Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Side 1

Eimreiðin - 01.09.1917, Side 1
« Sagan af Hermóði og Háðvöru. Eftir séra SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON. Pað var einu sinni kóngur og drotning í ríki sínu; þau áttu eina dóttur, sem Háðvör hét. Hún var bæði fríð og fögur, og af því hún var einbirni, var hún réttborin til ríkis. Kóngur og drotning áttu og fósturson, sem Hermóður hét; hann var hérumbil jafnaldri Háðvarar, fríður sýnum og vel að sér um alla hluti. Hermóður og Háðvör léku sér tíðum saman, meðan þau voru í æsku, og féll svo vel á með þeim, að þau 'þegar á unga aldri hétu hvort öðru trygðum í kyrþey. Nú leið og beið, þangað til drotning tók sótt, og af því hana grunaði, að þetta mundi verða sótt til dauða, gerir hún boð eftir kóngi. Pegar hann kemur, segir hún, að hún muni eiga skamt eftir ólifað, og ætli hún að biðja hann einnar bænar, og sé hún sú, að ef hann fái sér aðra konu, láti hann það að sínum orðum, að eiga enga aðra en drotninguna af Hetlandi hinu góða. Kóngur lofar henni því, og svo deyr drotningin. En þegar fram liðu stundir, fór kóngi að leiðast einlífið, býr skip sitt og leggur í haf. Á ferð þessari kemur yfir hann mikil þoka, svo hann kemst í hafvillur. Eftir langa mæðu hittir hann land, leggur þar að skipi sínu og gengur einn á land. Þegar hann hafði gengið nokkra stund, verður fyrir honum skógur; fer hann lítið eitt inn í hann og staðnæmist þar. Heyrir hann þá fagran hljóðfæraslátt, og gengur á hljóðið, þangað til hann er komin að rjóðri einu. Sér hann þá, hvar þrjár konur eru í rjóðrinu; situr ein þeirra á gullstóli í ljómandi fögrum búningi, heldur á hörpu og er sorgbitin mjög. Önnur var tígulega búin, en unglegri að sjá, og sat hún einnig á stóli, en ekki var hann jafn-kostulegur og hinnar. Priðja konan stóð hjá þeim, og var hún rétt hreinleg á að líta; í grænum mötli var hún yztum fata, og var auðséð á öllu, að hún var þerna hinna tveggja. v 9

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.