, þar eð liann njóti engra réttinda, þar sem hann er. Vitanlega er það hverju sinni matsatriði, hve rík siðferðileg skylda sendiráðunum ber til að aðstoða félausa landa. Kemiu: þá einkum til álita, hver er orsök féleysisins. Langflestir þeirra, sem leita á náðir sendiráðanna, eru á ferðalögum, og er vitanlega hart aðgöngu að þurfa að hjálpa þeim heim aftur, ef þeir hafa eytt peningum sínum í tóma vit- leysu af einskærri óforsjáini, — eins og mörg dæmi eru um. Hafi fólk hins vegar veikzt, verið rænt eða orðið fyrir slysum, sem það á ekki sök á, gegnir allt öðru máli, og um sjómenn, sem at- vinnu sinnar vegna þurfa að véra erlendis á ferðalögum, gilda sér stakar reglur í sjómannalögunum, og er jafnan reynt að hjálpa þeim eftir megni. Vanalega er fyrst leitað eftir því, ef viðkomandi á nákomna ættingja hér heima, hvort þeir vilji greiða fyrir honiim með því að greiða ríkinu fargjald hans og annan kostnað. Ef það er gert, reyna sendiráðin yfirleitt að bjarga málinu með því að greiða viðkomanda upphæðina erlendis. Ef sá möguleiki er ekki fyrir hendi, verða sendiráðin að ákveða sjálf, hvað gera skuli. Yfirleitt munu þau reyna að gera það, sem í þeirra valdi stendur, en eins og fyrr segir, eru þeir fjölmargir, sem til þeirra leita erlendis af þessum sökum á ári hverju. <:kiiiii>iiiiiiiiiiiMiiiiiimiiM 111111111 iiiiMiiiiiiiii ii in ii iii 'ii iti|iitmii"iiii"i"ii»i" m i"I"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ■iiiiiii>iiiimuii>iiiiiriiiiiiiiiiiiitiriiniiiiiiiiiiinpr^ Þðkk til Helga r i Ég vil hér með færa Helga Sæmundssyni þakkir fyrir hans kristnu tillögur í Alþýðublað- inu þann 4. þ.m., og það skal Helgi vita, að um prestkosning- ar hugsar fjöldi manna í kirkj- unni eins og h&nn. Þeim mun fyrr sem það verður gert, þeim mun betur kristin verður þjóð- in, örugglega a.m.k. á einu syiði: Hún verður réttlátari en hún er nú. Menn tala um að prestkosn- ingar séu lýðræðislegar. Sé svo, þá legg ég til að sama lýðræði verði einnig prófað á öðru sviði., að þingmenn sit|ji til sjö tugsaldurs og ráðherrar sömu- leiðis- Ef einhver andast áður en þeim aldri er náð, þá taki varamaður hans við. Ég var utanbæjarmaður með an kosningar fóru fram, en einnig þar létu menn í ljós viðbjóð sinn á fyrirbærinu þeg- ar auglýstar voru ,,kosninga- skrifstofur”, stuðningsmenn, bílar o. fl. í útvarpinu. — Fróð- legt væri að vita hvað allt þetta kostar. Kirkjan hefir þó gert meira en þér virðist kunnugt um til þess að ráða bót á þessu. Bæði núverandi biskup og fyrrver- andi hafa skýrt látið í ljós á- lit sitt, og margir kennimenn og leikmenn. Hin íslenzka kirkjulöggjöf er í sumum greinum sundurlaus, Jóhanu Hannesson. dreii'ð og úrelt, þótt góður stofn sé einnig til- Útvarpsmessur eru Iíka önn- ur pláfia í þjóðlífinu. Að vísu hafa þær nokkuð gildi fyrir gamalmenni og sjúklinga, en lítið fyrir aðra. Þær koma yfir leitt á svefntíma æskulýðsins og mesta annatíma húsmæðr- anna. Tíminn virðist beinlínis til- þess kjörinn að menn skuli hafa sem minnst gágn af þeim, og unga fólkið alveg fara á mis við þær. Annar galli er — Reykjavík- ur-einokun á útvarpsmessunum. Menn fá sífellt hið sama gamla aftur og aftur: Sömu gömlu sálmana, sama-gamla tónið — og stundum sennilega einnig sömu gömlu ræðurnar. En þessi hætta vofir einnig yfir öðrum einokunar-þáttum útvarpsina, ■ Menn verða leiðir á sömu gömlu röddunum í útvarpinu dag eftir dág og ár eftir ár- — Margir hinna greindari útvarps og sjónvarpsmánna erlendis „hoppa af“ — jump off — sem kallað er, áðiu- en almenningur er orðinn hund-leiður á þeim. Nú ber auðvitað skylda til að sýna útvarþinu þeghskap og styðja þessa menningarstofnun, en nokkurt tillit til hinnar æðri menhingar ætti stofnun- in sjálf að taka. Ég er fylgjandi því að leik- menn lesi húslestra, en einnig þvi að gerðar verði fleiri til- raunir til að flytja hinn kristna boðskap, ekki sizt um réttlæti, dyggðir og skyldur til alménn- ings. Ennfremur sálgæzluboð- skap til sjúkra og aldraðra — og boðskap um kröfur líðandi stundar til hugsandi manna. — En „function" tilbeiðslunnar er ekki hægt að útvarpa — liún samrýmst ekki tækninni, bein- ist ýfir í „transtendencinn” þar sem óviðkomandi komast ekki að. — Vonast eftir fleiri kristi- legum tillögum frá þér — og sendi beztu kveðjur. Jóhann Hanuesson, I i"iiiiiiiii iin ■ii"""iiiiii"i»'i""i"""""iii"i"""i"iiiiiii".iiiiiiiiiiiaiiil||iiitt"i"iiiii(iMitiii(i""iiuiiii"((iuiia«"«,ii""""i"""" "i""i""i4ii"ii""iu^. UM STOÐUGLEIKA FISKISKIPA Dagana 7.-14- okt. sl. var hald- ín á vegum FAO, Matvæla- og land búnaðarstofnunar Sþ, alþjóðaráð- stefna um stöðugleika fiskiskipa. Ráðstefnan var haldin í Gdansk í Fóllandi og hana sátu 37 fulltrú- ar og 18 áheyrnarfulltrúar frá 14 löndum. Fulltrúi íslands var Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðun arstjóri. Ráðstefna þessi var hald ín í samræmi við ályktanir Sígl- í íngamálastofnunar Sþ, sem gerð- ar voru á ráðstefnunni í Londön um öryggi mannslífa á liafinu, enda komu liinar tvær stofnanir sér saman um samvinnu á þessu sviði- Skoðanir manna á því hvort hægt sé að setja alþjóðareglur um stöðugleikaútreikninga á fiski skipum eru mjög skiptar. Sumir hallast að því að slíkt sé ekki hægt vegna þess hve margir litlir fiskibátar af margbreytilegri gerð séu smíðaðir án þess að nokkrar teikningar séu fyrir hendi og skipa smiðimir ófærir um að fram- kvæma nauðsynlegar mælingar á framleiðslu sinni. Einnig séu veiðiaðferðir, veiðisvæði og skil- yrði svo ólík í heiminum að örð- ugt yrði að samræma slíkt undir einn hatt. Aðrir telja að hægt sé að koma á alþjóðareglum um stöðugleika fiskiskipa enda verði kröfur mið- aðar við stærðir og gerðir skipa, veiðiaðferðir og veiðisvæði. Á ráðstefnunni í Póllandi lagði Hjálmar R. Bárðarson fram erindi er fjaliaði um stöðugleikaútrcikn- j inga á íslenzkum fiskiskipum og ' þá reynzlu sém hér hefur fengist- Þar er nokkuð rætt um síldar- hleðslu íslenzkra fiskiskipa og gert grein fyrir árangri útreikn- inga á hleðsluástandi síldveiði- skipa. \ Það varð ljóst af umræðunum sem á eftir fylgdu, að engin þjóð myndi taka til greina að leýía slíka hleðslu. Til dæmis múnu Danir nú hafa í hyggju í nýjum reglum að krefjast þess, að öll fiskiskip hafi að minnsta kosti 10 cm. fríborð, þegar þau eru mest hlaðin, og samtímis er þess að sjálfsögðu krafizt að allar lúgur séu vantsþétt lokaðar (skálkáðar). Þéssum hleðslutakmörkum danskra fiskiskipa hefir það í för með sér, að flest fiskiskipanna geta aðeins sett síld í afturlest, en ekkert í framlest, og auðvitað ekk ert á þilfar. Bandariski fulltrúinn sagði, að slik ofhleðsla sem hér tiðkast ætti alls staðar að vera hegníngarverð, og hvergi í heiminum að vera lið- in- Það leikur enginn vafi á því, að ef alþjóðaákvæði 'verða sótt um stöðugleika fiskiskipa, þá vérð ur hleðslutakmörkun fiskiskipa innifalin í þeim ákvæðum, enda hleðsla svo mikilvægur þáttur i stöðugleika, að ekki verður að skilið. Það kom einnig