Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 16
Eyjan heiti SURTSEY BLAÐINU barst eftirfarandi frétta •'iilkynning í grær frá menntamála- -wáðuneytinu: Samkvæmf lögrum nr. 35/1953 á {jirnefiianefnd að vera ráðuneytinu -451 aðstoðar um málefni, er varða itverskonar staðarnöfn hér á landi. Jilnm 7. þ. m. ritaði ráðuneytið . uefndinni og óskaði tillagna henn- «r um nafn á hina nýju eyju, sem iWnyndast hefur í eldgosinu við Vestmannaeyjar. Tillaga nefndar- íffainar er, að eldstöðvarnar eða gíg- «irinn hljóti nafnið SURTUR, en *ð eyjan verði nefnd SURTSEY. t rökstuðningi nefndarinnar fyrir S»essari tiliögu segir m. a. svo: ,,Þótt eyjan liverfi í sjó, sem iaiið er ekki óliklegt en engan veginn víst, lítur nefndin svo á, að œskilegt sé, að eldstöðvarnar eða gígurinn hafi nafn, sem hann beri &amvegis, þótt á hafsbotni sé. Því er það lagt tií, að fyrst og • fremst sé eldstöðvunum gefið tnafn, en eyjan dragi svo aftur --Bafn af þeim. Féll útbyrðis og drukknaði Reykjavík 9. des. GO. BIKGIR Andrésson 1. vélstjóri á togaranum Röðli, féll útbyrðis trt skipi sínu í fyrrakvöld og •ðrukknaði. Skipið var þá á heim- Seið frá Þýzkalandi. Birgir heitinn STar þrítugur að aldri. SURTUR er nafn hins volduga jötuns, sem fomir menn hugsuðu sér, að byggði undirheima og réði sérstaklega yfir eldi. Bezt er hann þekktur úr Völuspá, en kemur þó víðar við sögu í fornum bókmennt- um vorum. Teljá margir fræði- mcnn, að hugmyndin um hann liafi mjög mótast með íslendingum, er þeir kynntust eldgositm, og hafi þeir beinlínis talið jarðeldana af hans völdum. Við hann mun vera kenndur Surtshellir og jafnvel einnig surtarbrandur (viðarkol Surts). Greinargerð um eðli Surts er skýrt fram sett hjá Sigurði Nor- dal: Völuspá. Reykjavík 1923, bls. 97 o. áfr. Nefndinni þykir vel á fara, að hinum nýju aðsópsmiklu eldstöðv- um sé gefið nafn hins tilkomu- mikla eldjötuns, enda eru bæði nöfnin íslenzk kjarnyrði, sem fara vel í munni. Sakar og ekki að geta þess, að þar sem fornir menn liugs- uðu sér yfirleitt jötna í austri, er Surtur einn talinn koma úr suðri, en hin nýja ey er syðsta ey ís- Við þetta er svo að bæta enn einni röksemd, sem nefndin met- ur mikils. Eitt helzta einkenni nýju eyjarinnar, sem hún mun lengi bera, hvernig sem hún' verður að öðru leyti, er hinn dökki litur hennar,þar sem heita má að hún sé kolsvört. Ifefði jafn.vél getað kom- ið til greina aö gefa lienni beinlín- is nafn eftir þessu einkenni. Þó þykir nefndinni enn betra, eins og á stendur um framtíð eyjarinnar, að víkja að því, óbeint en ákveðið, með nöfnunum Surtur og Surté- ey”. 44. árg. — Þiðjudagur 10. desember 1963 — 264. tbl. Hver vill fagna nýári í Paris? JOLAIREÐ REIST ÞAÐ færist stöðugt meiri og meiri jólasvipur yfir bæ- inn. Miðbærinn hefur þegar verið skreyttur fagrurlega og í gær var verið að reisa jóia- tréð á Austurvelli. Eins og kunnugt er gefa Norðmenn árlega fallegf jðlatré á Aust- urvöll og verður væntanlega kveikt á því næstu daga. Myndin hér til hliðar er tek- in þegar verið var að und- irbúa festingu trésins. (Mynd: J. V.) iWWWWWWWWWWWMMWW I NAGRANNALONDUNUM eru ferðalög mikið stunduð um jóla- leytið, og er svo komið víða, að jólaleyfið er annar mesti ferðatími ársins. