Alþýðublaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 1
Ein víötækasta vinnustöövun hér á landi:
Um 60 verkalýðsfélög
með 20.000 manns
Á MIÐNÆTTI síðastliðna nótt skall á allsherjarverkfall, eitt hið víðtækasta,
sem hér hefur verið gert Standa að því um 60 verkalýðsfélög með rúmlega
20.000 félagsmönnum og konum. Mun margvísleg vinna og almenningsþjón-
usta því stöðvast í dag.
Þegar verkfallið hófst á miðnætti, voru fulltrúar verkalýðsfélaganna og at-
vinnurekenda enn á fundum, og höfðu verkalýðsfulltrúamir aðsetur í húsi sjó-
mannafélagsins og Dagsbrúnar við Lindargötu, en atvinnurekendur í byggingu
Hæstaréttar skammt frá. Á öðrum tímanum í nótt var talið vonlaust með öllu,
að almennt samkomulag næðist. Þó fóm eftir það fram viðræður einstakra at-
vinnustétta, til dæmis verzlunarmanna, við atvinnurekendur. Var ekki vitað,
þegar hlaðið fór í prentun, hvort árangur næðist í þehn samningatilraunum.
Seint í gær skrifaði forsætisráð-
lierra, Uíarni Benediktsson, bréf
til deiloaðila og hvatti þá til að
veita frekari frest til að reyna sam-
komuiag. Var fjallað um þessi til-
mæli á fundum um miðnætti, en
verkalýðsfélögin samþykktu ein-
róma að neita þessari ósk forsætis-
ráðherrans.
Allsherjarverkfallið mun þegar í
dag stöðva margs konar vinnu og
allan þorra af almennum þjónustu
fyrirtækjum. í gær gat blaðið ekki
fengið öruggar fregnir af því, hvort
mjólkurbúðir mundu verða lokað-
ar eða ekki, og hvort þær fengju
mjólk eða ekki. Koma þar ýms
verkalýðsfélög við sögu, meðal ann
ars mjólkurfræðingar. Benzínsala
stöðvast að sjálfsögðu, og var mikil
ös við allar benzínstöðvar seinni
hluta dags í gær og í gærkvöldi. í
gær var mikið keypt af matvælum
í búðum bæjarins.
Þátttaka verzlunarmanna í verk-
fallinu er nýr liður, sem mun valda
því, ef þeir hafa ekki gert samn-
inga í nótt, að margar verzlanir
verði að loka eða minnka þjón-
ustu sína. Að vísu geta eigendur
Blöðin
stöbvast
PRKNTABAll voru meðal
, þeirra mörgu vinnustétta, sem
hófu vinmistöövun á miðnætti
j síðastliðnu. Koma blöð því ekki
j út, fyrr en samningar takast.
verzlana unnið við afgreiðslu, en
óvíst er hvað sú þjónusta muni ná
Iangt. '
Deiluaðilar sátu á samningafund
um til klukkan 4 í fyrrinótt. Stóðu
mál þá svo, að atvlnnurekendur
höfðu hækkað boð sín upp í 10%
á alla dagvinnu allra viðkomandi
félaga, en verkalýðsfulltrúar höfðu
lækkað kröfu sína um tímakaup
verkamanna úr 40 krónum í 37, en
það mundi þýða yfir 30% hækkun.
Svo mikiö bar á milli þá um uótt-
ina.
Skömmu eftir hádegi hafðí sátta-
semjari boðað aðila á enn einn
fund. Voru fulltrúar á samnlnga-
stöðum allan daginn og kvöldið,
nema hvað hlé var fyrir máltiðir-
Mun þá ekki hafa miðað neitt á-
fram.
Þingfundir voru á venjulegum
tíma, en þar gerðist ekkert, sem
verkfallinu kemur vlð. Þingflokk-
ar héldu venjulega fundi sína síð-
degis í gær, en klukkan G hófst rík-
isstjómarfundur. Hefur þar vænt-
anlega verið gengið frá því erindi,
sem forsætisráðherra sendi í gær-
kvöldi báðum aðilum.
Samgöngur við önnur lönd munu
stöðvast að mestu í dag, þar sem
skip verða ekki afgreidd og ekki
heldur flugvélar. Þó frétti blaðið
í nótt, að Loftleiðir hefðu þá þeg-
ar beint flugvélum sínum til Kefla-
víkurflugvallar.
Klukkan tvö í nótt barst blað-
inu svofelld frétt frá forsætisráðu-
neytinu:
Rikisstjórnin ritaði viðræðu-
nefnd verkalýðsfélaganna og við-
ræðunefnd atvinnurekenda með-
fylgjandi bréf. Synjað var um
frestinn.
Þegar samkomulag náðist hinn
9. nóvember sl. um frestun verk-
falla til hins 10. desember var
ætlunin, að þessi tími yrði notað-
ur til samningaumleitana um alls
herjarlausn þeirra launadeilna,
sem þá voru hafnar eða yfir vofðu
og lýsti ríkisstjórnin sig þegar
hinn 11. nóvember reiðubúna til að
hefja viðræður. Raunin varð hins
vegar sú, að verkalýðsfélögin
tjáðu sig eigi viðbúin allshferjar
samræðum fyrr en hinn 25. nóy-
ember. Strax daginn eftir gerði rík!
isstjórnin viðræðunefnd verkalýðs,
i
Framhald á 3. síðu.
MMmmmuMmMmwtw
FRÍ FRÁ SAMN-
INGAFUNDUM
SAMNIN GANEFNDIR
verkalýðsfélaganna sátu á
fundl í gær frá klukkan tvö.
Þegar lilé varð á viðræðum,
brugðu fundarmenn sér í
kaffi og myndin hér tað neð-
an er einmitt tekin við það
tækifæri. (Mynd: J. V.).
\