greinilega fram á ráðstefnunni, að ekki er talið hægt að gera fiskiskip 10ö% ör- ugg. Öryggi skips er alltaf að veru legu leýti háð því, hvérnig akip- unum er siglt. Meðal ffest'ra vest- I rænna þjóða, hafa fiskiskipstjórar sáralitla eða enga bóklega þekk- ingu á stöðugleika skipa, og er ' jafnvel talið að þess séu dæmi í sumum löndum, að hættulegs mis skilnings gæti meðal þeirra á grundvallarhugtökum stöðugleik- ans. Áð þessu leyti Virðast Austur- Evrópulöndin vera okkur fremri. Þar er krafizt þriggja ára bók- legs náms af fiskiskipstjórum- Á ráðstefnunni var einnig rætt um nauðsyn nákvæmra veðurfrétta á veiðisvæðum fiskiskipanna, og þá sérstakar tilkynningar, storm tilkynningar, til allra skipa á viss um svæðum, þannig að þeim gef ist tími til að hætta veiðum og leita hafnar eða vars. Austur-Evrópulöndin töldu rétt, að þegar slíkar stormveðurtilkynn ingar væru gefnar, fylgdi um leið fyrirskipun til skipstjóra um að leita strax hafnar eða vars. Vest- ur-Evrópulöndin voru á móti slíkri skipun. Skipstjóri skips yrði að vera ábyrgur hver fyrir sínu skipi, og hann yrði sjálfur að taka ákvörðun um hvenær hætt skyldi veiðum og leita vars I en allir voru sammála um nauð- syn sérstakra veðurfregna fyrir veiðisvæðin, og þá einnig nauðsyn 1 sérstakra hættu-veðurtilkynninga þegar veðurstofur sæju sérstaka ástæðu ffil. Vestur-Evrópuþjóðir töldu fyrir®kipun til skipstjóra fiskiskipa, um að leita hafnar, vera lagalega séð vafasama, því ef veð ur reyndist ekki eins slæmt og hættu-veðurtilkynningin teldi út- lít fyrir, þá væri sá möguleiki fyrir hendi, að fyrirskipun af hálfu op-, inbers aðila til allra skipa að ieita hafnar, gæti haft í för með sér skaðabótakröfur af hálfu einstakl inga á hendur ríkisvaídsins vegna meintrar tapaðrar veiði. Ráðstefnan 'í Gdansk gerði eftir farandi heildarátyktanir: I. Afstaða hinha ýmsu þjóða til stöðugleikavandamátsins er mjög mismunandi, en þó má lauslega skipta henni í fjóra flokka: 1) Þjóðir, sem hafa opinbera kröfu um stöðugleikaútreikninga með mælikvarða, þannig áð notað ar eru stærðfræðilegar aðferðir til a ákveða GZ-boga, hftllahornin | Of, Om, Ov og dynamisku stöðug- leikastæröirnar „e“ og Mc. GZ — Retti-armur. ! Of, (0e) — Innrennslishorn Om, (0s) = Hallagráða, þegar rétti-armur er stærstur. Ov (0r) = Hallagráða, þegav rétti-armur er núll. e — Dynamiskur stöðugleikaarmur Mc (Mcaps) = Moment til cð hvolfa skipinú. Aths.: Þessar merkingar cru á- kveðnar af IMCO, eldri merkingar eru í svigum. 2) Lönd sem hafa opinber stöO ugleikaákvæði, en nota aðeins eir» faldari aðferðir, og þá oftast a'O eins „f“ og/eða GM f = Fríborð. GM = Metacenter hæð (þver- skips). 3) Lönd, sem hafa stöðugleika» reglur, en engan opittbera mæli- kvarða á nauðsynlegan stöðug- leika. Þessum lönöum má aftur skipí> í tvo flokka: a) Lönd, sem treysta eingöngt* á dómgreind reyndra ttvanna. SJtk hugskoðun gétur öft jafúazt á við> útreikninga, og állkt mat er al- gengt ú mörgum stöðum meða* reyndra fiskveiðiþjóða. b) Lönd, seih tréysta á tækni- Iega sérmenntað starfslið til aíf meta hæfilegan stöðugletka; 4) Löndt, sem-hafa ekki neinar ouinberar reglur um stöðuglciki* útreikninga né mælikvarða á stoí> ugleika. II. Nægjanlegur stöðugleiki og Framh. ð 13. slða „ISfev ::irh'k; : Kaflar úr ertvtdi eftir Hjáimar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóra. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. des. 1963 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.