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum í Danmörku eru flestar jólaferðir löngu upp pantaðar. Eru það einkum ferðir tll suðlægra staða og fjallaferðir með dvöl á skiðahótelum. Með hin um bagstæðu fargjöldum ferða- skrifstofanna gefst íslendingum nú kostur á að skreppa í stuttar ferð ir til meginlandsins fyrir hóflegt verð. Útsýn, sem verið hefur brautryðjandi í hópferðum frá ís tandi, efnir nú til fyrstu jólaleyf isferðar, sem farin er héðan. Nokkur eftirspurn hefur verið eftir jólaferðum héðan, og tekur nú Ferðaskrifstofan Útsýn, sem að vanda hefur gengizt fyrir mörg um hópferðum lil útlanda á árinu við miklar vinsældir, upp það ný mæli að gefa fólki kost á því að fagna nýja árinu með gleðskap í sjálfri Parísarborg. Útsýn efnir til vikuferðar, sem hefst 28. des. Verð ur þá flogið til Parísar og dval- izt þar í 5 daga. Farnar verða kynnisferðir um borgina á nóttu og degi og þátttakendum sýndar fegurstu byggingar og söfn borgar innar. Á gamlárskvöld verður kvöldverður í einu af bezta veit- ingahúsum borgarinnar og skálað fyrir nýja árinu í kampavíni. Leik húslífið stendur nú í fullum blóma í París og London, og gefst þátt- takendum því tækifæri til að sjá l'eiksýningar, óperur, balletta og sækja liljómleika. Að lokum verð ur dvalizt 2 dagg í London en komið heim með.flugvél að kvpldi 3. janúar. Frídagar falla. þannig um þessi áramót, að fæstir munu þurfa að leggja niður vinnu nema 2 daga vegna ferðarinnar. Auk farseðlasölu fyrir íslenzku flugfélögin hefur Ferðaskrifstofan Útsýn nú fengið söluumboð fyrir öll flugfélög innan IATA og selur flugfarseðla um allan heim með hinum stóru flugfélögum svo sem BEA, SAS, KLM, AIR FRANCE, PAN AM og fjölda ann arra og annast alls konar ferða- •þjónstu án nokkurrar auka greiðslu af hálfu farþegans. HMMMHWHMHWMMMMWM Dreg/ð í HÁB DREGIÐ hefui- verið í 7. flokki Happdrætti Alþýffu- blaðsins hjá Borgarfógeta og komu upp eftirtalbx nú- mer: 2939 — Vinningur VölkS- wagenbifreið. 1000.00 kr. vöruvinningar: 415 1194, 1246, 1913, 1985 2179, 3426, 3774, 3919, 4172, 4211, 4854, 4408, 4552 og 4936. MMMMMMMMMMtMMMUM GENGUR ERFIDLEGA AÐ FÁ SKÁKMENN TIL MÓTSINS ÞAÐ IIEFUR gengið liægt og dá- lílið erfiðlega fyrir stjórn Skák- sambands íslands að. fá endanleg svör um þátttöku erlendra skák- manna í fyrirhuguðu skákmóti hér í janúar. Þó hefur komið fremur jákvætt svar frá Rússlandi, þann- ig að skeyti hefur borizt með fyr- irspurn um skilmála, en bréf meff þeim upplýsingum virðist hafa misfarizt. Má vænta, að Rússar muni senda menu til mótsins, en þaffan var boðiff tveim mönnum. Norðurlandamennirnir Böök og Larsen hafa báðir afþakkað. Böök á ekki heimangengt, en Larsen var búinn að lofa sér á skákmótið í Bewervijk í Iioliandi. Þá hefur Szabo líka tilkynnt, að liann geti ekki komið. Brezki skákmeistarinn Penrose hefur tilkynnt, að hann geti ekki komið, en hins vegar mun Ný-Sjá- lendingurinn Robert Wade, sem lengi hefur verið búsettur í Eng- landi, tilkynnt þátttöku. Skáksambandsstjórnin hefur ekki gefið upp von um að geta fengið hingað annaðhvort Glicoric eða Parma frá Júgóslavíu, en þeir munu báðir tefla á Hastings-mót- inu um jólin. Ennfremur hefur stjórnin í hugá að reyna að fá, Hollending til mótsins, t. d. Prinz, en ekki er neitt endanlega vitað um, hvort hann getur komiö veghá Bewervijk mótsins, sagði Baldur Pálmason, er blaðið hafði tal af honum í gær. Við vissum til þess, að Guðmund ur Arnlaugsson, menntaskólakenn ari, hafði verið beðinn um að svip ast um cftir Bandaríkjamanni eða mönnum til þátttöku í mótinu. Við náðum snöggvast í Guðmund f gær, en liann or nvkominn heim úr leyfi í Bandaríkjunum. Hann | kvaðst hafa haft lítinn tíma til að athuga þetta mál og litil svör feng- ið hjá bandaríska skáksambandinu. Hins vegar hefði hann haft tal af skákritstjóra stórblaðsins TheNew York Times og hefði hann lofað að athuga þetta mál fvrir sig núna næstu daga, en skákþing Banda- ríkjanna verður einmitt háð í New Ýork síðar í þessum mánuði. Minnst vár á Reshevsky og Fisher, en telja má, að þeirra kröfur verði fúllháar. Hins vegar kemur til mála að færa þetta í tal t. d. við Biscaya, sagði Guðmundur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.