Alþýðublaðið - 22.12.1963, Side 14
Uppgánga á nýju eyjuna
varð óskapleg harmasaga.
Mér finnst, að við ættum frakkana
sem fyrst að hengja upp á snaga.
Kankvís.
FLUGFERÐIR
Eimskipafélag íslands h.f.
Bakkafoss fór frá Hull 18.12 vænt
anlegur til Rvíkur árdegis 23.12
Brúarfoss fór frá Dublin 13.12 til
New York. Dettifoss fór frá H'am-
borg 18.12 væntanlegur til Rvíkur
annað kvöld 22.12. Fjailfoss kom
til Turku 2112, fer þaðan 24.12 til
Kotka, Leningrad og Ventspils.
Goðafoss fer frá Hafnarfirði á
hádegi á morgun 22.12 til Reyðar
fjarðar og Seyðisfjarðar. Gullfoss
er í Rvík. Lagarfoss fór frá Dublin
20.12 væntanlegur til Rvíkur ár-
degis 23.12. Mánafoss fer frá R-
vík í kvöld 21.12 til Vmeyja og
aftur til Rvíkur- Reykjafoss er í
Rvík í morgun til Vmeyja. Þyrill
10.12 til Rotterdam, Hamborgar
og víkur. Tröllafoss fór frá Hull
19.12 til Hamborgar, Gdansk og
Stettin. Tungufoss kom til Rvíkur
18.12 frá Gautaborg.
Skipaútgerö ríkisins.
Hekla fór frá Rvík í gærkvöldi
vestur um land til Siglufjarðar-
Esja er í Rvík Herjólfur fór frá
Rvík á morgun til Vmeyja. Þyrill
fór frá Kambo 19. þ.m. áleiðis til
íslands. Skjaldbreið átti að fara
frá Rvík í gærkvöldi til Vmeyja.
Herðubreið er í Rvík.
Skipadeild S.Í S.
Hvassafell fór 17. þ.m. frá Lenin-
grad áleiðis til Fáskrúðsfjarðar.
Arnarfell fór 19. þ.m. frá Lenin-
grad áleiðis til Rvíkur- Jökulfell
kemur til Calais í dag frá Grims
by. Dísarfell fer frá Helsingborg
á morgun til Khafnar og Stettin.
Litlafell kom í morgun til Rvíkur
frá Rotterdam. .Helgafell er í R-
vík. Hamrafell fór 14. þ.m. frá Bat
umi áleiðis til Rvíkur- Stapafell
fór 19. þ.m. frá Lundúnum áleiðis
til Rvíkur.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Katla er væntanleg til Ventspils
í dag Askja er á leið til Rvíkur.
Hafnarfjarðarkírkja: Æskulýðs-
guðsþjónusta og jólasöngur kl. 11
f h. Einsöngur, kórsöngur, ritn-
ingalestur og upplestur nemenda
í Flensborgarskóla. Lúðrasveit
drengja leikur.
Laugarneskirkja: Jólasöngvar fyr
ir börn og fullorðna kl. 2 e.h.
Barnakór úr Laugarnesskóla
syngur undir stjórn Guðfinnu
Dóru Ólafsdóttur og kirkjukór
syngur undir stjórn Kristins Ingv-
arssonar. Séra Garðar Svavarsson
Elliheimilið: Guðsþjónusta á að-
fangadag kl. 6. Séra Sigurbjörn Á-
Gíslason. Á jóladag kl. 10 árdeg
is messar séra Erlendur Sigmunds
son prófastur. Á annan jóladag
messar séra Bjarni Jónsson vígslu
biskup. Sunnudaginn milli jóla og
nýárs messar Ólafur Ólafsson
kristniboði. Heimilispresturinn.
Frá Kvenfélaginu Hringnum: Þessi
númer komu upp í skyndihapp-
drætti Hringsins 8- des. sl.: 6615,
5385, 5616, 5403, 5461, 4909, 5349,
5587, 4630, 4896, 4953, 6623, 5398,
4712, 5486, 5373, 5040, 4696, 4775,
og 669. Vinninga sé vitjað til Sig
ríðar Jónsdóttur Hrefnugötu 10,
sími 12524.
TIL HAMINGJU
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band af séra Garðari Svavarssyni
í Laugarneskirkju ungfrú Karítas
Haraldsdóttir Laugavegi 155 og Ó1
afur Ingi Rósmundsson Laugarnes
vegi 66. Heimili þeirra er að Soga
vegi 218. (Ljósmynd: Stúdíó Guð-
mundar Garðastræti 8)
Sunnudaginn 8. des. voru gefin
saman í hjónaband af séra Árelíusi
Níelssyni ungfrú Elín Sigurðar-
dóttir og Geir Birgir Guðmunds-
son framreiðslumaður- Heimili
þeirra verður að Týsgötu 6. (Ljós-
mynd: Stúdíó Gests Laufásvegi).
Nýlega voru gefin saman í
lijónaband ai séra Þorstcini Björns
syni í Neskirkju ungfrú Valgerður
Anna Jónasdóttir Framnesvegi 27
og Elías Hergeirsson Kaplaskjóls
végi 5. Heimili þeirra er að Fióka-
götu 62- (Ljósmynd: Stúdíó Guð-
mundar Garðastræti 8)
7. des. sl. voru gefin saman í
hjónaband af séra Braga Friðriks
syni ungfrú Elín K. Guðjónsdóttir
og Roger P. Lindberg. (Ljósmynd:
Stúdíó Guðmundar Garðastræti 8)
Sunnudagur 22. desember
10.30 Preslivígslumessá í Dómkirkjunni: Biskup
íslands vígir tvo guðfræðikandídata til
starfs í Reykjavíkurprófastsdæmi, Felix
Ólafsson til Grensásprestakalls og Frank M.
Halldórsson til Nesprestakalls.
12.15. Hádegisútvarp.
13.10 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum
íslenzkia liöfunda.
14.00 Miðdegistónleikar.
15.30 Kaffitíminn: Jósef Felzmann Rúdólfsson og
félagar hans leika.
16.00 Veðurfregnir. — Á bókamarkaðinum (Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstj.).
17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson).
18.20 Veðurfregnir — Tilkynningar og fréttir.
20.00. Tónleikar: Konsert í D-dúr fyrir flautu og
strengjasveit eftir Telemann (Herbert Bra-
washer og Kammerhljómsveitin í Amster-
dam leika: Jan Brussen stj.).
20.15 Erindi: Öðru vísi er ekki hægt að yrkja eftir
enska rithöfundinn Aldous Huxley (þýðand-
inn Magnús Jónsson, flytur; Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona les inni í erindinu
ljóð eftir Keats og Eliot; þýdd af Helga Hálf
dánarsyni).
20.45 Lög eftir Peter Kreuder (Herta Talmar,
Ernst Groh o. fl. syngja ásamt kór og hljóm-
sveit; Franz Marszalek stj.).
21.00 „Láttu það bara flakka‘“, —. þáttur undir
stjórn Flosa Ólafssonar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Syngjum og dönsum: Egill Bjarnason rifj-
ar upp íslenzk dægurlög og önnur vinsæl
lög.
22.30 Danslög — 23.30 Dagskrárlok.
VEÐRIÐ í GÆR OG SPÁIN í DAG:
Veðurhorfur: SuÖaustan eöa sunnan stinningskaldi,
skúrir. í gær var suðlæg átt um allt land. — í
Reykjavík var 5 stiga liiti og rigning.
<£. R1B
SOPiaAGEN
ÍSÍHj
<b 8
<b<b e>
Moco
3267-
Skítt meö öll
verkföll, en þegar
maöur fær ekki
kókið sitt, þá er
það orðið svart.
** 14 22. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